Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 11
Fyrir nokkrum árum eignaðist Stýrimannafélag fslands landssvæði austur í Laugardal. Var það ætlunin, að koma þar upp sumarbústöðum fyrir fjölskyldur stýrimanna. Úr framkvæmdum hefur eigi orðið fram til þessa, en nú í janúarmánuði lcomu allmargar stýrimannakonur saman og stofnuðu með sér félag, sem skal hafa það að höfuðmarkmiði, að hrinda þessu máli í framkvæmd. — Mynd sú, sem liér fylgir, er af stjórn hins nýja fé- lags. Stjórnina skipa (talið frá vinstri): Bára Ólafsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigríöur Helgadóttir, for- maður, Hrefna Tlioroddsen, ritari og Friðrikka Sveinsdóttir, gjaldkeri. þá kannski auga á þann punkt, að fyrsta starf- semi félagsins er að gera kaup, kjör og aðbún- aður stýrimanna betri en ella hefði verið, en af því leiðir fyrst og fremst þetta: Sú staða, sem betur er lanuð en hin, verður meira eftirsótt, þess vegna hljóta að veljast betri menn í stétt- ina, því þótt klíkuskapar, sem kallaður er, gæti stöku sinnum, þegar menn eru valdir í stöður, verður það langalgengast, að hæfari maðurinn er tekinn. Þeir hafa verið keppinautar og lagt krafta sína fram, en sá, sem hlutskarpari er og meiri hæfileika hefur, heldur á pálmanum. Þetta hefur þau áhrif, að maðurinn leggur sig allan í starfið, og væi'i svo á mörgum sviðum þessa þjóðfélags, mundi ýmislegt betur fara. En það eru óski-áð lög, sem hjá sjómanninum gilda, að hann verður að duga í starfi sínu, annars eru hans sjómannsdagar taldir. Ekki ber því að neita, að hnefaréttarins gætir þarna að nokkru, en það er víst hið sama og alls stað- ar viðgengst, og er mannlegt talið, enda þykir ekki Ijóður á neinum manni, þótt hann keppi drengilega, með þeim kröftum sem hann hefur, og hafi sigur. Við sjáum kannski annan lítinn depil í starfi félagsins, til dæmis vinnutímann, sem áður var alltof langur. Það er nú orðið viðurkennt, að of langur vinnutími lami starfsþrek, og afköst fáist ekki full, nema vinnutíminn sé hæfilegur. Ellin kemur fyrr, ef líkama og sál er ofboðið, eilíf þreyta breytir lífsglöðum, tápmiklum manni í önugan, þröngsýnan og kröfuharðan segg. Þótt einstaka persóna sé þannig gerð, að finna alla gleði sína í sífelldu striti, og ann sér tæplega hvíldar, eru þó langflestir sem gjarnan vilja eiga dálítinn einkatíma, og þessi V I K I N G U R n

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.