Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 44
Oddur V. Gíslason Önnur grein. Leiðir 02 lendingar við Faxaflóa Minni-Vatnsleysa. (Þrautalending „fyrir innan heiði“). Undirmið verða eigi brúkuð að innanverðu, þegar komið er utan með, þ. e. vestan með landi, má ekki halda nær landi en svo — ef illt er í sjó — að byrgi sem er fyrir ofan Flekkuvíkur- bæ, komist upp að svo nefndu Kluklcunefi, sem er næsta klapparnef fyrir innan (austan) Flekkuvík; skal því miði*halda þar til Keilir er kominn um stóran grænan hól, neðst við sjó, — inn með sjónum. góðan spöl fyrir austan Vatnsleysu -— og nefndur er StekJchóll, skal svo halda á hann þar til hús sem er upp á Minni- Vatnsleysu-sjávarstíg■ fer að sjást fram uridan (suður undan) öðru húsi, sem stendur nyrzt við sjóinn; skal því miði haldið þar til varir sjást, bæði á Minni- og Stóru-Vatnsleysu. Bezt lending er í Minni-Vatnsleysuvör, sér- staklega ef elclci er hátt í sjóinn. Hvassahraun. Frá Keilisnesi er bein stefna rétt fyrir norð- an nyrztu húsin við sjóinn. En grynnra skal ekki fara í Víkina en efri (syðri) „Hafnhóll" (það eru tveir hæstu hólarnir upp í heiðinni fyrir ofan Vatnsleysu nálægt í útsuður [S.V.l frá Kúagerði) sé vel frí fyrir framan hornið á Afstapahrauninu, þar sem það fellur í sjóinn. Oj skal þeirri leið halda þar til SundmerJcin bera saman, sem eru tvær vörður með kross- tré upp úr. Og skulu þau bera saman þar til inn undir þangflúð (Klöpp) sem er austanvert við vesturvörina (og oftast er upp úr), og skal fara vestanvert við hana inn í vörina. Með lágsjávuðu er betra að lenda í vestur- vörinni, en þegar hásjávað er í austurvörinni. Kirkjuvogssund. Þegar komið er með landi fram hjá Reykja- nesi, þá er ekkert að athuga nema að fara ekki nær en svo sem 100 faðma frá landi, þar til komið er móts við Junkaragerði, syðsta bæ í Höfnunum, þá á bæinn upp frá því að bera í hnúkmyndaða hæð með stöllum utan, sem nefnd er Bæli, og er þar upp og suður í heiðinni, þar til komið er inn á Kirkjuvogssund, og ekki má taka sundið grynnra, þó komið sé norðan að. Sundið byrjar þegar landfast sker, sem nefnt er Svartiklettur og er sunnan við sundið en norðan við Kirkjuvog ber í Keili; á þá að halda dálítið til landnorðurs, þangað til Sundvarðan ber í Keili. Sundvarða þessi er syðst við Ósana, sem liggja inn frá Kirkjuvogi, og sést þar hólmi í Ósunum norðan við og niður undan Sund- vörðunni. Sé hásjávað og brim, er bezt að halda þessum merkjum (þ. e. að Sundvarðan og Keili beri saman) inn í Ósa, en sjáist ekki Keilir, verð'ur að nota Ósrásina milli eyjarinnar og lands, að hún beri i Sundvörðuna; en sé lág- sjávað og góður sjór, verður að þverbeygja við suður í vörina, þegar inn fyrir brimgarð er komið. Eru þá sker á báða bóga. Að sunnan- verðu (á stjórnborða) eru tvö sker, samföst, hið ytra hærra, en hið innra lægra, og á að beygja nálægt í suður laust við lægra skerið, en ekki er gott að fara mjög nærri skerinu, sem er á bakborða, því briminu kastar fremur að því. Á þá nyrzti eldhússstrompurinn í Kirkju- vogi að bera í vesturgaflinn á hjalli, sem stend- ur á hól við sjóinn ofan við vörina, og snýr í austur og vestur, og á að halda því marki inn í lendingu. Þórshöfn er sunnan á móti milli Stafness og Ósanna, og er þar lægi fyrir smá, haffær skip. Miðin inn á Þórshöfn eru að austan Sandfell um bæinn Kotvog í Höfnum, en innsiglingarmiðin er varða, sem stendur á klöppinni upp undan höfn- inni, og önnur varða einstök á aflögum hól uppi í hrauninu. Vörður þessar eiga að bera saman á innsiglingunni alla leið. Hamarssund sunnan við Sandgerði á Miðnesi. Þegar lagt er á sundið, eiga Stafnesshjallar að bera í Skál á Reykjanesi, (sem er kúlu- mynduð hæð með ,dálítilli laut í miðju dálítið 44 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.