Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 1
SJOMAIMINIABLAÐIÐ f 4 f . UIKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISIiIMANNASAMDAND ÍSLANDS XI. órg. 1.—2. tbl. Reykjavik, janúar — febrúar 1949 Ásgeir Sigurösson Á glapstigum Öllum hugsandi Islendingum er það ljóst, að oss er mikil nauðsyn að sækja sjóinn til veiði- fanga. Mönnum eru og kunnir þeir örðugleik- ar, er íslenzk sjávarútgerð á nú við að búa. Það liggur einnig í augum uppi, að eigi er hægt að reka útgerð til langframa með árlegu tapi. En menn eru ekki á eitt sáttir um það, hvað gera skuli sjávarútveginum til viðreisnar og styrktar. Við slíkar kringumstæður hættir oss við að deila í það óendanlega, en ekki sam- einast um að leysa vandann. En ef eitthvað verður sjálfstæði þjóðarinnar að grandi, sem er sjálfrátt, þá verða það einmitt þessar sífelldu deilur um leiðir að markinu. öll sérsjónarmið flokka, sem miða að því að styrkja einn gegn öðrum, eru stórhættuleg lítilli þjóð, sem er ekki megnug að halda frel^inu, nema því aðeins, að allir þeir, sem nokkurs mega sín, vinni í sam- einingu að velferð lands og þjóðar. Ég held einnig að allir séu sammála um það, að sifelldar tolla- og skattahækkanir til þess að afla ríkissjóði fjár til niðurgreiðslna á af- urðum landsmanna, þegar svo er komið, að öll framleiðsla til lands og sjávar er sömu sökinni seld, sé hið mesta örþrifaráð og stefni að voða fyrir þjóðina. Sérstaklega er það hörmulegt, þegar þarf að fara að styrkja þann atvinnuveg með beinum framlögum úr ríkissjóði, sem áður hefur verið styrkasta stoð allra framfara í landinu, beint og óbeint. En án þess að fara út í deilur í þessu sam- bandi, þá er ýmislegt, sem þarf að segja. Án utanaðkomandi umræðna fæst engin niðurstaða V í K I N G LJ R um vandamál þjóðarinnar, enda sjálfsagt í lýð- frjálsu landi, að menn láti skoðanir sínar í ljós, ef það verður til þess, að menn glöggva sig frekar á málunum. Allar tolla- og skattahækkanir eftir að vísi- talan var fest, svo og verðhækkanir á þörfum manna, verða kauplækkanir til þeirra, sem taka laun í reiðu fé. Ef sanngjarnt var að hækka öll laun, svo sem gert var, sem allir rettsýnir menn munu álíta, þá er það, sem nú er verið að gera, ranglátt. Það er vart hugsanlegt, að það hafi legið til grundvallar fyrir ráðbreytni stjórnar- valda og atvinnurekenda, að alltaf væri hægt að taka með annarri hendinni það, sem rétt var að mönnum með hinni. Sú aðferð til þess að halda atvinnuvegunum gangandi, sem nú er viðhöfð, er ekkert annað en sjálfsblekking. Eng- in þjóð getur bjargað sér til lengdar með þessu lagi. Atvinnuvegirnir, sérstaklega höfuðat- vinnuvegir, þurfa að bera sig. Sjávarútvegur landsmanna ætti líka að geta það, með því verðlagi, sem enn er á afurðun- um, ef hann ekki væri blóðsoginn svo herfi- lega, sem raun ber vitni á margan hátt. Menn þurfa að fara að læra betur að haga seglum eftir vindi um álögur á sjávarútveginn, Það er alveg ótækt, hve allar viðgerðir hjá okkur á skipum og veiðarfærum eru dýrar og ganga seint. Það þarf að bæta skilyrðin til skipaviðgerða, þar sem flotinn er stærstur, það er í höfuðstað landsins. Upp þarf að koma full- kominni skipasmíða- og viðgerðastöð við Elliða- árvog, þar sem landrýmið er nóg og við er hægt að koma öllum nýjustu tækjum og að- ^aúdséSkás^nI i — JVl ; TsLAK'hs"

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.