Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1949, Blaðsíða 22
ist svo, sem hann sé einfær um að stunda veið- arnar í hafinu kringum Islanid, og að tæplega séu fleiri skip á setjandi, a. m. k. ekki útlend- ingar. En hvað blasir svo við flotanum okkar, þegar hann leggur út? Útlendu veiöiskipin veröa aö hverfa af íslandsmiöum. Á vetrar- og vorvertíðinni mæta honum svo hundruðum skiptir af útlendum togurum og á sumarvertíðinni, eða réttara sagt á síldveiði- tímanum fyrir Norðurlandi, snúast gegn honum og keppa við hann 300—400 útlend síldveiði- skip, flest norsk og sænsk, en færeyzkum skip- um er dritað um sjóinn hingað og þangað allan tíma ársins eða mestan. Landlielgisvarnirnar sama og engar. Og til þess að verja okkar litlu, afskömmtuðu landhelgi gegn þessum óvíga flota útlendinga, eigum við eitt varðskip, sem farið er fast að eldast og að missa ganginn, móts við þá gang- miklu unnarjóa, sem í seinni tíð er hleypt af stokkunum. Því til aðstoðar eru svo nokkur gangtreg vélskip, sitt með hverjum gangi og sitt af hverju tagi. Nú er að vísu von á einu nýju varðskipi eftir tvö ár, og gott að vita til þess, að forráðamenn þjóðarinnar eru farnir að rumska, en mér er spurn: I hvað á að sauma á meðan ? Svari þeir ábyrgu, ef þeir geta. En nú er komið að þungamiðju þessa greina- flokks, komið að þeirri spurningu, sem ég hefi ekki treyst mér til að svara fyrr en allt var tínt til, sem að framan er sagt, en spurningin er þessi: Eiga, íslendingar nokkurn siöferöilegan rétt öörum þjóöum fremur til þess aö sitja einir aö veiöum i hafinu kringum ísland? Áður en tilraun er gerð til þess að svara spurningu þessari sérstaklega fyrir okkur ís- lendinga, vil ég taka upp úr athyglisverðri grein eftir fiskifræðing okkar, Árna Friðriksson, hvernig hann svarar almennt spurningunni, en greinina er að finna í 3. tbl. Ægis, 40. árg. 1947, og heitir: Nokkur orð um fiskiveiðar og rétt- irjdi til fiskiveiða“, og hljóðar niðurlag grein- arinnar þannig: ,,Ef nú verður dregið saman í sem fæstum orðum það, sem að framan hefur verið sagt, komumst við að þessari niðurstöðu: I. Fiskveiðar í heimahögum eiga sér mis- munandi háan rétt, eftir því, hvers eðlis þær eru. 1. Sjálfsagðastar og eðlilegastar eru fisk- veiðar í heimahöfum til eigin afnota. 2. Fiskveiðar í heimahöfnum til útflutn- ings aflans eru rétthærri en aðrar fisk- veiðar (nema 1.). Þetta byggist á því, að: a) Auðæfi sjávar eru landfræðilega séð hluti af auðlindum næsta lands. b) Framtíð og velsæld landsins kann að vera komin undir þessum auð- æfum og landið aðeins með góðu móti byggilegt af því og meðan þeirra nýtur við. c) Hér er um að ræða haganlegustu skiptingu þeirra hráefna, sem í sjónum eru, og tryggingu fyrir beztu nytjum þeirra. Síður hætta á, að þjóð arðræni sín fiskimið ein, en í félagi við aðra. 3. Fiskveiði í annarra höfum til heima- nota aflans er hallærisráðstöfun, eigi samboðin framtíðar menningarheimi. 4. Fiskveiðar í annarra höfum til fjár (útflutnings) eiga ekki að þrífast nema sem alger undantekning. II. íslendingum er áhugamál að fá þessi sjón- armið viðurkennd, vegna þess að það er vitað um íslenzku fiskistofnana, að: 1. Þeir þola sumir ekki meiri veiði en þá, sem á þá var sótt á árunum fyrir styrj- öldina. 2. íslendingar eru mjög bráðlega sjálfir einfærir um að taka úr þeim svipað magn“. Þó aðeins hafi ég hér að framan stiklað á stærstu steinunum í frásögn minni um fiski- veiðarnar við ísland frá fornu og fram til þessa (dags, kemur í ljös, svo ekki verður um deilt, að fiskveiðar hafa ekki síður en landbúnaður verið strax frá landnámstíð aðalatvinnuvegur landsmanna, og að ísland er tæplega byggilegt land, ef fisk tæki frá. Hallœri, þegar sjórinn brást. Séu söguspjöld okkar lesin með athygli, bæði fornsögur, árbækur og annálar, upplýsa þau, að ætíð, þegar sjórinn brást, kom hallæri. Skulu hér fáein dæmi tilfærð: I Grettissögu segir svo: „Kom hallæri svá mikit á íslandi, at ekki hefir meira komit, þá tólc af nálega allan sjávarafla“. I Sturlungu segir, að til landauðnar hafi horft við ísafjörð árið 1236 „áðr fiskr gekk upp á Kvíamið". 22 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.