Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 28
Já, þennan lengst til hægri! Bóndi einn austan fjalls hafði allstórt bú, og var einnig bráðheppinn formaður, bæði með aflabrögð og sjóferðir yfirleitt. Eitt sinn reri hann í talsverðu brimi, og varð að „liggja til laga“ út úr brimsundi. Þegar hann var kominn út á rúmsjó, er sagt að hann hafi mælt: „Það vildi ég, að núna kæmi bakkaflóö, svo merarnar mínar fengju eitthvað að éta“. ★ Eitt sinn kom hann í sjóbúðina til háseta sinna, í stórviðri og ófærum sjó, og sagði við þá: „Öllum er óhætt að fara í kaupstaðinn í dag, því núna rær eng- inn“. Maður af öðru skipi heyrði þetta, og sagði fé- lögum sínum. Fóru þá nokkrir þeirra skinnklæddir út úi' þeirra búð, og þegar bóndinn sá það, þaut hann til háseta sinna og skipaði þeim að skinnklæðast. Þeir höfðu þá að orði, að hann hefði nýlega sagt að núna reri enginn. Er þá haft eftir honum þetta: „Hvað um það, Einar er farinn". Þess þarf ekki að geta að ekk- ert varð úr róðri þann dag. ★ Einhverju sinni var hann að draga stokkseilaða lóð í logni og bátur hans orðinn sökkhlaðinn. Hafði þá einn hásetanna orð á því, að komið væri á bátinn það, sem hann gæti borið, en formaðurinn sinnti því ekki og dró lóðina og innbyrti fiskinn eftir sem áður. Tók þá þessi háseti fyrir að kasta út á bakborða öllum fiski, sem formaður tók inn á stjórnborða. Fiskurinn flaut alla vega kringum bátinn, en formaðurinn veitti því ekki eftirtekt, og dró lóðina til enda. Þegar enda- stjórinn kom inn, sagði hann: „Fiskur á seinasta öngli, meira næst. Skelfing ber blessaður báturinn". ★ Sagt var, að ef hann ekki kom af sjó beint á sund- merkjunum, hefði hann þurft að fara í króka til að finna sundið, stundum. Þrátt fyrir þetta varð hann ÁFRlV aldrei fyrir neinu óhappi í sjóferðum sínum, og var mörg ár talinn afiasæll formaður. Ekki var hann held- ur talinn heimskur, heldur að hugurinn og kappið hafði stundum orðið yfirsterkara gætni og rólegri skoðun hlutanna. ★ Gunnar Sigurðsson frá Selalæk hefur um alllangt skeið gefið út ritið „Islenzk fyndni“, sem mörgum hefur skemmt, enda er þar margt góðra skopsagna af ýmsu tagi. Tólfta hefti þessa sérstæða ritsafns er ný- lega komið út. Hefur útgefandi leyft Víkingi að birta nokkrar sög-ur úr þessu hefti. Fara þær hér á eftir. ★ Séra Skúli Gíslason prófastur á Breiðabólstað var blótsamur og orðhákur. Þegar hann var prestur á Stóra-Núpi, bjó á Skriðu- felli bóndi sá, er Jón hét og var Sigurðsson. Hann var góður bóndi og greindur vel. Hann var einnig orð- hákur mikill. Þeir Jón og Skúli voru aldavinir. Einu sinni ríður Jón í hlaðið á Stóra-Núpi og er að koma í heimsókn til Skúla, en svo hittist á, að hann stendur í bæjardyrunum. Þegar Skúli sér Jón, segir hann: „Nei, kemur þá ekki andskotinn sjálfur". Jón svarar þegar í stað: „Það stendur vel á. Drísildjöfullinn er þá í dyrunum til að leiða húsbóndann til sætis“. ★ Séra Skúli var á yngri árum hinn vaskasti til allra verka og röskur ferðamaður. Þegar hann var á Stóra-Núpi, var sauðfé í Árnes- og Rangárvallasýslu skorið niður vegna fjárkláða. Séra Skúli fór þá ásamt fleiri Sunnlendingum norður í Þingeyjarsýslu til fjárkaupa. Eitt sinn var Skúli staddur í réttum í Þingeyjarsýslu og var að kaupa fé. Hann bölvaði þá svo hressilega, að einum frómum bónda ofbauð og sagði: „Heyrðu! Ert þú ekki prestur?" „Jú“, svaraði Skúli, „en ég skildi prestinn eftir heima“. ★ Séra Skúli fór einhverju sinni í húsvitjunarferð, er hann var prestur á Stóra-Núpi. Hann þurfti að fara yfir Kálfá, en var gangandi. Kalt var í veðri og áin sköruð. Hann fer þá úr sokk- unum og veður ána. Um þetta ferðalag sagðist honum svo: „Þegar ég ætlaði að stíga út í ána, fór allur líkam- inn á stað nema fæturnir". 2 B V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.