Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 33
Inu varð maður að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum, kunna að vega afleiðingar gjörða sinna, og taka réttar ákvarðanir fyrst. En Willemoes, ungur og óreyndur, ályktaði, að ef hann vanrækti nú að gefa verðinum áminningu, mundi hann sjálfur hljóta verra af, og ef hann frestaði á- minningunni, meðan hann tæki sér fyrir hendur það, sem kringumstæðurnar kröfðust, yrði ef til vill allt um seinan. Veslings litli Willemoes gerði nú fyrstu mistök sín sem varðstjóri. Manovar, — hafði nokkur heyi't annað eins? Réttmæt gremja yfir hinu óhæfa orði kom hon- um til að fresta hinu mikilvæga vegna hins ónauðsyn- , lega, og hann setti lúðurinn á munn sér og með spegil púkans litla fyrir augunum setti hann sig í stellingu, gleiður, með vinstri hönd á rýtingnum, kallaði hann — eins og stóð í lærdómnum: „Vörður á fremrapalli!“ Svarið kom um hæl: „Ha-a-llll-o-\v“. Willemoes dró djúpt andann og tónaði: „Það heitir ekki manovar, það heitir herskip". Röddin var ung eins og hann sjálfur, ekki drengja- rödd, ekki heldur múturödd, en fullum þroska hafði hún engan veginn náð. Hann tók lúðurinn frá munninum og ætlaði með nokkru drambi að fara að gefa nauðsynlegar skipanir, þegar svarið við áminningu hans kom frá pallinum. „Ollræt, sir!“ Nú fóru afleiðingar þess, að hafa byrjað öfugu meg- in, að koma í ljós. Mennirnir á þilfarinu stungu saman nefjum og brostu háðslega til Willemoes, sem nú var truflaður og þóttist þurfa að hefja nýja leiðréttingu og frestaði enn nauðsynlegri skipunum. Hann roðnaði undir hýjungnum, þegar honum skild- • ist, að hann var að verða hlægilegur, og þess vegna gerði hann sig reiðan, og án þess að hugsa sig um, kallaði hann aftur gegnum lúðurinn: „Vörður á fremra palli! Það heitir ekki allright, það heitir allt í lagi. Getið þér nú reynt að skilja mig!“ Móður og reiður ætlaði Willemoes nú loksins að hef ja hinar helzt til síðbúnu fyrirskipanir, þegar hann heyrði drynja við, svo að loftið titraði: „Y-e-e-sss, sir!“ Alltof greinilegur hlátur heyrðist neðan af þilfar- inu. Willemoes lá við gráti. Hálfkafnaður af skömm og reiði, bar hann í þriðja sinn lúðurinn að munni sér, og þó það væri erfitt að koma upp nokkru orði, byrj- aði hann: „Það heitir ekki... “. En ósnortinn af öllum leiðréttingum, yfirgnæfði vörð- urinn hann af nokkru virðingarleysi, með hrópi, sem fór eins og stormsveipur yfir afturþilfarið: „Mano-w-a-arinn dregur niður flaggið" og strax á eftir: „Mano-w-a-a-rinn hefur varpað akkeri". Veslings ákafi, bóklærði Willemoes. Nú hrundu allar skýjaborgir fyrir miskunnarlausu höggi örlaganna. Hið óvenjulega langa samtal milli afturþilfars og siglupalls hafði foringjunum í matsalnum fundizt eitt- hvað tortryggilegt. Þeir komu þjótandi út, nokkrir með servietturnar í höndum. Einn foringinn tók þegar við stjórninni, gaf skipanir sínai' í skyndingu og var samstundis hlýtt: „Tilbúnir með flaggið! Dragið upp flaggið! Hornablás- ararnir tilbúnir!“ Hornahljómarnir dilluðu um allt skipið, verðirnir komu hlaupandi með byssurnar í höndunum og stilltu sér upp, og það varð líf og fjör í öllu. Þeir foringjar, sem ekki gátu beinlínis tekið þátt í atburðunum, tóku í stað þess Willemoes til bæna, og í stuttum, gagnorðum setningum létu þeir í ljós skort sinn á hrifningu: „Asni, bjáni, fífl!“ Og Willemoes stóð beinn, og um leið og hann hneigði sig lítillega, bar hann af virðingu og skyldu hanzkaklædda höndina upp að húfunni. Honum fannst hann sneyptur, niðurbeygður, og rang- indum beittur. Eldri foringjarnir höfðu slett sér fram í framkvæmd allra þeirra skyldna, sem hvíldu á hon- um einum sem varðstjóra, og eklci gefið honum tíma. Nú átti hann að auki von á auðmýkjandi ávítun fyrir utan þær athugasemdir, sem hann var heiðraður með núna. Og hann lokaði móðgaður augunum, þegar púk- inn rétti honum spegilinn aftur. Vörðurinn á pallinum skildi þetta og yppti öxlum. Hann átti von á velmeintri sorptunnu strax þegar Willemoes fengi tíma til að hella henni yfii' hann. En sama var honum. Með fullkomnu virðingarleysi og ó- bifandi kæruleysi lét hann þá skamma sig, sem guð hafði veitt það embætti. Og litla stúlkan inn við tollbúðina hafði með hjart- slætti horft á allt saman, heyrt dálítið og skilið á sinn hátt með sínu sextán ára viti, því aðdáun hennar á Willemoes var ótakmörkuð. VIKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.