Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 41
stjórnskipulag“ (bls. 79). En það nægir alls ekki og er engin skýring. Gildi grænlenzkra sekta á ísiandi er eitt út af fyrir sig nægilegt til að sanna það, að Grænland og ísland voru eitt þjóðfélag í tíð Grágásar. En þetta er einnig í bezta samræmi við það, að allar lögbækur íslands: Grágás, Járnsíða, Jónsbók og Kristinréttur Arna bisk- ups, líta einróma og samróma á hið vestræna svæði sem innanlands, en á öll lönd og höf fyrir austan mitt haf sem utanlands. Hvorki Grágás né önnur lög gera ráð fyrir því, að sekir menn geti linað eða afplánað sekt sina með því, að fara í vestur eða dvelja þar. Aldrei hefur sekur íslendingur komið til Grænlands, og þeir sárafáu menn, grænlenzkir og íslenzkir, er kunn- ugt er um, að sekir urðu á Grænlandi eða grunur fell- ur fellur á að sekir hafi orðið þar, fóru framhjá Is- iandi í Noreg og komu aldrei til Islands, heldur ekki Þormóður Kolbrúnar-skáld. Sögurnar og Sturlunga segja frá hundruðum sekra manna ferjandi. Þeim stóð sú einasta leið opin, að fara utan. Þeir fóru allir utan, og að sektinni lokinni, komu þeir allir út, enginn utan. I Grágás er enn fjöldi staða, er sýnir og sannar, að Græniand var íslenzk nýlenda undirgefin islenzku þjóð- félagsvaldi. En þar sem Einar ekki nefnir þá, skal hér ekki að þeim vikið, en vísaö um þetta í Réttarstööu Grænlands. Á bls. 13 virðist Einari vera það ljóst, að skattheit Grænlendinga og fyrirheit um þegngiidi eru ekki ann- að en ioforð um f iárgreiðslu, og er það rétt, ef því er bætt við, að fjárhæðin er ekki tiltekin og ekki heldur, hve oft hún skuli greiðast, svo kræf krafa er þannig ekki til. Þó verður því við að bæta, að þar sem ekki er tekið fram, að loforð þetta hafi verið aldarmál eða átt að ganga í erfðir, hlaut það að falla niður við dauða Hákonar konungs 1263, sem öll slík heit til fornnor- rænna konunga. Það sætir því furðu, er Einar á bls. 15 og bls. 79 segir, að Grænlendingar hafi gengið „Hákoni Noregs- konungi gamla á hönd [1261], án þess að það mál kæmi til Alþingis íslands!“ Það er prófessor í stjórnlaga- fræði, sem segir þetta. Sér er nú hver handgangan! Grænlendingar hvorki heita né sverja konungi land og þegna né trú og liollustu á árunum 1257—61, né nokkru sinni fyrr eða síðar, þar sem aldrei hefur nokk- ur konungur hyltur verið á Grænlandi. Það þarf eng- an stjórnlagaprófessor til að sjá það, að án slíkra heita ganga Grænlendingar ekki konungi á hönd, og án slíkra heita, er bindandi væru fyrir Grænland, gat konungur ekki orðið þjóðhöfðingi þar. Það er og augljóst mál, að hefðu Grænlendingar gefið konungi nokkur lögfest heit eða gert sáttmála við Hákon konung', myndi Magn- ús sonur hans og forráðamenn Noregs hafa krafizt þess, að Sturla ritaði lögin eða sáttmálann í Hákon- arsögu. En Sturla þekkir auðsjáanlega ekkert til sátt- mála eða laga í sambandi við þessi heit, og með orðun- um: „þeir sögðu . .. “ viðurkennir hann, að þetta var aðeins munnlegt, og í vöntun annarra heimilda en sögu- sagnar vitnar hann í vísu eftir sjálfan sig. Það þekkist engin heimild, er hafi getað veitt kon- ungi yfirráðarétt yfir Grænlandi, nema Gamli sáttmáli. Til eru heimildir um, að það, sem samþykkt var af Járnsíðu 