Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 3
komust í niðurníðslu og margar eyðilögðust al- gjörlega. Babýlon, Níníve, Týrus, Sidon og margar aðr- ar frægar stórborgir eru nú horfnar eða ekki nema nafnið eitt.1) Róm var milljónaborg, þeg- ar ekki var önnur byggð á bökkum Tempsár og Signu — þar sem Lundúnar og París eru nú, — en kofar á víð og dreif, bústaðir þeirra manna, sem fiskuðu í ánum eða höfðu dýraveið- ar að aðalatvinnu. Eru þessir viðburðir ekki ærið umhugsunar- efni ? 1 trúarbrögðunum hefur fiskurin frá upphafi haft mikla þýðingu. Sumar kynkvíslir Babýlon- íumanna höfðu þá trú, að áður en guð skapaði heiminn hafi allt verið haf, „en guð, sem var fiskur í hafinu, skapaði þurrt land. Poseidon, með þrítentu hvíslina — guð fiskanna, — bjó í sjónum í dýrmætri höll úr skínandi gulli. Nor- ræna goðafræðin gefur í skyn, að goðin hafi fiskað, og Þór, hinn sterkasti af ásunum, borð- aði síld til dögurðar. Þannig segir hann frá í „Hárbarðsljóðum" í Sæmundar Eddu: Át ek í hvíld áður heiman fór síldur ok hafra. Prestar Egypta fóðruðu hin heilögu dýr með fiski úr Níl. Gyðingar ortu lofsöng um fiskinn sem viðurværi. Kristur gerði kraftaverk með brauði og fiski, og ein af mikilverðustu fyrir- skipunum krinstindómsins er boð um að borða fisk. Maður heyrir þegar hjá Sóloni og Platoni, að sterkir menn koma frá sjávarsíðunni. Herodot, Tocitus, Strabo og fleiri rithöfundar í fornöld segja hið sama, og kemur það vel heim við rann- sóknir seinni tíma. Kyros Persakonungur sagði, að í frjósömum héruðum, þar sem lítið þyrfti að hafa fyrir lífinu, yrði fólkið framkvæmda- lítið og kaufaralegt. Hann hefði eins getað sagt, að fólkið væ?-i duglegra og framtakssamara í þeim byggðarlögum, þar sem mikill væri fisk- ur. Keltarnir fórnuðu til vatnsguðanna, og Pers- arnir leyfðu engum að óhreinka fljót né fiski- vötn, en veittu þeim hina mestu virðingu. Líkr- ar tilfinningar verður vart hjá hinum danska 1) Stóru fljótin Eufrat og Tigris hafa alltaf borið út í Persneska flóann leðju og leir meira og meira. Á hverju ári bætir leðjan úr fljótinu 115 fetum við megin- landið. Borgin Spacinus Cranus, sem á dögum Alex- anders mikla var fast við sjóinn, er nú 12 mílur inni í landinu, og rústirnar af Eridu, elztu kaldversku hafn- arborginni, er 35 mílur frá sjónum. Folkenes Historie I, bls. 121. lærða fornfræðingi Spærling, þar sem hann seg- ir, að gnægð fiskjar í sjó og vötnum séu ein af mestu gæðum Norðurlanda".1) Teutotes var hinn mikli guð gallversku þjóð- arinnar. — I ár og stöðuvötn var kastað gulli og silfri, sem fórn til guðanna. — Rómverski yfirkonsúllinn Servillius Culpio, sem árið 106 fyrir vort tímabil var sendur til Gallíu móti Cimbrum, hreinsaði leðjuna úr þessum heilögu vötnum. Á þann hátt fann hann gull- og silfur- mola, sem voru meira en einnar milljónar kr. virði.2) Mörg skáld, hugfangin af veldi hafsins, hafa lofað það í ljóðum sínum. En þeir hafa ekki, eða mjög ógreinilega, lýst hinni afarmiklu þýð- ingu hafsins fyrir mennina eða fyrir lífið í heild sinni. Þó hefur norska skáldið Björnstjerne Björnson í einu af kvæðum sínum líkt strönd- um Norvegs við brjóst móðurinnar. Þessi ágæta samlíking getur átt við um öll héruð á strönd- um Norðurlanda, eyjar og hólma, þar sem fólkið hefur haft ofan af fyrir sér mestmegnis með afurðum úr sjónum. Lýsir þetta ekki allt saman sömu, sterku til- finningunni, lotningu fyrir hinum frábæra krafti, sem þjóðirnar óraði fyrir að væru til í sjónum, þó.þær þekktu ekki víðtæki hans? XVI. Fiskur og aðrar sjávarafurðir hafa verið aðalviðurværi strandbyggjanna. Það hefur verið tekið fram, að það er ekki lítill munur á því viðurværi, sem notað er dag- lega til matar hjá strandbúum og sveitafólkinu. Þannig hefur það alltaf verið, og er fyrst og fremst undir staðháttum komið. Dagleg nautn fiskmetis hjá hinum fyrrnefndu, en jurta- og landdýrafæða hjá hinum síðari. Frásögn fornra rithöfunda ber heim við þetta. Strabo getur oftar en einu sinni um matar- æði hjá þeim kynstofnum, sem hann talar um, og manni skilst helzt, að hann geti þess sér- staklega, sem að einhverju leyti er frábrugðið meginreglunni. Þannig ritar hann, að „meðal Babýloníumanna séu þrír kynflokkar, sem ekki borði annað en fisk“, og um Egyptana segir hann líka, að sumir þeirra „lifi eingöngu á fiski“. Um sveitafólkið segir sami rithöfundur, að „þeir, sem eiga heima uppi á hálendinu, lifi mjög einföldu lífi, þeir drekki eingöngu vatn og borði mestmegnis geitakjöt“. Það geta ekki verið skiptar skoðanir um það, 1) Landsdommer G. L. Baden: Kobenhavn 1805, bls. 3. 2) Fr. Funch-Brentano: Frankrig-s Historie. Koben- havn 1826, bls. 40. VÍ Kl N Q U R 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.