Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 29
IKTINNI Á stríðsárunum kom Havaldur Á. Sigurðsson inn í verzlun hér í bænum. Þetta var milli klukkan tólf og eitt, og var enginn í búðinni nema afgreiðslustúlkan, sem hékk fram á búðarborðið og talaði við enskan hermann. Haraldur beið rólegur í 10 mínútur, en er hann sá, að hann myndi ekki fá afgreiðslu fyrst um sinn, gekk hann í hægðum sínum að dyrunum. Afgreiðslustúlkan kallaði á eftir honum: „Ilvað var það fyrir yður?“ Haraldur sneri sér við og sagði: „Það er allt í lagi, fröken! Ég kem bara aftur, þegar stríðið er búið“, — og gekk síðan út. ★ Haraldur Á. Sigurðsson var einu sinni boðinn í gleðskap hjá Bjarna Bjarnasyni lækni. Þegar á kvöídið leið og menn voru orðnir góðglaðir, kom húsbóndinn til Haralds til þess að hella í glas hans. Svo óheppilega vildi til, að Bjarni hellti glasið of fullt, svo að hin dýra veig fór yfir fætur Haralds. Bjarni bað afsökunar. „Þetta er allt í lagi, Bjarni minn“, svaraði Ilaraldur. Ég sé, að það er meining þín að gera mig stígvélafull- an líka“. ★ Fyrir fáeinum árum var það altítt hér í bæ, að brot- legir stúkubræður væru endurreistir á einkafundum fyrir luktum dyrum, og var þetta eflaust gert til þess að auðmýkja þá ekki um of. Á slíkum fundum mættu aðeins nauðsynlegustu em- bættismenn stúknanna ásamt þeim, sem hrasað höfðu. Er einn slíkur fundur skyldi hefjast, kom í Ijós, að enginn var viðstaddur, er kunni að leika á orgel. Voru nú góð ráð dýr, og var þegar símað til fáeinna stúku- systkina, er vitað var að kunnu að spila, en annað hvort náðist ekki í þau eða þau voru vant við látin. Að lokum náðist þó í einn bróður, er Jón hét, og var hann beðinn að koma niður í Templarahús. í fyrstu færðist hann undan, en kom þó loks vegna þrábeiðni. Svo óheppilega hafði viljað til, að láðst hafði að skýra honum frá ástæðunni fyrir því, að hann var svo skyndilega kvaddur á fund. Er hann kom, var hann mjög skömmustulegur á svip, gekk um gólf og var hugsi. Að síðustu vék hann sér að æðstatemplar og spurði: „Hvað stendur eiginlega til?“ „Það er endurreisn", svaraði æðstitemplar. „Einmitt“, svaraði orgelleikarinn og hélt áfram að ganga um gólf. Slcömmu seinna vék liann sér aftur að æðstatemplar og spurði: „Á að endurreisa mig' einan?“ ★ Á bannárunum voru nokkrir ungir menn staddir i herbergi á Hótel Island. Þetta var á sunnudagsmorgni, og áttu þeir eina flösku af lconjaki, er stóð undir borðinu. Þeir fcngu lieimsókn af kunningja sínum, sem var töluvert við skál, og vildi hann ólmur fá hina til þess að skjóta saman í eina flösku, en fékk daufar undir- tektir. Var rætt um daginn og veginn, og snerist samtalið von bráðar að dulrænum efnum, þar á meðal hinum svokölluðu miðilsfundum. Stakk svo einhver upp á því, að reynt væri að ná í anda í borð, og var það samþykkt. Hinn hýri náungi tók þátt í þessum tilraunum með hangandi hendi og hafði auðsjáanlega lítinn áhuga á málcfninu. Féll svo einn fundarmanna í „trance“, og töluðu í gegnum hann hinir og þessir framliðriir menn. Að lok- um heyrðist rödd látins Reykvíkings, er þótt hafði held- ur vínhneigður í lifanda lífi. Var hann spurður, hvernig ástatt væri með áfengi „hinum megin“, hvort þar væri einnig vínbann, og sagði hann, að það væri nú öðru nær. Þar fengist nóg áfengi og kostaði það ekki grænan eyri. Nú fór áhugi hins ölvaða gests að vakna. Fór svo einn fundarmanna þess á leit við hinn framliöna, að hann útvegaði eina flösku af konjaki, og fékk það beztu undirtektir. Hvarf hinn framliðni um stundarsakir, og var hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Að lokum kom hann aftur og hvíslaði: „Hún er undir borðinu". Sá kenndi var fljótur til, snaraðist undir borðið, þreif flöskuna og hrópaði: „Aðra til! Aðra til!“ V I K I N G U R 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.