Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 19
bréf nefndarinnar frá 16. jan. svohljóðandi: „Erindi yðar um kr. 50.000,00 styrk til þess að reyna nýja fiskveiðiaðferð með raf- straumum, var ítarlega rætt á fundi stjórn- ar Fiskimálasjóðs 12. þ. m. Stjórnin hafði leitað álits nokkurra manna um veiðiaðferð yðar, en þar eð álit þeirra var neikvætt, taldi sjóðstjórnin sér ekki fært að sinna beiðni yðar að svo komnu máli. Hins vegar hefur sjóðstjórnin áhuga fyrir því að fylgj- ast með ef eitthvað nýtt kæmi fram í máli þessu“. Sama daginn og ég fékk þetta bréf nefnd- arinnar, barst mér upp í hendurnar úrklippa úr amerísku tímariti, sem einhver ónafngreind- ur kunningi minn hafði sent mér. f tímariti þessu var grein um fiskgirðingar með rafmagni og fylgdu með myndir, þar sem sýnt var hvernig rafmagnsgirðingarnar lágu yfir allbreitt vatn. Var þetta hið fyrsta er ég hafði séð um notkun rafmagnsgirðinga til afkróunar fiski. Ég skrif- aði þegar höfundi þessarra fiskigirðinga bréf og fékk fljótlega frá honum svar og upplýs- ingar. Jafnframt sendi ég Fiskimálanefnd svo- hljóðandi upplýsingar um þetta mál: „Ég viðurkenni móttöku bréfs yðar dag- sett 16. jan. 1948, um tilraunir til að girða af fiskveiðasvæði með rafmagni. Sama dag barst mér úrklippa úr amer- ísku blaði, sem einhver hefur sent mér. Segir þar frá notkun rafmagns til að girða fyrir fisk í vötnum og fylgja tvær ljósmyndir. Sýnir önnur myndanna alllanga rafmagnsgirðingu, sem þegar er í notkun. Af þessum upplýsingum ætti að mega ráða, að hér er um raunverulega mögu- leika til fiskveiða að ræða, a. m. k. í straum- vötnum og vötnum, og ef til vill í sjó. Tel ég mjög miður farið, ef hæstvirt fiskimálanefnd vill ekki endurskoða afstöðu sína til þessa máls og fela beztu aðilum að framkvæma, þótt ekki væri nema lítilshátt- ar tilraun, eftir að hafa fengið þessar við- bótarupplýsingar. Ég hefi þegar gert ráðstafanir til að afla nánari upplýsinga frá U.S.A. um fyrirkomu- lag þar, sem ég mun að sjálfsögðu láta nefndinni í té, ef hún óskar þess“. Við bréfi þessu barst mér ekki neitt svar. Félag það í Bandaríkjunum, sem selur raf- magnsgirðingarnar heitir Electric Fish Screen Company, og er í Kaliforníu, en Westinghouse smíðar tækin og má vísa til Machinery Elec- trification, News Letter, Letter No. 42 Dec- ember 10 1947, þar sem Westinghouse gerir grein fyrir Burkey rafmagnsnetinu. I greinargerð Westinghouse segir m. a. í þýðingu: „Rafmagnsgirðingin er gerð til þess að stjórna fiskigöngum og hreyfingu fiska, rækja, krabba, ála o. s. frv. Hún stíflar ekki vatns- rennsli né skaðar fiskinn eins og oft á sér stað með venjuleg net. Westinghouse elektrón rafallinn framleiðir períódisk straumhlaup eða straumskot gegnum elektróðukerfið, eða rafmagnsgirðinguna, sem hangir fyrir því svæði, sem loka á fyrir fisk- inum. Þetta framleiðir rafsvið, sem gefur fiskin- um, sem inn í það leitar, rafmagsslag. Raf- magnsslag þetta verður þeim mun sterkara sem nær er komið elektróðunum — eða rafmagns- girðingunni“. „Rafmagnsgirðinguna má nota til að smala saman fiski í vötnum með því að festa raf- magnsgirðinguna á báta og draga hana áfram með hægri ferð. Pennsylvaniuríkið (Board of Fish Cominiss- ioners, Belleforte, P. a. notar til dæmis þessa smölunaraðferð til þess að reka fisk inn á viss svæði í Pymatuming vatninu. Algengasta notkun rafmagnsgirðingarinnar er að öðru leyti að: 1) Króa fisk í vötnum og vatnsuppistöðum. 2) Skilja fisk eftir stærðum og tegundum í fiskiuppeldisstöðvum. 3) Verja fisk fyrir vatnssnákum og rán- fiskum. 4) Verja baðgesti fyrir hákörlum og öðr- um hættulegum sjávardýrum. 5) Halda fiski og smádýrum frá því að ber- ast í drykkjarvatnskerfi. 6) Halda fiski frá því að berast inn á vatns- túrbínur rafstöðva. 7) Halda rækjum frá því að leita frá upp- eldisstöðvum. 8) Gæta ála. Eins og fram kemur af ummælum Westing- house verksmiðjanna er hægt að smala fiski saman og reka hann með báti sem dregur á eftir sér eins konar rafmagnstroll. Og það er hægt að setja upp eins konar rafmagnsréttir utan um fiskinn þannig að hann getur sig ekki úr þeim hrært. Þetta er einmitt það sem ég lét mér detta í hug árið 1937 og gerði tilraun með 1938. Mér hefur nú enn borizt upp í hendurnar sérprentun um tilraunir, sem gerðar voru árið 1942 af eftirmanni Prófessor Van Deurs, Mog- ens Jul, sem er núverandi forstöðumaður dönsku fiskirannsóknarstofnunarinnar ásamt C. V. Otterström og Frode Bramsnæs. V í K I N G U R 19 L

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.