Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 21
Júlíus Havsteen, sýslumaður Þættir úr fiskveiðisöpu íslands Síðari grein. Viðreisn verzlunar og útgeröar. Það má með sanni segja, að sú var enn til seiglan í íslenzku þjóðinni, að strax og verzl- unaráþjáninni var aflétt, tók hún að rétta sig úr kútnum og varpa af sér fjötrum fátæktar og ófrelsis, ekki sízt með því sjálf að eignast skip, þó að í fyrstu hægt færi. íslenzka þjóöin vaknar til dugs og dáöa. Er það þó einkum eftir að ríkisstjórnin flutt- ist heim, að þjóðin vakriar sem ein heild til dugs og dáða. Það er sem „Guð vors lands“ hafi heyrt og láti rætast aldamóta-ávarp skáldsins og stjórnmálamannsins: „Drottinn, sem veittir frægð og heill til forna, farsæld og manndáð, vek oss endurborna. Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þorna“. Eftir því sem stjórnfrelsið eykzt, eftir því verða framfarirnar til lands og sjávar meiri og stórstígari og þá einkum við sjávarsíðuna. Þessa sögu þarf ég ekki hér að segja. Hún er öllum miðaldra mönnum og eldri í svo fersku minni, en unga kynslóðin getur lesið um há- karlaveiðar Norðlendinga, þorskveiðar Sunn- lenjdinga og Vestfirðinga o. s. frv. í „Skútu- öldinni" og fleiri greinargóðum ritum, sem þeg- ar liggja fyrir um þetta merka viðreisnartíma- bil fiskiflotans. Vil ég einungis geta þess hér, að með stofn- un „Eimskipafélags íslands“ 1914, og með því að láta íslenzka togaraflotann stunda síldveið- ar á stríðsárunum 1914—1918, hafa verið stig- in tvö heilladrjúg spor fyrir íslenzku útgerðina, sem ekki þurfa nánari skýringa við. Ngsköpunin. Djarfasta, en líka um leið sterkasta og glæsi- legasta átakið, sem gert hefur verið, ekki ein- ungis til að efla atvinnuvegi okkar, heldur og til þess að gjöra okkur íslendinga á sviði fram- leiðslunnar og tæknilegra framfara jafnoka annarra þjóða þeirra, sem á nefndu sviði lengst eru komnar, er hin svonefnda nýsköpun. Frá þessu Grettistaki til þjóðþrifa þarf ekki að segja þjóðinni, sem bæði vill og skiiur að það sé gert, stendur undir því og mun lyfta því, sé hún samtaka. Óbrotgjarnasti minnisvarðinn um þetta stórhuga tímabil munu verða hinir svo- nefndu nýsköpunartogarar, sem vekja slíka eftirtekt og aðdáun, að menn eru sendir hing- að, bæði frá Norðurálfu og Vesturheimi til þess eingöngu að sjá þá og kynnast gerð þeirra. Af þessari gerð togara eru þegar 28 komnir til landsins og eftir að smíða 12. Þegar á tveim árum hafa nýsköpunartogararnir flutt þjóðinni tugi milljóna króna í erlenidum gjaldeyri. Þessi skip geta auðveldlega sótt Grænlandsmið um íslandsála og þau fiskisælu mið norður í Dumbs- hafi, sem þegar eru fundin og eftir er að finna. Fiskiveiöaflotinn íslenzki í dag. Förum nú fljótt yfir sögu og aðgætum, hvern- ig við sjálfir erum í dag undir það búnir, að stunda veiðarnar í hafinu kringum landið okkar. Til þess höfum við 380 vélbáta, innan við 30 smálestir, 220 vélskip, 30—100 smálestir, um 30 yfir 100 smálestir, 10—15 línuveiðara, 47 togara og nokkur hvalveiðiskip. Þjóöþrifafgrirtœki. Og þá ber síðast en ekki sízt að geta „Hær- ings“, þessa stærsta dreka íslenzka skipastóls- ins, 7000 smálestir að stærð, sem sigldi inn á Reykjavíkurhöfn nú í síðustu viku sumars. Skipi þessu, sem fengið er í Vesturheimi með óvenju góðum kjörum, er nú strax verið að breyta í fljótandi síldarverksmiðju, með 6 til 8000 mála sólarhrings afköstum, svo það geti fylgt eftir síldveiðiflotanum, en aðallega unnið Hvalfjarðarsíldina, sem þjóðin öll mænir nú eftir með sárri eftirvæntingu, og þannig orðið sannnefnt þjóöþrifafyrirtæki. íslenzki fiskveiöiflotinn einfœr um aö stunda veiöarnar í heimahöfunum. Eftir tölu og stærð íslenzka veiðiflotans virð-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.