Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 6
Pálmi Loftsson, síðar forstjóri Skipaútgerðar ríkisins. Þegar á þessum fyrsta fundi var farið að ræða um kjör stýrimanna og með hverjum hætti bezt og vænlegast væri að berjast fyrir því, að Jón Erlendsson. fá þ'au bætt. Eftir allmiklar umræður var sam- þykkt tillaga þess efnis, að leita upplýsinga um kaupgjald og kj arasamninga stýrimanna hjá erlendum félögum, og leitazt síðan við að ná samningum við íslenzk útgerðarfélög. Varð þeg- ar nokkur árangur af málaleitunum þessum, án þess að til þess kæmi, að félagið gerði þá sérstaka kjarasamninga fyrir félagsmanna hönd. Það kom brátt áþreifanlega í ljós, að mikl- um erfiðleikum reyndist oft og einatt bundið að ná félögum saman til fundahalda. Stafaði það af starfi félagsmanna, sem var einkum á millilandaskipunum. Voru þeir því oft á tvístr- ingi út um öll veraldarinnar höf þegar halda þurfti fundi og gera ályktanir. Þótt störf fé- lagsins yrðu allmiklu minni af þessum sökum, en ella mundi, og félagsfundir strjálli, voru þó fundir haldnir jafnan þegar möguleikar voru á því, að ná félagsmönnum saman. Stundum hélt félagið fundi á hinum ólíklegustu stöðum, t. d. eigi allsjaldan í Kaupmannahöfn. Kaup og kjör. Eins og að líkum lætur, voru helztu viðfangs- efni félagsins að fá umbætur á launakjörum stýrimanna. Aðalsamningsaðilinn á hinn bóg- inn var Eimskipafélag Islands, og raunar hinn eini nokkur fyrstu ár samtakanna. Svo er að sjá, sem fyrstu samningar stýri- mannafélagsins við E. í. séu gerðir í janúar- mánuði 1922. Samkvæmt þessum samningum, sem eru fyrstu heildarsamningar stýrimanna hér á landi, var kaupið sem hér segir: Asgeir Jónasson. Lágmarkslaun 1. stýrimanns kr. 450 á mán- uði, 2. stýrimanns 375 kr., 3. stýrimanns 288 kr. — Hámarkslaun 1. stýrim. 525 kr., 2. stýrim. 435 kr., 3. stýrim. 318 kr. Þá var og ákveðið, að sumarleyfi stýrimanna skyldi vera 15 dagar fyrsta árið, og síðan 20 dagar. Á strandferðaskipunum skyldi vera 10% hærra kaup. Ennfremur voru stýrimenn tryggðir fyrir slysum, fyrir 15 þús. krónur, ef slys kynnu að henda þá um borð í skipunum. Þá voru slysatryggingar sjómanna almennt ekki komnar í lög. Ýmsir samningar. Hér á eftir verður í stuttu máli gefið nokk- urt yfirlit um kaup- og kjarasamninga þá, sem Stýrimannafélag íslands hefur staðið að fyrir hönd meðlima sinna. Hinir fyrstu samningar voru að mestu leyti framlengdir óbreyttir til ársins 1925, þrátt fyr- ir vaxandi dýrtíð, og það þótt öðrum stéttum hefði tekizt að bæta kjör sín. Var því verulegt ósamræmi milli launa stýrimanna og annarra skipverja. Árið 1925 hækkaði kaupið. Þá urðu lágmarks- laun 1. stýrimanns 518 kr., 2. stýrimanns 432 kr. og 3. stýrimanns 332 kr. Hámarkslaun urðu: 1. stýrim. 593 kr., 2. stýrim. 492 kr. og 3. stýrim. 362 kr. Önnur hlunnindi héldust óbreytt frá fyrri samningi. 6 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.