Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 25
Hefur stundaö sjóinn í 56 ár: Guðmundur Valdimar Jónsson T----------------------------------------- / desemhermánuði s.l. liéldu hátlðlegt gullhrúðlcaup sitt hjónin Kristín Magnús- dóttir og Guðmundur Valdimar Jónsson á Bíldudal. Víkingnum var það kunnugt, að Guðmundur Valdimar var um langt skeið stýrimaður og skipstjóri við ágætan orðstír, og fór þess því á leit, að hann segði dálítið frá því, sem á dagana hefur drifið. Brást Guðmundur vel við og kemur hér nú yfirlit um ævi hans og störf. Síðar má vænta þess, að Víkingur geti flutt frásagnir þessa mæta manns af sjómannslífinu, cn af þeim vettvangi hefur hann vafalaust að segja. — Ritstj. Ég, Guðmundur Valdimar Jónsson, er fæddur 20. október 1875, að Hofi í Dýrafirði. Foreldrar mínir voru Jón Olafsson, Jónssonar bónda á Auðkúlu í Arn- arfirði og Kristín Guðmundsdóttir, Halldórssonar, bónda Meðaldal í Dýrafirði. Eins og hálfs árs gamall fluttist cg með foreldrum mínum að Tjaldanesi í Arnarfirði, en þriggja ára var ég tekinn til fósturs af hjónunum Gísla Oddssyni 'og Guðrúnu konu hans, er bjuggu þá í Lokinhömrum. Þar ólst ég upp til tuttugu ára aldurs, þá fluttu þau til Akureyja á Breiðafirði. Ég byrjaði ungur að fara á sjó, eins og það var kallað í gam’a daga; fóstri minn, Gísli Oddsson, hélt ætíð uppi sumarróðrum milli vertíða vor og haust, og stundaði þá oftast sjálfur, hafði með sér fullorðinn mann og mig þann þriðja. Veiðarfæri voru handfæri og haukalóð og fiskaðist oft mikið af lúðu og skötu. í Lokinhömrum var mannmargt, tíðast nær 30 mahns í heimili, og þurfti þess vegna að afla matar daglega. Eg var 10 ára er ég byrjaði þessa sumarróðra með fóstra mínum. Strax eftir fermingu fór ég til sjós, eins og það var kallað, stundaði þilskipasjómennsku upp frá því, komst fljótt að stýrimannsstarfi, og hefði sennilega orðið fljótt skipstjóri, máske of fljótt, en ég hafði ekki aflað mér skipstjóraréttinda. Ég sá mér það ekki fært, ég var kvongaður og eignaðist börnin ótt, en efnahagurinn mjög svo þröngur. En Pétur J. Thorsteinsson ■og Hannes B. Stephensen, sem þá voru ráðamenn á Bíldudal, sóttu um undan- þágu handa mér og var þeim gefinn kostur á að und- anþágan fengist, ef ég færi í Stýrimannaskólann, lærði frumatriði stýrimannafræðinnar, að hagnýta áttavita og kort, og kynni höfuðatriði siglingareglanna. Með umsókninni um skólavist handa mér, voru send cinhver hin beztu meðmæli er nokkurn tíma hafa send verið, mörgum sinnum betri en ég átti skilið. Skóla- frá ýmsu athyglisverðu og eftirminnilegu ----------------------------------------i vistin fékkst, þótt ég kæmi ekki í skólann fyrr en seint í nóvember, þvi haustvertiðina mátti ég ekki missa. Ég vildi allt til vinna. Við hjónin tókum upp egg og hreiður að mestu leyti og fluttum til Reykjavikur, mig minnir að ég kæmi í skólann 18. nóvember, og var ég settur í miðdeild. Skólinn byrjaði venjulega 1. október, en þar sem ég kom svona seint, þá varð ég utanveltu. þar sem ég gat ekki fylgst með neinum. Það var mér mjög óþægilegt, enda stóð hnífurinn fastur í kúnni. Ég komst ekkert áfram. Guðmundur Kristjánsson frá Meðaldal var kennari við skólann. Ég bað hann að taka mig í tíma á kvöld- in; hann sagðist hafa svo marga pilta i tíma, að sér væri ómögulegt að bæta mér við, hann vísaði mér til manns, sem ég mundi geta fengið tilsögn hjá. Það var Ottó Þorláksson skipstjóri. Hann tók mig í tíma og reyndist mér sem bezti bróðir. Honum á ég það mest og bezt að þakká, sem ég gat numið. Ljúfmennið Páll Halldórsson var þá skólastjóri. Ég er sannfærður um, að honum hafa brugðizt vonir um mig, ég reyndist ekki annar eins gáfunnar garpur og meðmæli þau, er með mér voru send, gáfu tilefpi til að ætla. Af skólanum fór ég 12. febrúar, jafnt og þeir, sem fóru og ætluðu ekki að ganga undir próf það skólaár, og var því hlutur minn frekar lítill. Ég reiknaði tvisvar frumatriðin og lauk við þriðju aðferð í korti. Með þetta veganesti, þótt lítið sé, hefi ég duflað á öldum hafsins. Ég hefi stundum hugsað um það, hvort mér mundi hafa farnazt betur formennskan ef ég hefði verið próflærður, og hefi ég komizt að þeirri niður- stöðu. Ef ég hefði þar fyrir ekki vanrækt að einbeita athygli og eftirtekt að smáu sem stóru, þá hefði meiri lærdómur verið mér ávinningur. Kona mín, Kristín Magnúsdóttir, er fædd 17. ágúst 1879 á Sellátrum í Tálknafirði. Faðir hennar var Magnús Kristjánsson skipstjóri, móðir Sigrún Olafs- V I K I N G U R 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.