Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 31
Rómantík og veruleiki Willemoes” Mildan og blíðan sumardag stóð ung stúlka úti við Kaupmannahafnartollbúð, alveg niðri við hafnarbakk- ann, og horfði af áhuga gegnum leikhússjónauka á varðskipið „Sjáland", sem bar í heiðan himininn, fán- um skreytt með hina háu yfirbyggingu. Þessi sextán ára stúlka var heilbrigð og elsku- leg og svo önnum kafin við athuganir sínar, að hún tók alls ekki eftir hinu glaða lífi, sem iðaði kringum hana. Hún studdi olnboganum á járngirðinguna og hélt sjónaukanum með báðum höndum fyrir augunum, með athugulan, leitandi svip. Hún andaði djúpt og' tók ekki eftir að vindurinn lék um vangana og hið ljósa hár hennar og feykti annarri löngu fléttunni hennar fram yfir öxlina. Ekki sá hún heldur að lítill, forvitinn hundur var að snuðra að skólatöskunni, som hún hafði lagt frá sér á steinbrún- ina. Hún lét augun reika gegnum sjónaukann yfir allt þilfar freigátunnar, því að enda þótt hún hefði upp- lýsingar um, hvaða hluta skipsins hún skyldi fyrst og fremst athuga, var hún enn ekki svo vel að sér í sjó- mannafræðum, að hún þekkti í sundur skut og stefni, og því leitaði hún eftir skipinu endilöngu. En hinir háu borðstokkar herskipsins földu allt, sem fram fór á þilfarinu. Aðeins vörðurinn stóð á pallin- um, með byssuna í stellingu. Hún hafði nálega gefizt upp, það sýndi ósköp lítil tota, sem hún setti á munn- inn, — en skyndilega hrópaði hún upp yfir sig af hrifn- ingu, roði færðist yfir andlitið, hún brosti og þrýsti hönd að hjarta sér. Loksins hafði hún komið auga á þann, sem hún leitaði að. Á aftara þilfari „Sjálands“ hafði maður einn numið staðar á göngu sinni milli borðstokkanna og stóð nú þar var hugljúft fórn að færa og finna í öllu kærleikann. Fylgi þér til fegri heima friður guðs og miskunn hans, Ingvari mun enginn gleyma allir minnast þvílíks manns Sómamanns mun saknað ví'öa sjómanns daÖ á meöan er viöurkennd, en víst skal bíöa vinur, unz vér tengjumst þér. Jafnaldri. SAGA EFTIR E. JUEL HANSEN við skipshliðina næst landi. Maður gat séð æsku hans á því einu, hvað hann stóð beint og vísvitandi her- mannlegur. — Hvað hann er fallegur — hugsaði unga stúlkan. Og hann var fallegur, lítill, grannur, rauður og hvítur eins og mjólk og blóð, með fíngerðan hýjung á vöng- um og höku, með blá augu og hrokkið hár. Einkennishúfan fór honum vel; glampandi leður- borðinn yfir hægri öxlina, bar hvítskefta rýtinginn dálítið yfir vinstri mjöðminni, og hendurnar klæddar fallegum hönzkum og lúðurinn undir hendinni, allt þetta fannst henni fullkomnunin sjálf, og þegar hún sá hálfmánalagða málmskiltið, sem hann hafði á brjóst- inu, vissi hún, að hann hafði stjórn á hendi á öllu skipinu. Það var að vísu ekki samkvæmt ströngustu reglum, að nýsveinn hefði slíki'i stöðu að gegna. En foringj- arnir voru að borða í matsalnum, og þar sem hinn ungi maður hafði gott af að læra, notuðu þeir sér tækifærið til að láta dálitla óreglu viðgangast. Hann gerði sig svo karlmannlegan, sem ástandið krafðist, hann var ákveðinn í að leysa störf sín af hei^di svo hermannlega sem hann væri liðsforingi, og svo rétt eftir bókstafnum sem hann hafði lært í skól- anum. Hann grunaði ekki, að einmitt nú væri honum veitt athygli, en hann óskaði sér þess, því að djúpt í með- vitund hans lá púki hégómleikans, sem hélt sífellt spegli fyrir augum hans, og hann lét alltaf eftir freisting- unni til að skoða sig í honum. Og myndin, sem hann sá, var sú sama, sem var ljóslifandi í sjónauka telp- unnar og stimplaðist í órólegt hjarta hennar. Því að hann var sá, sem hún dáði og var að hennar dómi karl- mannlegri, fallegri, hugrakkari, en allir aðrir. Hún naut sjónarinnar af allri sinni skólatelpusál. Hún líkti honum í huganum við hetjurnar, sem hún hafði lært um. Fyrst var það Nelson. Nei — hún ýtti honum með háðslegum svip langt í burtu. Herskóla- sveinninn hennar hafði áreiðanlega bæði fallegu augun ósködduð! Niels Juel! Já, nafnið var ágætt, en hann notaði raunar hárkollu og gat þess vegna ekki haft ljóst, hrokkið hár, og hún dæmdi hann strax ónothæf- an. Þá var það Tordenskjöld. Hún dvaldi um stund við hann, en í slíkum stærðarstígvélum var ómögulegt að dansa svo létt og yndislega, sem vinur hennar gerði, og hún andvarpaði. Voru þá allar sjóhetjur ónothæf- ar? Nei, og henni hitnaði við hugsunina, Willemoes, já, V I K I N □ U R 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.