1271, hafi verið sent til Grænlands (sjá Rétt- arstöðu Grænlands, bls. 523—531). Á blaðsíðu 79, sbr. bls. 15, segir Einar, „að engin áreiðanleg heimild“ sé „fyrir því, að Jónsbók hafi gilt á Grænlandi". Segir hann það vera „ómögulegt, að svo hafi verið í sumum atriðum, t. d. skipun Alþingis". Með þessu síðasta á Einar líklega við það, að Græn- land hafi ekki getað verið í þjóðfélaginu án þess, að þingsókn væri þaðan. Sé þetta meiningin, má hugga hann með því, að stór svæði á Norðurlöndum voru í hinum ýmsu lögum þar, löndum og fylkjum, og í Dana- lögum á Englandi, án þess að senda nokkurn mann til löggjafarþingsins. En hvað sjálfa skipun Alþingis við Öxará snertir, þá sýndi reynslan, að hún dugði vel, einnig sem lögþing Grænlands. I bændabyggðum Grænlands þurftu Grágás og lög- bækurnar engra viðbóta við, því þai' var allt sem hér. En í Norðursetu þurftu þær viðbóta við, vegna veið- anna. Vera má, að Alþingi hafi samþykkt slíkar við- bætur strax í elztu tíð, en ef Alþingi ekki gerði það, þá höfðu öll þing í nýlendum og hjálendum svo og öll héraðsþing í „várum lögum“ rétt til að gera samþykkt- ir fyrir sitt svæði til fyllingar á landslögunum, en ekki breyta þeim. Er fullvalda lönd lögðu niður fullverldi sitt og gengu i lög annarar þjóðar, eru þess dæmi, að þau hafi áskilið sér að halda meiru eða minnu af sín- um gömlu landslögum, og munu þá hafa haldið lög- gjafarvaldi, eða þá að minnsta kosti synjunarvaldi á þeim sviðum réttarins. T. d. áskildu Færeyingar sér, er þeir gengu í Gulaþingslög, að halda búnaðarbálkinum (Seyðabrófinu). Einar viðurkennir, að nýtt þjóðfélagskerfi og ný lög séu komin á Grænlandi eftir 1281. Þetta er þjóðfélags- skipun og lög Jónsbókar, en úr henni þekkist fjöldi af réttarminjum frá Grænlandi eftir 1281, en eng'in grænlenzk eða erlend lög. Er til nokkur önnur lögtaka og sögulegur uppruni þessara nýju laga og þjóðfélags- skipunar á Grænlandi, en ritun Jónsbókar, lögtaka hennar á íslandi 1281 og sending hennar til Græn- lands? I lok 13. aldar eða síðar gat ný lögbók ekki orðið sett fyrir Grænland án þess, að við hefðum vitn- eskju um það. Við þekkjum ofurvel allt löggjafarstarf Magnúsar langabætis, og ekki setti hann — né síðari konungar — nokkra aðra lögbók fyrir Grænland en Jónsbók. Um annað en hana getur því ekki verið að ræða. Hvi ckyldi það þvi ekki vera satt, er ísl. annáll og hinn vel virti og sannorði sagnaritari hins norsk- danska konungs, Claus Christophersson Lyschander (f. á Skáni 1557, d. 1623), er hafði bæði mikið og' ágætt heimildarsafn, segja óháð hver öðrum, en má ske, báð- ir eftir sömu heimild, þ. e. hinni að mestu glötuðu sögu Magnúsar lagabætis, að Jónsbók hafi verið send til Grænlands [eftir þing] 1281, og Lyschander að auk, að hún hafi aðeins verið birt þar. E. A. mun vera sá fyrsti maður, er rengir gildi Jónsbókar á Grænlandi, og er það því furðulegra, þar sem Jónsbók segir það sjálf, að hún gildi þar, því hún verður ekki rengd sem heimild um þetta. Á ég, auk þess, sem áður er sagt, einkum við kap. 8. í Farmannalögum, þar sem Jónsbók segir Grænland vera innanlands og leggur misháar sektir við rofi innlendra (þ. e. íslenzka og grænlenzkra) V I K I N G U R 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.