Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 16
bollunum á enskan og kanadiskan markað, en með tiltölulega litlum árangri. Þó kostuðu fiski- bollurnar okkar aðeins þriðjung af því verði, sem íslenzkar fiskibollur kostuðu á sama tíma eða um 55 aura í útsölu kílógrammdósin. Smá- síld okkar í tómatsósu í „kvartdingley" dósum seldum við þá fyrir aðeins 17 aura í heildsölu, en í búðum var hún seld fyrir um það bil 25 aura hver dós. Þetta var vetrarveidd smásíld, frekar mögur, og ekki eins gómsæt og hin feita sumarveidda brislingsíld, sem Norðmenn framleiða. Ég gerði á þessum árum fjölmargar mæling- ar og nákvæm kostnaðaryfirlit yfir niðursuðu ýmiskonar sjávarafurða. Á ég flestar þessara athugana, sem ég hygg að muni vera nokkurn veginn einstæðar, því að það mun óvenjulegt, að svo nákvæmir kostnaðarútreikningar séu gerðir um fiskniðursuðuvörur. Vegna þess að samkeppnin var gífurlega hörð þurfti að spara hvern eyri og halda öllu til haga. Einn eyrir á dós frá eða til gat gert allan mismuninn á því, hvort framleiðslan borgaði sig eða ekki. Til þess að gefa hugmynd um þetta, set ég hér fram einn verðútreikning yfir niðurlagn- ingu á smásíld daginn 12. ágúst 1939. Er hér um frekar dýran dag að ræða, því að fram- leiðslukostnaður hefur orðið rúmir 20 aurar á dós, þar sem um mjög lítið magn var að ræða. Kostnaðarliðirnir eru þá sem hér segir: Kr. Aur/dós. Samt. kr. Kaupverð síldar .... 328 kg. 32,79 1,906 Flutningskostnaður.................. 17,05 0,991 49,84 Tómat ............. 46,84 kg. 26,23 1,525 Olía .............. 16,86 — 9,44 0,549 Sykur ............... 940 gr. 0,40 0,023 Salt ................... 46,84 kg. 3,98 0,231 40,05 Dósir ................... 1750 stk. 117,06 6,806 Kassar ............ 17,2 stk. 7,22 0,420 124,28 Móttaka, söltun ..................... 3,96 0,230 Skurður ............................ 15,69 0,912 Rammalögn ........................... 5,87 0,341 Reyking ............................. 6,85 0,398 Dósalögn ............................ 5,26 0,306 Blöndun tómats og olíu .............. 2,78 0,162 A.ðstoðarstúlkur .................... 8,52 0,495 Eftirlit ............................ 4,69 0,273 Dósalokun ........................... 6,49 0,377 Niðursuða ........................... 5,62 0,327 Fæging dósa og flutningur . . 4,30 0,250 Kynding reykofna ................ 10,60 0,616 Viðbót 4% af vinnulaunum . . 3,22 0,187 83,84 Eldiviður .......................... 21,08 1,226 Kol og uppkveikja ................. 8,67 0,504 Vatn 7,49 0,435 Raforka til véla 0,92 0,053 Ljós 8,20 0,186 3% af vinnulaunum til vátr. 2,42 0,141 43,78 Brottflutningur úrgangs .... 0 341,79 Áætlað 2—1 2% til vélaviðhalds 0,497 8,54 Framleiðslukostnaður samtals 20,367 350,33 Framleiddur fjöldi M Dingley 1729 stk. Framl, kostn. pr. dós. 20,367 aurar. Af þessu yfirliti kemur í ljós, hve lítill hluti kostnaðarins er falinn í sjálfu fiskmetinu, sem niður er lagt, eða aðeins tæpir 2 aurar eða 10%. Verð dósarinnar, sem er tæplega 7 aurar, um- búðanna, tómatsósunnar og vinnulaunanna er langsamlega yfirgnæfandi. Mér var það fljótt ljóst, að til þess að geta keppt við Norðmenn um niðursuðu smásíldar, var nauðsynlegt að leggja eitthvað betra ofan í dósina heldur en hina mögru dönsku vetrar- síld. Ég hafði tekið við stjórn verksmiðjunnar í febrúar 1937, og um sumarið, sem í hönd fór, gerði ég þegar tilraunir til að veiða smásíld, sem gekk inn á Esbjergflóann, þá, eins og oft endranær. Síld þessi hafði aldrei verið veidd að neinu ráði, en gamlir Esbjergfiskimenn höfðu sagt mér að hún kæmi þarna iðulega. Reri ég því nokkur skipti á litlum mótorbát með vönum fiskimönnum, til að leita þessarar smásíldar, og tókst okkur að veiða hana bæði i landnót og fiskigildrur, en mistókst að veiða hana í troll, enda var gangur bátsins mjög lítill og útbúnaður ófullnægjandi. Síld þessi var spikfeitur brislingur. Fitan yfir 20%. Reyktum við hana, hausuðum, slóg- drógum og lögðum í smádósir í olívenolíu og tómat, og þótti hún mesti herramannsmatur. Má því til sönnunar nefna, að þegar venjuleg dönsk niðursoðin síld seldist á 17 aura í heild- sölu og 20—25 aura í smásölu, þá seldist sum- arveidda Esbjergsíldin fyrir ca. 25 aura í heild- sölu og 45—50 aura í smásölu. Síld þessa gaf ég nafnið ,,Sommerbrisling“. Var hún eina danska fiskniðursuðuvaran, sem þótti, vegna sérstakra gæða, hæf til þess að framberast á dönsku veitingastofunni á heimssýningunni í New Yorlc. Var hún til þess kjörin af forstöðu- manninum fyrir Iiotel Nordland á Vesterbro- gade, sem sá um val danskrar matvöru fyrir sýninguna. Þar sem síld þessi er við veiddum í Esbjerg- flóanum, kostaði verksmiðjuna um 20% minna en hin vetrarveidda og horaða síld frá Skagan- um og Limafirði, var augljóst, að allt kapp 16 V l K l N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.