Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 4
og enginn afli kominn á land, en einn daginn leit jafnvel svo út, að sjóveður mundi verða næsta dag, og var þá einnig útlit fyrir að fisk- ur væri kominn á miðin. Allir muna hafa búið sig undir að róa snemma næsta dag, og bað ég piltana, sem þá áttu að hita morgunkaffið, að vekja mig nægilega snemma, eða með birt- unni, og gerðu þeir það trúlega og létu mig strax vita, að þó lítið eða ekkert væri farið að birta, væru sumir byrjaðir að róa. Ég fór fljót- lega að líta út, og var þá aðeins farið lítið eitt að birta af degi, en var þó orðið nægilega bjart til þess, að mér virtist austurloftið frem- ur vindlegt, og drakk því kaffisopann í róleg- heitum, en fór svo út aftur. Vo.ru þá aðeins tvö önnur skip í landi auk mín, hinir allir komnir skemmra og lengra á sjó, og þeir fremstu byrjaðir að leggja lóðina, flestir djúpt á Leirnum, og sumir fram af „Brúnum“. Ég fór heim í sjóbúð mína aftur og fleygði mér aftur á bak í rúm mitt, en þá voru flestir há- setarnir komnir í sjóklæðin, og urðu þeir undr- andi, er ég hagaði mér þannig. Ég sagði þeim þá, að við færum ekki á flot að þessu sinni, því kominn væri stórsjór og suð-austan rok hjá þeim er lengst voru komnir, og flestir snún- ir til baka í land, en við skyldum vera við- búnir þegar þeir kæmu að landi, því lendingin í suðurvörinni mundi verða slæm innan lítils tíma. Eftir stuttan tíma voru þrjú skip komin að lendingunni, og fórum við allir í sjóklæði til að taka á móti þeim. Jón á Hlíðarenda var næstur þeim fyrsta, og hafði hann orð á því við mig, að ég mundi hafa snúið fljótt aftur, en ég sagði honum að ég hefði ekki farið á flot. „Það var að vonum“, sagði Jón þá, „þú hefur ekki gleymt að líta í austrið eins og ég í morgun“. Þegar þessi þrjú skip voru lent í Suðurvör- unni, var hún orðin ófær og önnur skip urðu að lenda í Norðurvörinni, en ekkert varð að sök. Auk veðurmerkja á lofti og sjó voru ýmsir merkisdagar og fyrirbæri, er tekið var mikið mark á, og oft reyndust vel, og get ég hér tveggja, sem einkum eru bundin við land frem- ur en sjó. Um miðjan vetur nálægt síðustu aldamótum, var ég á ferð með hesta og kom að Selfossi til Gunnars Einarssonar bónda þar. Hann bauð mér kaffi og hey handa hestunum. Þá var ágæt og hæg hláka eftir harðindakafla, er verið hafði að undanförnu, — logn og þoka, en úrkomu- laust. Þegar Gunnar kom með heyið, hafði ég orð á, að í dag væri góð blessuð hláka. „Það er nú Ijóta bölvað veðrið í dag“, sagði þá Gunn- ar. Ég sagði að mér þætti hann fara ljótum og ómaklegum orðum um veðrið eins og ástatt hefði verið að undanförnu. Sagði Gunnar þá: „Veizt þú ekki hvaða dagur er í dag?“ Ég fór að íhuga þetta og komst að raun um, að það var 25. janúar eða Pálsmessa, og minntist þá hinna gömlu vísna um Pálsmessuna, er margir kunna. „Ef heiðskýrt er og himinn klár o. s. frv.“, og einnig þeirrar seinni. „En ef þokan, óðins kvon, allan daginn byrgir. Fjármissi og fellisvon forsjáll bóndinn syrgir“. Það var þokan þennan dag, sem Gunnari var illa við, það skildi ég, enda varð vorið eftir eitt hið harðasta, og munu margir, sem ekki höfðu næg hey, hafa orðið illa úti með fénað sinn. Síðan, eða nærfellt um 50 ár, hef ég veitt þessu eftirtekt, og komizt að raun um, að vís- urnar um Pálsmessu hafi orðið til fyrir ná- kvæma eftirtekt einhverra á fyrri árum, því það munu flest árin hafa borið svo við, að heið- skýrt veður og himinn klár á Pálsmessunni hafi boðað gott ár, og eins að þokan þann dag hafi boðað vorharðindi. Að síðustu skal ég nefna hér eitt fyrirbæri, sem margir höfðu trú á þegar ég var á ungum aldri. Þegar ég fór um þær mundir vestur yfir Hellisheiði, eða ,,suður“ (eins og það var kall- að) um Jónsmessuleytið á vorin, þá spurðu mig margir eldri menn hvort vatn væri í Fóvellu- vötnunum, eða hvort þau væru þurr. Fóvellu- vötnin eru, eins og margir vita, sléttlendi það, er liggur norður af Sandskeiðinu í stefnu á Lyklafell. Þessi spurning byggðist á því, að því hafði verið veitt eftirtekt, að þurrkasumar yrði ef vötnin voru vatnsfull um Jónsmessuleytið, en rosatíð ef þau væru þurr. 1 fyrra sumar, 1947, voru þau alveg vatnslaus í öllum rosan- um, og þótti það ekki undarlegt þeim, er þessu höfðu áður veitt eftirtekt. I vor, 16. júní, fór ég austur yfir heiði og veitti engu eftirtekt á austurleiðinni, en um kvöldið var gott veður og bjart til vesturs að sjá. Þegar bíllinn með 20—30 farþegum fór niður af Bolaöldu, þá varð mér að orði: „Þetta er fallegt að sjá“. Einn ferðafélaginn spurði mig hvað mér þætti hér fallegt að sjá, og sjálf- sagt hefur fleirum þótt fegurðarsmekkur minn all einkennilegur, því á þessum stöðum er frem- ur hrjóstugt yfirlits. Ég svaraði því, að mér þætti það fallegt, hvað mikið vatn væri í Fó- velluvötnunum, það vissi á þerrisumar. Það var að þessu sinni ekki aðeins vatnsstæði öll, er voru full, heldur og sléttlendi það, sem er á milli þeirra, var sumstaðar þakið vatni. Gamla trúin á þetta fyrirbæri hefur nú sýnt það tvö undanfarin ár, að hún hefur við eitt- 4 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.