Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 13
<7. (7. Barrett Loftsiglinsafræðineunnn Ég er loftsiglingafræðingur og ætla að kasta af mér meðfæddri feimni, því ég ætla að segja ykkur frá starf- inu. Það er ekki.létt verk, því ég hefi frá litlu að segja og enn minna að státa af. Siglingafræðin er einkennilegt sambland af list og vísindum. Hún hefur vísindalegan grundvöll. í henni eru reikningsreglur eða formúlur til að fara eftir, og frá fræðilegu sjónarmiði getur maður ekki villst, ef farið er eftir reglunum. En það kemur ýmislegt fleira til greina. Vísindin eru langt frá því að vera áreiðanleg enn, þar er nóg rúm fyrir hugsýn og' persónuhæfileika listamannsins. A meðan siglingafræðingurinn er að tileinka sér reynzlu, fer hann nákvæmlega eftir settum reglum, en um leið vakna hjá honum hinir listrænu hæfileikar. Fyrir nokkrum árum var ég nýliði í brezka flughern- um og sigldi með eldri siglingafræðingi, sem fór aldrei, eða virtist aldrei fara eftir neinum settum reglum. Starfið var orðið honum svo eiginlegt og ósjálfrátt, að vafi lék á hvort mátti sín betur, lærðar reglur eða listamannshæfileikar. Við vorum í flugbátadeild, sem starfaði yfir aust- lægum höfum. Þegar við flugum frá einum stað til annars, var venja þessa siglingafræðings að strika flug- leiðina í kortið, mæla afstöðuna, gefa upp stefnuna, sem stýra átti og — víkja síðan frá. Hann eyddi mest- um tíma flugsins sitjandi í botni bátsins, við að lesa skáldsögu og drekka ósköpin öll af tei. A eitthvað um hálftíma fresti leit hann út úr vélinni, skoðaði skýin, sjóinn og leit á áttavitann. Breytti kannski stefnunni um nokkrar gráður af og til. Þetta var öll hans vinna, en samt brást aldrei að við kæmumst til ákvörðunar- staðar, og ávallt á þeim tíma, sem hann hafði sagt fyrir. Sem nemandi og byrjandi í starfinu, spurði ég hann hver leyndai'dómurinn væri. „O, ég veit ekki. Ég þefa bara af vindinum og hann seg'ir mér hvað gera skal“. Einu sinni vorum við á flugi yfir víðáttumikið haf og flugum yfir tvær kóraleyjar. Hér var loks nokkuð, sem ég skildi. Ég athugaði kortið og sá mér til undr- unar, að við vorum tíu mílur frá réttri leið. Ég reikn- aði í skyndi út nýja stefnu til ákvörðunarstaðarins, en áður en ég afhenti flugstjóranum blaðið, sýndi ég hin- um sögulesandi listamanni það. Hann leit á kortið, horfði niður á eyjarnar, rak nefið í vindinn og sagði: „Láttu þetta eiga sig. Kortið hlýtui' að vera vitlaust". Frá mínu sjónarmiði var þetta hreinasta bábilja. Mér hafði verið kennt að kortin væru óskeikul. Samt sem áður komum við að takmarkinu og á þeim tíma, sem hann hafði sagt fyrir um! En þá setti hann sig í samband við eftirlitsskip sjóhersins og bað það at- huga legu eyjanna. Skipið fór á vettvang og það kom reyndar í ljós, að eyjarnar voru rangt staðsettar um 10 mílur. Ég varð svo hrifinn af þessu, að ég sló því föstu, að þetta væri hinn eini rétti máti í siglingafræði. En í fyrsta skipið, sem ég lét eðlisávísun mína ráða, urð- um við rammviltir og hundaheppni að ég er hér til frásagnar! Mér varð þá ljóst, að slík vinnubrögð fyrir byrjendur í siglingarfræðinni voru afar hættuleg og munaður, sem aðeins hinum þrautreyndu var veittur. Jafnvel nú, eftir margra ára starf, vantar mig enn öryggi til að treysta hinum listrænu hæfileikum mín- um. Þó ég sé stundum alveg viss í huganum að út- koman sé rétt, líður mér alls ekki vel fyrr en ég er búinn að prófa allt með reglum þeim, sem ég lærði í skólanum. Jafnvel þó svarið reyndist rétt eftir slíka prófun, og ég óskaði sjálfum mér til hamingju, var ég jafn óviss við næsta tækifæri. Á stríðstímunum, þegar það reið á möi'gum manns- lífum, að útreikningar og ákvarðanir siglingafræðings- ins væru réttar, sannfærðist ég um, að hið eina rétta væri að fara nákvæmlega eftir reglum. Mér fellur vel að flugstjórinn þekki dálítið til sigl- ingafræðinnar, það getur komið að miklu gagni, ef svo ber undir. En það eru einnig til flugstjórar, sem þekkja of mikið til starfsins og eru hrein plág'a. Ég var einu sinni með slíkum flugstjóra. Hann var sérstaklega góður í fræðinni. Hann var vanur að spyrja mig í þaula um hverja einustu tölu, sem ég færði hon- um, og hvert smáatriði viðvíkjandi útkomunni. Síðan tók hann að ræða fram og' aftur um það, hvort ég hefði nú reiknað dæmið rétt. Ég held hann hafi álitið sig betur geta navigerað í flugmannssæti sínu, heldur en ég við kortaborðið. í mótsetningu við þetta, var ég öðru sinni með flug- foringjá yfir deild Sunderland-flugbáta. Þetta var fyrri- hluta ófriðarins, og við fórum langar eftirlitsferðir yfir skipalestir. Þessi flugmaður var snillingur í sigl- ingafræðinni, enda hafði hann starfað við slíkt í mörg ár. Hann var vanur að fylgjast vel með jillu hjá mér, en gei'ði aldrei neinar athugasemdir. Það kom fyrir, að hann lét mig, af ásettu ráði, vaða í villu og reyk klukkutímum saman, svo ég gæti lært af reynslunni V I K I N G U R 13

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.