Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 20
Sérprentun þessi er nefnd: Særtryk af Ber- etning fra den danske Biologiske Station XLVIL 1942 og er um: „Króun fiskjar með rafmagni eða loftslæðu“. Afspærring for Fisk ved Elektricited eller Luftslör. í riti þessu er þess getið, að hugmyndin um að nota rafmagn til þess að króa af fisk, hafi verið sett fram af C. V. Otterström i Fersk- vands Fiskeribladet 1936. Síðan hafi hin teóre- tiska undirstaða þessara möguleika verið at- huguð af Dr. Friedrich Schiemenz og Prófessor Karl Humburg og skýrsla birt í Zeitschrift fíir Fischerei. Því miður hefi ég hvorugt þessara blaða séð og ekki um þau vitað fyrr en nú í sumar. í greinargerð hinna dönsku vísindamanna er ekki minnst einu orði á tilraunir okkar Van Deurs. En í greinargerð þeirra segir m. a.: „Dette og lignende Arbejder bestyrker den Tanke, at det maaske vilde være muligt at for- anstalte Afspærringer for Fisk ved Hjælp af Elektricitet". I þýðingu: „Þetta og svipaðar tilraunir styrkja þá skoð- un, að það væri e. t. v. mögulegt að króa fisk með rafmagni". Það þarf nú hins vegar ekki lengur að vera með neinar slíkar getgátur, þar sem Henry T. Burkey forstöðumaður Electric Fish Screen Company og Westinghouse hafa þegar sett upp margar fiskigirðingar úr rafmagni sem gefa hina beztu raun. Vegna þeirra erfiðleika, sem oft er við að stríða, þegar um merkileg nýmæli er að ræða, hefi ég ekki fram að þessu séð mér fært að kosta úr eigin vasa fé til rannsókna á því, hvernig nota megi rafmagn til fiskveiða hér við land. Virðast möguleikar þessir þó vel þess virði að þeir séu athugaðir. En þar sem ég mun e. t. v. fyrstur manna hafa gert mælingar á áhrifum rafmagns á fisk og sett fram hug- myndir um fiskveiðar með rafmagni, án þess að vita neitt um skrif herra Otterströms um sarna efni, finnst mér það liggja nærri að benda íslenzkum almenningi á þessa möguleika og leiða jafnframt nokkur rök að því, að hér sé ekki um eintómt hugarflug að ræða. Mér er það ljóst, að möguleikarnir til að hag- nýta rafmagn til fiskiveiða eru, eins og öll önnur tækni, komnir undir því að kostnaður- inn borgi sig. Teóretiskt er ekkert því til fyrirstöðu, að togarar geti með rafmagnstrolli, sem veitir til- tölulega litla mótstöðu í sjónum, smalað saman síld og fiski af hafi og rekið eins og fénað inn í girðingar, þar sem unnt er að ausa veiðinni beint upp í verksmiðjurnar. En vegna þess hve rafmagnssviðin virka sterkara á stóra fiska en smáa, er síður hætta á að smáfiski og ungviði tortímist við slíkan rekstur. Rafnetið verkar að þessu leyti eins og venjulegt grófgert net, en er þó með þeim heppilega eiginleika að möskvana má minnka eða stækka eftir vild, með einu handtaki og á einu augnabliki, aðeins með því að breyta spennunni sem hleypt er á! Ég verð að játa, að mér er ekki ljóst hvernig bezt væri að útbúa rafmagnsnet, þannig að þau kæmu að gagni við lokun fjarða, sem fiski- gildrur út frá ströndum eða sem veiðarfæri togara eða snurpinætur. Úr því fæst ekki skor- ið nema með verulegri vinnu og tilkostnaði. Og margvíslegir erfiðleikar koma sjálfsagt í ljós. En hitt er víst, að ef hægt er að varna þorsk og síldargöngum frá því að sleppa út úr fjörðum, eins og t. d. Hvalfirðinum — eða jafn- vel reka síldargöngur með eins konar „raf- magnshvölum“ af hafi og inn á firði, þar sem ausa má upp veiðinni í verksmiðjur og verk- smiðjuskip — þá má slíkur útbúnaður gjarna kosta nokkrar milljónir. Og vel virðist mega eyða nokkrum þúsundum króna til að ganga úr skugga um hvort slíkt er mögulegt. Gísli Halldórsson. Sjómannavers / þínu nafni, ó Jesús, ég ýti nú frá landi. Heilagur drottinn hjdlparfús hlíf oss við öllu grandi. Gef þú oss björg og blessun þín. Bæn, almáttugur, heyrðu min. Hjálp veit í háslca standi. Eftir Einar Bogason frá Hringsdal. Þetta vers hefi ég notað sem sjóferðamannsbæn í um 40 ár sem ég hefi verið formaður. Höfundurinn. 20 V I K 1 N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.