Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Blaðsíða 53
KTINNl Viö útvarpiö. ■—■ Pinnst þér þetta ekki failegt lag, sem N. N. er að syngja? — Jú, lagið er ljómandi fallegt, en það hefur bara lent í skökkum barka. ★ —- Og nú er hann Sveinn í Króki orðinn flugmaður. — Er hann farinn að fljúga? Drottinn haldi vernd- arhendi sinni yfir honum, blessuðum piltinum! —■ Undir honum, segðu heldur. Það er betra, ef hann kýnni að detta. ★ Frú Jónína: Stúlkan, sem var hjá ykkur, er komin til okkar, frú Guðrún.’ Frú Guðnm: Er það mögulegt? Frú Jónína: En þer megið vera vissar um það, frú Guðrún, að við trúum ekki helmingnum af því sem hún segir um ykkur. ★ Móðirin: Mér finnst þó að það síðasta, sem ung stúlka ætti að gera, sé að fara inn á næturkrá. Dóttirin: Við fórum líka síðast þangað, mamma. ★ Auglýsingar. Tösku tapaði stúlka með miklu af peningum í, sem líklega hefur verið opin innarlega á Laugavegi. ★ Þrír hundar eru í óskilum hjá iögreglunni. Ef ei@- endur gefa sig ekki fram innan viku, verða þeir tafar- laust skotnir. Agætt, þurrt timbur er til sölu hjá Páli Pálssyni, sem legið hefir uppi á þurklofti og þornað í allan vetur. 'k Veski týndi maður úr svörtu leðri. A. v. á. , Það er ekki ný bóla, að hart sé í Fljótum nyðra á vorin, því þar eru víst einhver mestu veðra- víti á guðs grænni jörðu. Þó hafði sjaldan keyrt eins úr hófi og eitt vor, því þá var alsnjóa um hvítasunnu. Einn karlinn þar í sveitnnni var orðinn heylítill og' gramur við ótíðina. Hann ætlaði samt að staulast til kirkjunnar á skíðum, því öðruvísi er varla mögulegt að komast yfir Fljót, þegar fönn er. Fólkið vildi láta hann * sitja heima. Nei, karl sagðist ætla að gera guði það til skammar, að ganga á skíðum til kirkjunnar á hvíta- sunnu. * Meðhjálpari nokkur var að lesa bænina eftir messu. Þegar hann var kominn út í mitt „Faðir vor“, fipaðist honum, svo að hann vissi hvorki upp né niður og þagnaði seinast. Þá stóð upp gamall maðui' í kórnum og sagði: „Minni þeir nú ó,,sem kunna“. — Náöiröu nokkru? — l/igs, nei, hér býr lögfræðingur. — Þnh var lakara. Var nokkuö tekið af þér? Úr gamalli prédikun: „I morgun, þegar vér riðum til kirkjunnar, sáum vér eina örn sitja á Laufskálabökkum, haldandi einum laxi sér í klóm, hver eða virtist mundu rífa undan henni það eina læri. Þannig fer djöfullinn með oss, kristna menn. Hann leitast við að rífa undan oss það andlega læri. En við því eru ráð, kristinn maður. Taktu skónál skynseminnar og þræddu hana upp á þráð þrenn- ingarinnar, taktu síðan leppdulu lítillætisins og saum- aðu hana fyrir þína sálarholu, svo að sá helvízki katt- ormur, djöfullinn, klóri sig þar ekki í gegnum, si sona og si sona“. Um leð og presturinn sagði þetta seinasta, hefurhann eflaust glennt fingurna í sundur og krafsað fram fyrir sig. * Einar og Guðleif, hjón á Lambastöðum, áttu átján börn, og dóu þau öll í æsku, nema einn sonur. Guðleif var tápkona mikil og ákaflega heilsuhraust. Þegar hún var nýbúin að ala börnin, var hún vön að boi'ða þorsk- helming, stóreflisköku og' fjögra marka ask af ný- mjólk. Einar og sonur hans drukknuðu skammt frá landi, og horfði Guðleif á það, því að hún stóð úti og stúlka hjá henni. Þegar stúlkan sá slysið, fór hún að gráta, en Guðleif sagði: „Ég væri brotin, væri ég gler, og bráðnuð, væri ég smjör, og farðu inn að sjóða, Lauga“. ★ Spekingar. Grímur: Nú hefur Sveinn bróðir minn verið gifiur í finun ár, en hefur ekkert barn eignazt. Helgi: Það er kannske arfgengt í ætt ykkar að eign- ast ekki börn? Grímur: Já, mig minnir að ég hnfi heyrt að afi okkar hafi dáið barnlaus. .V I K I N G U R 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.