Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 15
EFTIR GÍBLA HALLDPRBBDN VERKFRÆÐING Árin 1938 og 1939 var ég forstjóri fyrir einni stærstu fiskniðursuðuverksmiðju Dana, Esbjerg Hermetikfabrik, öðru nafni Scandinavian Canning Company. Verksmiðja þessi var reist fyrir um það bil 25 árum, af konsul Lauritzen, stofnanda J. Lauritzen fyrirtækjanna, sem eru einhver fjár- sterkustu og öflugustu fyrirtæki Danaveldis, eiga m. a. yfir 50 stór skip, Aalborg Skibsværft, Esbjerg Tovværksfabrik og fleiri yfirtæki. Ég hafði verið ráðinn til þess að veita þess- ari verksmiðju forstöðu af núverandi forstjóra fyrirtækjanna Knud Lauritzen. En hann er sonur gamla Lauritzens. Verksmiðjan hafði aldrei, síðan hún var stofnuð, getað svarað kostnaði. Nú var ætlunin að sjá hvort mér tæk- ist að gera hana að öflugra fyrirtæki, enda þótt ég hefði aldrei komið nálægt niðursuðu áður. Ég hafði verið á ferðalagi í Danmörku og hitt Lauritzen. Ég var orðinn þreyttur og leið- ur á þeim illindum og deilum, sem sífellt stóðu um Síldarverksmiðjur ríkisins, sem ég veitti þá forstöðu. Mig langaði að losna burt og.finna mér betra starf. Ég greip fegins hendi þetta tilboð, sem mér bauðst. Það kom í ljós eftir tveggja ára þrotlaust starf, að það var ekki hægt á þeim tímum að sjóða niður í Esbjerg smásíld, rækjur, humar og ýmsar aðrar fisk- tegundir, sem kaupa varð á uppboði við Skag- ann eða Hundested eða einhvers staðar langt frá verksmiðjunni og sem síðan varð að flytja á ís, með ærnum kostnaði, á bílum eða með járnbrautarlest til Esbjerg. Aftur á móti stóðum við vel að vígi með niðursuðu á fiskibollum, fiskirönd, frikadell- um og þess háttar vörum, þar sem við feng- um efnið, ýsu og þorsk, frá uppboðshöllinni í Esbjerg. Voru fiskibollur okkar þekktar um alla Danmörku og álitnar hinar beztu og ódýr- ustu á markaðnum. Kostnaðarverð okkar á 1 kg. dós af fiskibollum var aðeins 31 eyrir. Ég gerði ýmsar tilraunir til að koma fiski- Ég veit ekki hvar ég ætti að fá 3.15. Hún þarf nauð- synleg? að fá skóna. Sleit hinum skónum sínum svo fljótt, því það er svo langt að heiman til spítalans, þar sem hún vinnur. Hún verður orðin útslitin þegar þessu stríði lýkur. Kannski verðum við þá bæði orðin aum- ingjar. Hvar get ég fengið 3.15. Mér þætti fróðlegt að vita hvort við stýrum rétta stefnu heim. Ég leit í dagbókina, þar sem ég hafði fært stefnuna inn. Jú, þar stóð 315. $3:15. Guð almáttugur. Við stýrum alls ekki rétta stefnu heim. Við stýrum eftir skóverðinu. Ég hafði einhvern veginn á tilfinningunni, að við stefndum nokkuð norðarlega, og datt strax í hug að segja flugstjóranum að stýra í vestur á meðan ég væri að reikna út rétta stefnu. Þá kom allt í einu upp í huga mér ein af reglunum úr skólanum: „Ef þú ert villtur, haltu þá áfram sömu stefnu, þar til þú hefur fundið skekkjuna. Varastu að fljúga eitthvað út i blá- inn, því þá verðurðu rammvilltur“. Ég lagði mig allan fram við að reikna allt upp að nýju. Bar það saman við kortið og dagbókina. Jú, það stóð allt saman heima. Ég mældi afdriftina og gerði allt, sem hægt var. Ég skrifaði stefnuna á kortröndina og einblíndi á töluna 315! Allt í einu heyrði ég flugstjórann kalla í símann. „Ég sé vitann, Dick. Vel af sér vikið, sannarlega vel af sér vikið!“ Litlu síðar heyrði ég að hjólunum var hleypt niður og loks fann ég fínan titring, er flugvélin lenti. Ég andvarpaði af feginleik, hallaði mér aftur á bak í sætinu og lagði höfuðið upp að járnþilinu að baki mér. Mér fannst það svo mjúkt viðkomu, að ég bókstaflega píndi mig til að opna augun, og sá þá að ég lá á hvít- um, mjúkum svæfli! Og ég heyrði einhvers staðar sagt: „Þetta er betra, þú kemur fljótt til“. Ég leit í kringum mig og sá þá hjúkrunarkonu ganga frá rúminu, en við rúmið stóð flugstjórinn. „Halló, skipper! Hvernig í skrambanum er ég kominn hingað?“ „Þú misstir meðvitund um það bil, sem við lentum, en nú er þér að batna. Þú verður að láta þér batna fljótt, því við komumst aldrei rétta leið án þín“. Þetta er kannski eina viðurkenningin, sem við liljót- um. En er það ekki nóg hverjum siglingafræðingi sem er, ef félögunum finnst þeir ekki geta án manns verið? M. Jensson þýddi. V I K I N G U R 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.