Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 2
ferðum við slíka vinnu. Þegar þetta er komið í kring, eru líkur til að verkið fari að ganga mun betur en nú er. Mér er kunnugt um, að vinna við viðgerðir skipa hér er ótrúlega dýr. Ég hefi í nokkur ár fylgst með viðgerðum á skipum þeim, sem ég hefi siglt með, og sumir þeir reikningar eru svo ótrúlega háir, að menn rekur í rogastanz, að þetta skuli vera nauðsyn- legt. Ég get vel trúað, að skipaviðgerðarsmiðj- ur þurfi að græða, en það ætti að duga núna fyrst á meðan að þjóðin er að byggja upp sjálf- stæði sitt, að fyrirtækin bæru sig. Það stendur t. d. oft á þessum reikningum, ,,mest unnið í nætur- og eftirvinnu". Liggur virkilega svona mikið á? Getum við ekki í mörgum tilfellum látið okkur nægja að vinna í dagvinnu í landi eða við land? Því verður hins vegar ekki við komið á sjónum. En álagning á allar viðgerðir á skipum og veiðarfærum þarf að lækka til muna. Innkaup veiðarfæra og annað, er til útgerðar þarf, á að vera í höndum útgerðarmanna sjálfra. Engin útgerð getur borið sig með því, að vera ávallt að kaupa dýr tæki, sem oft mætti kom- ast hjá. Það þarf t. d. að gæta meira hófs í því, að dæma nótabáta og nætur ónothæf til notkunar við veiðar. Þótt menn séu ekki ávallt j afnheppnir, má ekki kenna veiðarfærunum allt. Menn ættu að líta meira til nágrannaþjóðanna í þessu efni, svo sem Norðmanna, Dana og Svía, sjá og læra af þeim hve vel þeir ganga um veiðiskip sín, hve vel og hreinlega þau eru hirt, enda oftast eigendurnir sjálfir á þeim, og þá minna skrifstofuhald og kostnaður í landi en hjá oss. Þar eru menn að fegra það, sem er þeirra eigið heimili mestan hluta ævinnar. Öllum sjómönnum verður að þykja vænt um skipin sín, þau eiga að vera eins og hluti af þeim sjálfum, þá mun þeim ganga miklu betur allt, sem þeir taka sér fyrir hendur. Þá verða allir útgerðarmenn að gera sér það ljóst, eins og líka aðrar stéttir þjóðfélagsins, að þjóðin er ekki til fyrir neinn einstakan, held- ur eru allir sömu skyldum háðir við heildina. Allir eiga að haldast í hendur og vinna þjóð sinni gagn. Enginn getur gert kröfur, sem fara í bág við heilbrigða hugsun. En uppbætur eða niðurgreiðslur til aðalatvinnuvega landsmanna, geta ekki haldið áfram til lengdar, ef að sjálf- stæði þjóðarinnar á að haldast. Slíkar aðferðir eru ekkert annað en að velta byrðunum yfir á launafólkið í landinu. Þeir, sem styðja að slíku, eru að skapa jarðveg fyrir hrun og byltingu í landinu. En einmitt verka- lýður í öllum stéttum og menntamenn eru ein- hverjar nauðsynlegustu stéttir allra þjóðfélaga. Hvar stæðu þjóðirnar án menntunar og vinnu? Enginn skyldi skilja orð mín svo, að aðrar at- vinnustéttir þjóðfélagsins séu ekki einnig nauð- synlegar, en misjafnlega þó, og óþarflega mann- margar, með dýrum skrifstofubáknum og for- stjórum, fulltrúum og ættingjum, sem helzt virðast lifa af því að láta aðra vinna fyrir sig. Það fer að verða hálfgert öfugmæli í voru landi, að tala um frjálsa samkeppni í atvinnu- málum þjóðarinnar, það væri sönnu nær, að tala um sérréttindi til þess að kalla sjálfa sig framleiðendur og taka rífleg, trygg laun fyrir, en láta ríkið, þ. e. fjöldann, taka áhættuna. Það er orðið svo mikið í kringum þessi út- gerðarmál okkar, stórar skrifstofur og mörg ráð, sem allt kostar offjár. Þar mætti einnig spara. Góðu heilli hafa margir útgerðarmenn grætt vel á undanförnum árum, og þótt útgerð- in ekki beri sig í eitt eða tvö ár, verða þeir að taka á sig þá áhættu, að eignir þeirra gangi saman að nýju. En það verður að gera allt til þess að atvinnuvegirnir beri sig, sem skynsemin mælir með að miði til þjóðarheilla. Þótt nokkur stríðsgróðafyrirbrigði hverfi, gerir það ekkert til, ef hið þjóðholla er eftir. Enginn á kröfu til þess að vera alltaf sólarmegin, þegar aðrir, jafnvel heilar þjóðir, eru í skugganum. Þeir, sem halda, að þeir séu sjálfkjörnir jarl- ar, hafa oft orðið ofjarlar þjóðanna og leitt þær í glötun. Ekkert slíkt má henda okkar þjóð. Útilokun sérhagsmuna, sameining allra til þess að horfast í augu við staðreyndirnar, er það bjarg, sem byggja verður á. En í þessu efni hef- ur þjóðin nú látið teyma sig á glapstigu, sem hverfa verður frá áður en það verður um seinan. £fnœtki Vínverzlunin í Nýborg hefur lengi verið aðalútsala Áfengisverzlunar ríkisins. Þegar mest ös hefur verið í búðinni, hafa afgreiðslu- mennirnir látið peningana í hillu í búðinni og talið þá svo saman, þegar búið var að loka að kvöldi. Þetta hafði núverandi fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jósepsson, frétt og þótti ógætilega farið með peningana. Hann kemur eitt sinn inn í vínverzlunina og segir með nokkrum valdsmannssvip: „Mér er sagt, að þið farið nokkuð ógætilega með peninga hérna fyrir innan búðarborðið“. Ólafur Sveinsson útsölustjóri verður fyrir svörum og segir: „Mér hefur nú alltaf fundizt, að þeir færu ógætilegar með peninga, sem eru fyrir utan borðið“. íslenzlc fyndni. 2 V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.