Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 51
samt, og svo er að sigla á miðin aftur, þegar
veður lægir, í stað þess að vera á staðnum þar
sem fiskað er.
Við höfum mörg dæmi um að bátum hlekkist
á er þeir leita lands í myrkri og dimmviðri. Ef
þeir liefðu þessi legufæri, væri þá ekki örugg-
ara að leggjast og bíða þar til birti af næsta
degi eða veður skánaði? Sé um vélabilun að
ræða getur báturinn lagst strax, meðan staðar-
ákvörðun hans er nokkurn veginn viss, og þá
auðfundinn, í stað þess að skip, sem koma hon-
um til aðstoðar, þurfi að leita hans um langan
veg við hin verstu skilyrði.
Væri nú ekki rétt að taka þetta sem fyrst
til athugunar af réttum aðilum, skipstjórum,
útgerðarmönnum og skipaeftirlitinu ? Telji
þessir aðilar að um aukið öryggi sé að ræða,
ættu þeir ekki að vera lengi að velta því fyrir
sér hvað gjöra skuli, heldur vera skjótir til
framkvæmda.
Þorv. Björnsson.
Smœlhi
Grískir hermenn áttu að fá verðlaun fyrir þá
ítali, sem þeir legðu að velli, 20 dínara fyrir hvern,
sem félli á flótta, en hálfu meira ef hinn fallni
hefði snúið gegnt andstæðingnum.
Skæðar tungur sögðu að hærri upphæðin hefði
aldrei verið greidd.
★
Fraklei o<j Ameríkumaður rœd'ast viff.
Frakkinn: Ekki er ættfræðin á liáu stigi í Ametfku.
Það myndi kosta flesta Ameríkumenn mikla rannsókn
í fjölda landa a'ö komast að raun um liverjir séu afar
þeirra.
Ameríkumaðurinn: Alveg rétt. En á hinn hóginn er
það verkefni flestum Prökkum ofvaxið, hversu iöng-
um tíma sem þeir verja til þess, a'ð komast fyrir hverjir
séu feður þeirra.
★
V í K I N G U R
Sagt er að skriðdrekar ítala væru búnir átta
„gearum“ til að komast aftur á bak, en einum
„gear“ áfram.
—- Til hvers hafa þeir þennan eina „gear“ ? spurði
maður nokkur, sem heyrði skrítluna.
—- Það er gert til vonar og vara, ef ráðist yrði
að þeim aftan frá, svaraði annar.
★
Presturinn mætir Tobu gömlu á götu. Tobba er sann-
kristin og fer til kirkju á liverjum sunnudegi.
Prestur segir: Jæja Þorbjorg mín. Nú verður ekki
messað tvo næstu sunnudaga, því að eg ætla að taka mér
sumarleyfi.
Tobba: Þá held eg að fjandinn verði nú ekki iðjulaus
á meðan, því ekki fær hann sér sumarleyfi.
Prestur: Mér finnst að vi'ð æltum nú ekki að taka
hann til eftirbevtni.
Tobba: Satt er það, prestur minn. En ástundun og ár-
vekni inættum við öll af lionum læra.
r*.
115