Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1946, Page 56
Holger Drachmann: Xíkk/Jtan Áiylandi Þnrir Friðgeirssoii þýddi. „Halló Óli!“ „Var herrann máske að kalla?“ „Já. Heldurðu að það goli ekki bráðum?" „Ég skal segja herranum það um þetta leyti á morg- un. Jú, vafalaust golar einhvern tímann.“ „Já, Óli, en fljótlega á ég við. Straumurinn hrekur okkur mikið til norðurs og sólin er alveg að steikja mig.“ „Betra að láta steikja sig en flá, en hvort tveggja slæmt, sagði állinn, þegar hann stökk upp á pönnuna. Þegar herrann vill vera á sjó verður hann líka að þola allt“ „Ekki þó að láta flá sig, Óli!“ „Jú, sannarlega það líka.“ „Segðu mér Óli, hefur þú nokkurn tíma verið fleg- inn?“ „Já, sama sem.“ „Hvernig vildi það til?“ „Það var á skipreika við Kínaströnd. Ég sat meira en þrjá klukkutíma klemmdur og flæktur í reiða,þvælu, þar sem allt lauslegt brak úr skipinu veltist og skolaðist yfir mig og plokkaði af mér hárið svo ég varð sköllótt- ur eins og krabbi. Hérna getur herrann séð verksum- merkin." „Já, víst er svo, Óli. Þetta er Ijótt að sjá. En réttu mér nú flöskukörfuna og köldu rifjasteikina. Það hlýt- ur að vera kominn tími til að — —“ Við Óli vorum staddir í báti, sem barst fyrir sterk- um sunnan straumi yfir biksvartan hafflötinn. Mókandi lognaldan vaggaði bátnum mjúklega á sínum breiða barmi. Báturinn var frá Villingebæk. Óli var eigandi hans, en ég farþegi Óla. Sennilega höfum við verið komnir miðja vegu milli þó hann áður þýddist drós, þurfti ei verða matrós, en af því, sem hann í sig jós, efalaust varð hann matrós. En ef hann með ágætt hrós oi'ðifj hefur matrós, stendur sig um flyðru fjós sem ferðugasti matrós, eignast síðan auð og drós uppstígandi matrós, — verður kapteinn svo til sjós seinast upp úr matrós. stranda Sjálands og Skánar. Svalan og hressandi kald- ann, sem borið hafði okkur þetta áleiðis hafði nú alveg lægt. Himinninn uppi yfir okkur, strendurnar til beggja handa og sjávarflöturinn, þar sem báturinn okkar flaut, virtist renna saman í eina volduga, órofa heild, sem titraði undir brennandi sólargeislunum. Takmörk him- ins og hafs, lands og sjávar, urðu naumast greind, allt blundaði í þungum svefnhöfga, og var sem náttúr- an mundi um alla eilífð hvílast þannig. Litadýrðin, sem um morguninn hafði brosað við augum okkar frá ströndinni, var nú vikin fyrir eintóna bleikgulum lit. Að horfa á rauð segl bátsins og gullið sherryið, sem hellt hafði verið á glösin, var hressandi hvíld fyrir hálfblinduð augu okkar. Þegar ég lét augun hvarfla yfir hinn víðáttumikla flöt Kattegats, greindi ég þó yzt við sjóndeildarhringinn blágráa skýhnoðra með skinandi hvítum jöðrum. Annars var allt fölt og lit- laust, og í þessu litvana ómæli barst báturinn fyrir straumi yfir hafflötinn vaggandi á undiröldunni eins og svefndrukkinn maður gengi eftir ósléttum þjóðvegi. Bátseigandinn tók auðsjáanlega af alhug þátt í löng- un minni til þess að kynnast matarkörfunni. Við sner- um okkar því með viðeigandi kostgæfni að efninu, svo að innan stundar hafði rifjasteikin og sherryið haft vistaskipti. Að því loknu lögðumst við fyrir á sína þóft- una hvor. Eftir að við höfðum hagrætt höfðinu þar sem ofurlítinn skugga bar á, leið skömm stund áður en við létum báðir sigrast af kyrrðinni, hitanum og áhrifum vínsins. Megnan þef af bráðinni tjöru lagði af bátnum í hitanum. Stór maðkafluga sveiflaðist suðandi í kring- um tómt vínglas. Óli skar hrúta. Ég fann hvernig stór og þungur svitadropi læddist niður ennið á mér ofan á nefið, en ég hafði ekki skerpu til að þurrka hann burtu. Svo féll ég í væran svefn. Þegar ég vaknaði og opnaði augun, skynjaði ég þægi- lega breytingu á lofthitanum. Sólin var nú farin að lækka á lofti og degi tekið mjög að halla, og senn hafði okkur hrakið all-langt afleiðis út í Kattegat. Seglin hengu ennþá jafn dauð og fyrr, og enn þá hraut Óli jafn skörulega og áður. Ég leit út yfir stjórnborðið til að reyna að koma auga á Kullen á ströndinni fyrir hand- an, en þá sá ég einkennilega sjón. Milli bátsins okkar og sænsku strandarinnar, en ekik nema nokkur hundr- uð faðma í burtu lá skipsflak. í sólarhitanum og kyrrð dagsins hafði ég með öllu gleymt óveðri undanfarinna daga. Ég varð því á úndarlegan og óvæntan hátt grip- inn af þessari óvæntu sjón, þessu óhugnaðarfulla vitni um villtan og hamslausan kraft höfuðskepnanna. Við fljóta athugun virtist mér skipið mundi vera annað hvort sænskt eða finnskt. Það var hlaðið timbri og 1 20 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.