Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 26
Hjónin Kristín Magnúsdóttir og Gu'ömund- ur Valdimar Jónsson. Myndin er tekin á gullbrúðkaupsdegi þeirra 3. desember 19Jt8. dóttir ljósmóðir. Kristín ólzt upp með foreldrum sínum þar til hún var 6 ára; þá tók föðurafi hennar, Kristján Oddsson, hana til fósturs, og konu hans, Sigríður Ólafs- dóttir. Með þeim fluttist hún að Núpi í Dýrafirði. Þar ólzt hún upp og fiutti svo með þeim aftur, þegar hún var 16 ára, til Lókinhamra. Þar kynntumst við fyrst og þar opinberuðum við trúlofun okkar. Vorið 1898 fluttum við að Álftamýri, sem vinnuhjú til heiðurs- hjónanna Gísla Ásgreirssonar skipstjóra og Guðnýjar Kristjánsdóttur konu hans, sem þá voru nýbyrjuð bú- skap sinn. Á Álftamýri giftum við okkur 3. desember 1898. Þar eignuðumst við tvö fyrstu börnin, Kristinn og Guðnýju. Á Álftamýri vorum við sem í foreldra- húsum. Hjá Gísla Ásgeirssyni hefur öllum þótt gott að vera, hvort heldur var á landi eða á sjó, og Guðný Kristjánsdóttir kona hans, var ein sú bezta kona er ég hefi kynnzt, sannnefnd kvennaval. Guðný var föð- ursystir Kristínar konu minnar og var henni bæði sem móðir og systir í föðurgarði. Þegar ég íhuga hve mörg ár ég hefi stundað sjó- mennsku, og ef ég tel með 4 ár fyrir fermingu, þá hefi ég baslað við sjóferðir 56 ár, en ef ég tel aðeins frá fermingu, þá eru árin 52. Þess ber að gæta, þegar við tölum um árafjölda, þá er mikill hluti þessara tölu ekki 12 mán. sjómennska. Mörg árin af þessari tölu ekki nema 7 og 8 mánuðir af hverju ári. Það er ekki fyrr en vélaöldin kemur til sögunnar, að ég stundaði sjó allt árið. Þegar ég á að hluta það í tvennt, hvað mörg ár ég var stýrimaður og hvað mörg skipstjóri, þá brestur mig minni. En eftir því sem mig minnir bezt, þá mun ég hafa verið 13 ár stýrimaður, skip- stjóri 31 — skipstjóri og stýrimaður 44 ár samtals. Við hjónin fluttum frá Álftamýri að Aðalbóli við Lokinhamra 1901. Frá Aðalbóli til Bíldudals 1903, til Reykjavíkur 1904, aðeins 3 mánuði, eins og áður getur; höfum því átt heimili á Bíldudal síðan 1903. 12 börn eignuðumst við, 4 misstum við í bernsku, 4 hurfu okk- ur yfir landamærin á æskuskeiði, þrír synir og ein dóttir. Á fyrra helmingi hjúskapartímabils okkar var stund- um þröngt í búi, en kona mín hafði alla kosti til að bera, sem móðir, er þarf að annast mörg börn, sam- tímis því að hún var afburða hagsýn, sparsöm, þrifin og dugleg. Sú kona, sem eignast 12 börn, elur upp til fullorðinsára 10, hefur aldrei notið hjálpar annarra fyrri en dætur okkar fóru að létta undir með henni, — sú kona, sem þannig vinnur, hefur skilað mikilli og blessunarríkri vinnu. Ég læt hér staðar numið að þessu sinni, en hefi á- kveðið að senda Víking eitthvað af því markverðasta úr sjómennskustarfi mínu. Ég held að það gæti orðið ungum mönnum bending. Til Gullbrúðhjónanna Kristínar Magnúsdóttur og Guðm. V. Jónssonar, skipstjóra á Bíldudal. Til cjulls er lcenndur þáttur þeirra Kjóna, sem þrek og djörfung geymdu hálfa öld. Hve sælt að mega þeirri gyðju þjóna, sem þessi getur boðið máttarvöld. I gulli sæmdar, gulli góðra verka, í gulli sannrar tryggðar skal það sjást. I gulli manndóms lifir stofnsins sterlca hin stolta eigind, sú er aldrei brást. Hve sælt að fá ei séð í gegn um tjaldið, sem sviðið liylur, hvað sem lcoma skal. Hver gæti oft þeim ógnarsköpum valdið, sem örlaganna þungi sjónum fal ? Nei eilíf, eilíf vizkan veit og skilur, hvað veikir lcraftar mannsins borið fá. Því þökkum vér að þannig tjaldið hylur þann þátt, sem enginn veit né flúa má. Vér lítum yfir langa æviveginn, og launin eftir dagsins harða stríð. 26 VIKI N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.