Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1955, Page 14
svo miklu, að það myndi svokallaðan vatnslás, sem hindrar olíuna í að renna út um vatnsopið. Olíunni, sem á að skilja, er veitt inn í kúluna um svokallað dreifiop (A), og streymir hún því næst upp um plötustaflann (B) (diskana) í gegnum göt á þeim. Hreinsunin fer nú fram í plötustaflanum. Öhreinindin, sem eru þyngst, slöngvast út í kúl- una og leggjast á útveggina. Vatn, sem vera kann í olíunni, þrýstist inn í vatnslásinn og pressar tilsvarandi vatnsmagn út úr kúlunni yfir hinn svonefnda stillihring (C). Jafnvægi verður að vera í kúlunni. Það vatn, sem þangað kemst inn, þrýstir sama magni út úr henni. Olían leitar að sjálfsögðu einnig út í kúluna vegna miðflóttaaflsins, en mætir vatnslásnum og hleðst upp inn við miðja kúluna, þar til hún sleppur út um afrásina við (D). Þegar olíu er hleypt á og byrjað að skilja, sést að vatn tekur að renna út um vatnsrásina. Þetta er eðlilegt, því olían þrýstir út nokkrum hluta af vatnslásnum þar til jafnvægi er náð milli vatns og olíu í kúlunni. 1 fínhreinsunarskilvindunni er aðeins ein af- rás frá kúlunni, þ. e. fyrir olíuna, og enginn vatnslás. Á neðsta diskinum er ekkert upp- streymisgat, og leitar því olían ailveg út í kúl- una, þar sem mestur þungi miðflóttaaflsins mæðir á henni. Torhreinsuð óhreinindi, sem ekki Fínhreinsari (2). hafa náðzt í forhreinsuninni, slöngvast nú úr olíunni og setja sig á kúluveggina. Auk þess að neðsti diskurinn á skilkallinum er gatlaus, er fínhreinsiskilvindan frábrugðin í því, að eng- inn háls er á yfirplötunni (1), en í þess stað er stillihringur með hálsi (2). Er hvort tveggja fest í kúluna til þess að tryggja, að olían, sem út úr kúlunni fer, komi inn í móttökulokið fyrir olíu. Grófhreinsi- og fínhreinsiskilvindurnar eru, að kúlunni fráskildi, að öllu leyti eins gerð- ar með sams konar undirstöður, dráttarvél og móttökuloki. Eins og skiljanlegt er, verður olían, sem kem- ur í fínhreinsiskilvinduna, að vera laus við allt vatn. Sé nokkurt vatn í henni, safnazt það fyrir úti í kúlunni, og þegar hún er full, fylgist það með olíunni út, án þess að skiljast frá. Við hreinsun á þungolíu, er það nærtækasta lausnin, að leiða olíuna fyrst í for- eða gróf- hreinsara, sem skilur vatnið og mestan hlutann af óhreinindunum úr henni. Dæla henni síðan í aðra skilvindu, sem fínhreinsar hana. Á mynd (1) er sýnd með nokkrum línum upstilling á hreinsikerfi fyrir þungolíu. Til þess að sýna, að óhjákvæmilegt er að tví- hreinsa olíuna, er meðfylgjandi tafla. Er til- J 52 VIKINQUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.