Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1954, Side 12
ur það í hálfa stöng, en ég brölti út að borð- stokknum, ríf af mér húfuna, veifa og hrópa, eins og kraftar leyfðu. Báturinn veitti okkur von bráðar athygli, og beygði í áttina til okkar. Var þetta lítil skúta frá Seyðisfirði, eign Þor- steins kaupmanns Jónssonar. Nefndist hún „Haabet“, og var að leggja út á handfæraveiðar. Þegar er skipstjóri skútunnar frétti um matar- skort okkar, bauðst hann til að bæta þar úr eftir föngum, og lét okkur hafa nokkuð af hinum nauðsynlegustu matvælum. Enga greiðslu vildi hann þiggja fyrir hjálpina. Kvöddum við síðan þennan dáðadreng og báðum guð að blessa hann og skipverja hans. Næstu nótt hélzt enn sama lognið. Rann nú upp laugardagurinn fyrir hvítasunnu, hinn 2. júní. Þegar birti, tók ég eftir því, að farið var að skjóta upp skýhnoðrum yfir suðvesturfjöll- unum. Vissi ég af reynslu, að þetta var órækt merki um suðvestanátt. Sagði ég fagnandi við félaga mína, að nú fengjum við bráðum gott leiði. Tóku þeir því dauflega og lögðu auðsjáan- lega engan trúnað á orð mín. En nokkru fyrir hádegi var komin suðvestan gola, og var stefn- an nú tekin í norðaustur. Fór vindur vaxandi um kvöldið og nóttina, og skreið skipið óðfluga. Við Guðmundur áttum vakt þessa nótt. Tókum við vakt kl. 12 á miðnætti, og var Engey þá stödd djúpt út af Glettinganesi. Á var frískur suðvestan vindur og algerlega sjólaust. Eitt rif var í stórsegiinu. Höfðum við orð á því við skipstjóra, áður en hann fór niður, að leysa úr rifið. Ekki tók hann undir það og stakk sér undir þiljur. Við fengum þó hina til að hjálpa okkur við að leysa úr rifið og slá undir millum- klýfi. Fóru þeir svo niður, en við Guðmundur urðum tveir eftir á dekki. Leið okkur nú prýði- lega. Við tókum strikið yfir Héraðsflóa, frítt fyrir Kollumúla. Vindur fór vaxandi. Skútan hallaðist nokkuð mikið, og vorum við hálfpart- inn farnir að sjá eftir því að hafa tekið úr rifið. Hinu var þó ekki að neita, að þetta var skemmti- leg sigling og forsvaranleg, ef ekki hvessti öllu meira. Engey skreið vel. Þegar kom á opinn Vopnafjörð harðnaði vind- ur enn til muna, svo að þetta var, satt að segja, orðin heldur glæfraleg sigling. Skipið beinlínis þaut áfram. Stóð svo norður á móts við Bakka- fjörð. Þá fór heldur að lægja, en ekki meira en svo, að enn var hraðbyri. Nú voru fyrir nokkru komin vaktaskipti. Hinir bærðu ekki á sér. Skeyttum við því engu og létum þá sofa. Klukkan sex á hvítasunnudagsmorgun fórum við fyrir Langanestá. Vöktum við nú félaga okk- ar og fórum því næst niður. Þegar kom inn með Langanesi gerði hérumbil logn. Við Guðmundur tókum aftur vakt kl. 8. Jakobi var sagt að sjóða fáeina kjötbita, sem við höfðum fengið hjá skipverjum á „Haabet". Voru þeir fimm talsins, einn á mann. Skyldi nú hafa þá til hátíðabrigðis. Klukkan um hálf-tólf spyr Guðmundur, hvort mér sé ekki sama þó ég sé einn uppi fram að vaktaskiptunum, sig sé farið að langa í kjötbit- ann sinn. Kvað ég það velkomið. Skömmu seinna komu þeir upp, Fúsi og Kobbi og leystu mig af. Þegar ég kom niður sátu þeir skipstjóri og stýrimaður einn hvoru megin við borðið. Sá ég strax að Guðmundur er næsta þungur á brún. Ég lít á borðið, þar er enginn matur, aðeins tómir diskar og nöguð bein. — Hvar er kjötbitinn minn?, spyr ég. Guðmundur verður fljótur til svars. — Þér er bezt að leita að honum í vömbinni á skipstjóranum. Ég stóð við borðsendann, og sá að skipstjóri leit á mig með kaldhæðnis-brosi. Ég segi ekkert, en reiðist heiftarlega, rek skipstjóra utan undir með flötum lófa og fylgi svo fast eftir að hann lognast útaf á bekkinn. Guðmundur rekur upp tröllahlátur og segir síðan: — Þetta áttirðu skilið, og þó að meira hefði verið! Skipstjóri reis bráðlega upp, nuddaði kjamm- ann, sagði ekkert, en hraðaði sér upp. Nú var nálega komið logn. Vorum við allan hvítasunnudaginn og næstu nótt að berjast við að komast inn með nesinu. Að morgni annars í hvítasunnu er ég frammi á dekki að losa bönd- in af skipsbátnum. Guðmundur var aftur á við stýrið. Sé ég þá að skipstjóri kemur upp og fer að tala við Guðmund. Ekkert heyrði ég hvað þeir ræddust við, þar til Guðmundur brýnir allt í einu röddina og segir: — Hræddur er ég um að Stefán verði þér þungur, þó að þú fáir okkur hina til að þegja. Gæti þá svo farið að dagar þínir sem skipstjóri væru taldir. Eftir litla stund sé ég að skipstjóri kemur fram á til mín. Ég læt sem ég sjái hann ekki. Hann tvístígur fyrir aftan mig um hríð. Mér verður litið út undan mér til Guðmundar. Sé ég að hann glottir og kinkar kolli. Leggur skip- stjóri því næst höndina á öxl mér og segir lágt: — Viltu fyrirgefa mér þetta í gær. Ég sný mér harkalega við, staðráðinn í því að svara ónotum. En um leið og ég leit framan í skipstjóra, var mér öllum lokið. Upplitið var svo hörmulegt, að ég sárvorkenndi honum. — Ég skal fyrirgefa þér það. En þau eru orðin nokkuð mörg, asnastrikin, sem þú hefur gert í þessari ferð. 106 VÍKINEUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.