Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 23
Árið 1700 var mikið hallærí um land allt sök- um aflaleysis. Mest dó þá af búsetufólki, sem bændur höfðu safnað að sér til að fleyta skip- um sínum. 1802. — Harðinda-ár; þá var fisktekja sums staðar, einkum fyrir norðan og mik- il síldargengd í Eyjafirði. 1813. — Fiskafli nokkur fyrir Jökli; enginn nyrðra, lítill syðra; þá voru hin mestu sveitarþyngsli, svo að 300 niðursetur voru ráðstöfunarlausar á Innnesjum. 1861. — Vetrarvertíð hin bágasta við Faxa- flóa, austan fjalls vertíð nokkuð betri. Þá var fengið 14 þúsun|d króna lán handa bjargþrota fólki á Suðurlandi. 1877. — Fiskileysi hið mesta allt árið við Faxaflóa. Var safnað gjöfum víða um land handa nauðstöddum mönn- um í fiskileysissveitum. Læt ég þessi dæmi nægja máli mínu til sönn- unar og get jafnframt vísað til eymdar og vol- æðis almennings hér á landi á einokunartíma- bilinu, þegar hvorki var hægt að fá trjávið í báta né hamp eða snæri til veiðarfæra. Viöreisn og nýsköpun atvinnuveganna ófram- kvœmanleg, ef útflutningur sjávarafuröa bregst eöa stöövast. Ekki hefði verið um neitt viðreisnartímabil sjávarútvegsins að ræða, og engin „nýsköpun" hugsanleg, ef ekki hefði landsmönnum safnast allmikill auður, sökum sölu og útflutnings ís- lenzkra afurða, einkum sjávarafurða. Eru þannig fengin óhrekjanleg rök fyrir því, að við íslendingar eigum einir réttinn til fisk- veiðanna í heimahöfum okkar samkvæmt fram- angreindum niðurstöðum í grein Árna Friðriks- sonai’, og því rétt að svara spurningunni fram- angreindu um siðferðilegan rétt okkar, öðrum þjóðum fremur til fiskveiðanna í hafinu kring- um ísland, játandi. En um leið og þessi niðurstaða er fengin, er sjálfsagt að gera sér það ljóst, að öll fiskimiðin á landgrunninu kringum ísland munu tæp- lega meira en svo nægja okkur sjálfum til at- hafna og veiða, þegar skipastóll landsmanna með nútíma tækni er orðinn það stór, sem þeg- ar er fyrirhugað hjá útgerðamönnum sjálfum, ríkisstjórn og Alþingi. Fiskiveiöar útlendinga í heimaliöfum íslend- inga veiöiþjófnaöur. Lítum sem snöggvast á, hvar í flokki þjóðir VÍKINGUR þær ienda hjá Árna Friðrikssyni, sem fiskiveíð- ar stunda hér við land. Bretar eru í 3. fk, því þeir stunda fiskiveiðar í annarra höfum, sjálf- um sér til fæðu, og sama má segja um togara- veiðar annarra stórþjóða í hafinu kringum fs- land. Auk þess sem þessi veiði er hallærisráðstöf- un, naumast samboðin menningarþjóð, er hún heimaþjóðinni, sem fyrir þessum ágangi verð- ur, stórhættuleg með því, að útlendingar geta fyrr eða síðar gjörsamlega urið upp og eyði- lagt fiskimið heimalandsrns. f lægsta flokkinn, eða nr. 4, koma Norðmenn, Svíar og Færeyingar, því að þessar þjóðir fiska til útflutnings í höfum okkar. „Þessa tegund fiskveiða verður að telja óeðli- legasta, ómannúðlegasta og eigingjarnasta“, segir Árni Friðriksson í framannefndri grein sinni, og ég er honum algjörlega sammála, því með slíkum veiðum er beinlínis verið að taka brauðið frá okkur, sem það að réttu lagi eigum, aðeins í gróðaskyni fyrir sjálfan sig. Þetta er því hreinræktaður veiðiþjófnaður. Landlielgin meö öllu ófullnœgjandi. Þýðir ekkert í þessu sambandi að vísa til þess, eins og ýmsir útlendingar í viðtölum við mig hafa gert, að við eigum landhelgi og innan hennar séum við óáreittir. í fyrsta lagi sækja útlend veiðiskip inn í hana, þegar færi gefst og þau þora, en það mun vera æði oft, sökum hinnar ófullkomnu land- helgisgæzlu. Og í öðru lagi er laudhelgin svo stutt út frá landi, að nýtízku vélskip, með þeim ganghraða, sem nú er á slíkum skipum, eru 9—10 mínútur að sigla þenna spotta og tæp- lega það. Verndun fiskistofnsins. Enn er ótalin ein veigamikil ástæða til þess bæði að stækka íslenzku landhelgina og verja hana eftir föngum, og máske sú, sem bezt bítur á útlendinga, en það er verndun fiskistofnsins, bæði í Norður-Atlantshafi og Norður-íshafinu. Það er löngu viðurkennt af þeim fiskifræð- ingum, sem dómbærastir eru í Norðurálfu um slík mál, að friðun Faxaflóa eða hluta hans, sé eitthvert sjálfsagðasta og nauðsynlegasta spor, sem stigið verði til verndunar fiskklakinu eða ungviðinu í Norðurhöfum, og því sérstaklega aðkallandi. Þeir hinir sömu menn, eða nokkrir þeirra, halda því og fast fram, að í öllum fjörðum og flóum Islands séu óvenju góð skilyrði fyrir fisk- seyðin að alast upp og geymast, unz þau ná 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.