Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 18
gera hana að fyrirtæki, sem borgaði sig. En ég hafði þó framleitt miklar birgðir af margvís- legum niðursuðuvörum, sem seldust fyrir ágæt- isverð þegar stríðið skall á. Mun hagur verk- smiðjunnar því hafa batnað stórlega skömmu eftir að ég lét af stjórn, enda réði ég eftir- manni mínum að flýta sér ekki um of að selja birgðirnar, því verðlag fór þá ört hækkandi. Ég tel mér það nú mikið heillaspor, að hafa flutzt aftur til íslands, áður en styrjöldin hreif Danmörku í heljargreipar sínar. Þegar ég kom heim um áramótin 1939—1940, hafði ég mikla löngun til að halda áfram tilraununum með rafmagnsveiðar. En vegna f járskorts mín sjálfs og getu- eða áhugaleysis þeirra aðila, sem þessi aðferð skiptir mestu máli, gat ekki úr þessu orðið. Lá nú mál þetta í dái um hríð. I september 1946 ritaði ég loks Fiskimála- nefnd bréf eins og hér segir: „Hér með vildi ég fara þess á leit við háttvirta Fiskimálanefnd, að hún taki til athugunar og rannsóknar nýja aðferð til fiskveiða, er mér hefur hugkvæmst. Aðferð þessi byggist á því, að rafstraum- um er hleypt á milli leiðara, sem dregnir eru eða komið fyrir í sjónum á annan hátt. Með aðferð þessari, ef hún reynist hag- nýt, væri hægt 1) að loka síldarnótum að neðanverðu í einum svip 2) að toga með rafmagnsvörpu, er gripi yfir margfalt stærra svæði en venjuleg varpa og næði jafnvel frá botni og upp í yfirborð, því að mótstaða í sjónum yrði sáralítil. 3) að leggja rafmagnsgirðingar (Ruse) frá landi út í sjó, er enduðu í fiskigildru, þar sem safnaðist síld eða annar fiskur. 4) að loka heilum fjörðum fyrir fiski, án þess að straumar fái við ráðið. Til skýringar má geta þess, að mér datt aðferð þessi í hug árið 1937, er ég var framkvæmdarstjóri Ésbjerg Hermetikfa- brik. Bar ég þá hugmynd þessa undir einn fremsta verkfræðing Dana, forstjóra Fisk- eriökonomisk Forsögslaboratorium, prófess- or Van Deurs, er fékk áhuga fyrir henni. Einnig bar ég málið undir prófessor Jörg- ensen við verkfræðiháskólann í Kaup- mannahöfn, en hann er sérfræðingur í raf- magnsverkfræði. Hafði hann ekki heyrt þessarar aðferðar getið og þótti hún at- hyglisverð, en taldi hætt við að þurfa myndi nokkuð mikinn straum. í danska einkaleyfa- safninu fann ég ekkert um þessa aðferð. Framkvæmdum við Van Deurs loks tilraun í Fiskeriökonomisk Forsögslaboratorium og mældum áhrif mismunandi spennu á fisk, er við höfðum í þar til gerðu keraldi. Var árangurinn góður, það sem hann náði. Með því að ég fluttist skömmu síðar til íslands og gafst ekki tækifæri til frekari tilrauna á þessu sviði, en Van Deurs lézt í styrjöldinni, hefur mál þetta legið niðri síðan, eða þangað til nú fyrir skömmu, að ég heyrði frá því sagt af tilviljun, að Þjóð- verjar hefðu á styrjaldarárunum verið farn- ir að gera tilraunir með rafmagnsveiðar. Var það herra verkfræðingur Eiríkur Briem, er sagði mér frá þessu. Varð þetta til þess að ég lagði málið fyrir brezkan rafmagnssérfræðing, er ég hitti nýverið í Bretlandi, og þótti honum það mjög at- hyglisvert og taldi líkur fyrir því, að nota mætti háfrekventa rafstrauma og segul- mögnúð svæði, líkt og gert er við spreng- ingu seguldufla. En hann hafði starfað að útreikningi slíkra segulsvæða í styrjöldinni. Með tilliti til þessa og þeirrar viðleitni, sem nú virðist ofarlega í mönnum hér á landi að reyna að veiða síldina, enda þótt hún vaði ekki, þykir mér rétt að benda hátt- virtri Fiskimálanefnd á þessa hugsanlegu rafmagnsaðferð. Engum ætti að vera skyldara að gera tilraunir til þess að veiða með slíkri að- ferð, heldur en oss íslendingum, sem allt eigum undir fiskveiðum komið. Ég vil taka það fram, að ég hefi ekki sótt um einkaleyfi á aðferð þessari, og að ég er reiðubúinn að leggja fram hugmyndir mínar án annarrar þóknunar en þeirrar, sem Fiskimálanefnd þætti sanngjörn ef að- ferðin bæri árangur, enda væri þá hugsan- legt, að unnt væri að öðlast einkaleyfi gagn- vart öðrum löndurn. Ég vildi loks gera það að tillögú minni, að háttvirt Fiskimálanefnd gefi mér tæki- færi til að skýra mál þetta nánar og að hún feli síðan, ef henni lízt vel á hugmynd- ina, mér og herra rafmagnsverkfræðingi Eiríki Briem, með aðstoð beztu aðila, að láta útbúa tilraunatæki sem prófa mætti í Faxaflóa nú í haust“. Fiskimálanefnd sinnti ekki þessu erindi. Seint á árinu 1947 kom Björgvin Bjarnason útgerðarmaður frá ísafirði að máli við mig. Vildi hann leggja fram töluvert fé til tilrauna með rafmagnsveiðar, ef fé fengist á móti frá því opinbera. Taldi hann að Síldarverksmiðjur ríkisins myndu einnig fáanlegar til að styrkja tilraunir í þessa átt. Ekki varð þó úr fram- kvæmdum vegna áhugaleysis annarra aðila. Við umleitun minni til Fiskimálanefndar barst mér 1B V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.