Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 43
merkur hefur því jafnan verið haldið fram eins og kunnugt er, að Island hafi verið hluti af Noregsríki [þ. e. þjóðfélags], og síðar hluti Danmerkurríkis [þ. e. þjóðfélags] til 1. desember 1918, þótt það hefði sér- stöðu um lög og stjórn innanlands. Prá sjónarmiði Danmerkur ætti þá þessi útlenda hennar, Grænland, að hafa orðið upphaflega eign íslands líka sem hluti Danmerkurríkis eftir 1721“. Hér sýnir Einar, að hann er óvitandi um það grundvallaratriði þjóðaréttarins, að réttindi og skyldur samkvæmt honum öðlast þjóð- félögin sem þjóðaréttarlegar persónur. Hefði ísland glatað fullveldi sínu að réttum lögum og það gerst fyrir 1721 (og réttur þess yfir Grærilandi verið glataður áð- ur) og ísland skilið við Danmörk 1918, sem danskur landshluti, myndi mér sýnast ráðlegt að leita fangs á Grænlandi með einhverju öðru úrræði en lagastafn- um. En svo segir Einar, að það muni koma út á eitt og hið sama, þótt skilningur íslendinga á fullveldis- rétti lands síns um aldirnar væri réttur! En svo kennir Einar, að Island hafi glatað þessu „meðdrottinvaldi" við gerð Sambandslaganna 1918. Hann segir (bls. 83), að samkvæmt tilhlutun annars brots Sjálfstæðisflokksins [þ. e. eftir kröfu Bjarna frá Vogi], hafi sameinuð fullveldisnefnd gert tvö upp- köst að samningi um samband Danmerkur og íslands, og í öðru þeirra [2. gr.[ hafi staðið þessi klausa: „ís- land heitir því, að leyfa Færeyingum fiskveiðar í land- helgi íslands um X ára skeið, gegri atvinnurekstri Is- lendinga á Grænlandi". Þetta tóku þeir 4 menn, er Al- þingi nefndi til samninga við samningamenn Dana hér 1918, í uppkast sitt, er þeir lögðu fyrir Danina. Vildu dönsku samningamennirnir ekki fallast á þetta. Lætur Einar nú í ljós ótta um, að í þessu felist upp- gjöf eða afsal íslands á „meðdrottinvaldi" þess yfir Grænlandi, og ritar á bls. 84—85: að jafnvel þótt „ekki finnist afsal á rétti til Grænlands í sambandi við Sambandslögin eða í sambandi við þau, þá gæti ég trú- að því, að því yrði haldið fram af hálfu Danmerkur, ef til kæmi, að Grænlandi hafi verið afsalað með þögn- inni eða jafnvel óbeinlínis með því, að fara fram á at- vinnuréttindi þar til handa íslenzkum þegnum, en gera hins vegar engar frekari kröfur til landsins. Danir munu segja, að Alþingi hefði, nú, er ísland varð sjálf- stætt ríki, átt að slá varnagla um Grænland, ef það hugsaði sér að gera kröfu til coimperiums yfir því með Danmörku. Þó að erfitt sé að segja um það með vissu, hversu þungt þetta atriði mundi verða á metunum fyrir milliríkjadómi, þá er líklegt, að það yrði að minnsta kosti talið veita sterkar líkur fyrir því, að ísland hafi þá ekki hugsað til að krefjast Grænlands eða jafnvel, að Danmörk „hafi með því verið veitt full ástæða til að treysta því, að slík krafa kæmi ekki síðar fram“. Mér, og sjálfsagt fleirum, mundi kærkominn sannur fróðleikur um það, hveniig þingnefnd geti skuldbundið landið með uppkasti, er hún gerir, eða samninganefndin fyrir utan borð sitt. Öllum mönnum var og ljóst, hvað Bjarni frá Vogi vildi fá framgengt með þessari uppá- stungu, þ. e. að komast inn í Grænland og halda frelsis- baráttu Islands þar áfram! Birtist uppgjafarvilji í því? Mér væri og full þörf á að fá að vita, hvernig Island ætti að geta glatað rétti sínum með þögninni, meðan það hafði ekki utanríkismál sín í eigin hencíi og gat ekki sótt þau út á við. Mér væri og full þörf á að vita, hvernig Danmörk gæti gert kröfur til ís- lands um breytni við sig samkv. þjóðarétti, meðan Dan- mörk viðurkenndi ekki, að Island væri aðili í þjóða- réttinum, en beitti það löglausu ofbeldi, íhlutun, og taldi það vera hluta úr Danmörku. -—• Og það, hvernig hugur íslands var í þessu máli, fengu Danir að heyra í sam- þykktum almenns borgarafundar í Reykjavík 1923, skip- un Grænlandsnefndar þá og í síðari aðgerðum Alþingis og landsstjórnar í Grænlandsmálinu. Er Einar er þannig búinn að afneita og afsanna all- an og sérhvern rétt íslands, svo að enginn danskur „íslandsvinur" myndi hafa gengið öllu lengra, þá legg- ur hann í lokin til, að Island geri „tilkall til landsins fyrir norðan Scoresbysund [þ. e. fjörðinn Öllumlengri] á geirakenningunni", sem ekki er þjóðaréttur og ómögu- legt er að fá dæmt eftir! Bezt hefði verið, að þessi ritsmíð Einars hefði mátt liggja í þagnai'gildi. En það, að valdamiklir menn hafa nú gert hana að stefnuskrá sinni í Grænlandsmálinu og beitá sér fyrir því, að landsstjórn og þing geri hið sama og fyrirgeri á þann hátt dýrmætustu lífsréttind- um þjóðar vorrar, hefur knúið mig til andsvara. Það er til þessara manna, að gagnrýni minni er beint. Jón Dúason. ★ ^tnœlki Nýir stafir höfðu verið málaðir yfir kirkjuna. Þar stóð: „Kirkjan er hlið til himins". Meðan framhliðin var að þorna eftir málunina, var hengdur þar upp bréf- miði með þessum orðum: „Gerið svo vel og farið hina leiðina". ★ Frú Jónsson kemur í heimsókn til Sveinsson. Lítil telpa, dóttir frú Sveinsson, opnar dyrnar. Frú Jónsson: Er mamma þín heima? Telpan: Já, hún á hálfgert von á þér. Áðan sagði hún við vinnukonuna, að líkast til myndi fjandinn reka þig hingað í dag. ★ Pétur: — Hvernig skemmtuð þið ykkur í sumarleyf- inu? Páll: — Ágætlega. Við fengum 30 krónur fyrir tómu flöskurnar. ★ Trúboðar meðal eskimóa áttu lengi vel erfitt með að láta áheyrendur skilja bænarorðin: „Gef oss í dag vort daglegt brauð“, þar eð eskimóar þekkja e,kki til brauð- - áts. Þeir neyddust því til að víkja við orðum og segja: „Gef oss í dag vorn daglegan sel“. ★ Útgefandinn: — Þessi saga yðar er gölluð. En ég skal greiða há ritlaun fyrir sakmálasögu, þar sem lesandinn sjálfur er morðinginn. V í K I N G U R 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.