Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 46
á að halda inn þangað til Keilir ber sunnan til við Krúnutótt (þ. e. syðsti bær í Vogum, af byggðum bæjum), úr því má halda beint á Keili, en hvorki norðar né sunnar. — Þessari stefnu má svo halda — sé um opin skip að ræða — þangað til Fálkaþúfa ber í Tangahúsib (Kristjánstangahús, það er eyðihús, fyrir sunn- an Vogana). Þá er komið á móts við sker, sem er að norðanverðu við leiðina og nefnt er Stóru- Voga-tangi. (Miðið á honum er Keilir beint um Krúnutótt og Fálkaþúfa um Tangahúsið. — Úr því má halda í austur-landnorður inn í lend- ingu í Stóru-Vogum. Minni-Vatnsleysa. (Þrautalending „fyrir innan heiói“). Undirmið verða eigi brúkuð að innanverðu. Þegar komið er utan með, þ. e. vestan með landi, má ekki halda nær landi en svo — ef illt er í sjó — að byrgi, sem er fyrir ofan Flekkuvíkurbæ, komizt upp að svonefndu Klulclcunefi, sem er næsta klapparnef fyrir inn- an (austan) Flekkuvík; skal því miði halda þar til Keilir er kominn um stóran grænan hól, neðst við sjó, — inn með sjónum, góðan spöl fyrir austan Vatnsleysu — og nefndur er StekJchóll, skal svo halda á hann þar til hús, sem er upp á Minni-Vatnsleysusjávarstíg fer að sjást fram undan (suður undan) ö'öru húsi, sem stendur nyrzt við sjóinn; skal því miði haldið þar til varir sjást, bæði á Minni- og Stóru-Vatnsleysu. Bezt lending er í Minni-Vatnsleysuvör, sér- staklega ef elcki er hátt í sjóinn. Hvassaliraun. Frá Keilisnesi er bein stefna rétt fyrir norð- an nyrztu húsin við sjóinn. En grynnra skal ekki fara í Víkina en efri (syðri) „Hafnhóll" (það eru tveir hæstu hólarnir upp í heiðinni fyrir ofan Vatnsleysu nálægt í útsuður [S.V.] frá Kúagerði) sé vel frí fyrir framan hornið á Afstapahrauninu, þar sem það fellur í sjó- inn. Og skal þeirri leið halda þar til Sundmerkin bera saman, sem eru tvær vörður með krosstré upp úr. Og skulu þau bara saman þar til inn undir þangflúð (Klöpp), sem er austanvert við vesturvörina (og oftast er upp úr), og skal fara vestanvert við hana inn í vörina. Með lágsjávuðu er betra að lenda í vestur- vörinni, en þegar hásjávað er, í austurvörinni. SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband fslands. Kitstj. og ábyrgðarm.: Gils Guðmundsson. Kitnef nd: Júlíus Kr. Ólafsson, Pétur Sigurðsson, Jónas Sig- urðsson, Halldór Jónsson, Grímur Þorkelsson, Gísli Ólafsson. Blaðið kemur út einu sinni í mán- uði, og kostar árgangurinn 30 krónur. Ritstjórn og afgreiðsla ér í Fiskhöllinni, Reykjavík Utanáskrift: „Víkingur", póstliólf 425, — Reykjavík. Sími 5653. Prentað í fsafoldarprentsmiðju h.f. Slarh Yfir slceiðir öldur brjóta úti á breiðum, sollnum mar. Hátt á leiðum hásar þjóta Hræsvelgs reiði-drunurnar. Átök herja æstra boða, eru hverjum þrekraun nóg, föllnum verja fákinn voða, fram að berja um reiðan sjó. Hrannir þar sig háar ygla og hamast knarar súðum á, skal með varúð skipi sigla, og skoða hvar er höfn að ná. Mun þá varinn heim til hafnar hlunna-marinn sækja fram, þó að skari dætra Drafnar djöflist bara í trylltum ham. Þótt brjóti á síðum báðum megin, bylji á hríð og skvetti inn, eigi að síður einhvern veginn áfram skríður báturinn. J. B. ★ Siglingavísa. Segl upp dregið hátt við hún hratt það fleyið knúði. Yfir regiin rostungs tún ránarmeyjan spúði. 46 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.