Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Blaðsíða 7
um 12 um nóttina lögðustum við á Siglufirði eftir harða útivist. Um morguninn var ökla- djúpur snjór á þilfarinu. 1 þessu veðri fentu hestar í Fljótum auk heldur sauðfé. Stórir snjó- skaflar voru á Siglufirði og víða var meira en hnéhár snjór fallinn bæði á Eyjafirði og Siglu- firði. Daginn eftir að við komum inn, komu nokkur norsk síldarskip inn á Siglufjörð, sem láu úti í veðrinu. Voru þau öll meira og minna havaríuð. Mun þetta hafa verið eitthvert versta byrjun snyrpinótaveiði fyrir Norðurlandi. Eins og réttilega er frá sagt í Síldarsögu Matthíasar Þórðarsonar, eru togararnir Atlas og Albatros, eigandi konsull Falk í Stavanger, fyrstu skipin, sem veiða síld í snyrpinót hér við land sumarið 1904. Man ég vel þegar Albatros kom inn hing- að til Akureyrar og lagðist við Innri-hafnar- bryggjuna með fyrstu síldina, 250 tunnur, skip- stjóri Mannes, sem hann tók vestur við Horn. Síldin var söltuð á Þórsnesi, á landsöltunarstöð Síldarlöndun og síldarsöltun d Akureyri. veður, sem komið hefur hér norðanlands á þess- um tíma, um 25. ágúst. Við áttum um 200 uppsaltaðar síldartunnur um borð í skipinu, sem við höfðum aflað það sem af var þriðja túrnum. Gat ég fengið fyrir þær reknetaúthald, sumarbrúkað, hjá einum Norð- manninum, sem var að hætta og fara heim. Voru þetta 40 brúkleg net, tróssa, belgir og stertar eða uppihöld tilheyrandi. Lögðum við svo út frá Siglufirði í fjórða túrinn á fjórða degi frá því við komum inn á Siglufjörð. Veðurfar fór nú að verða óhagstætt og við ragir við að leggja net í sjó ef veðurútlit var ekki gott, því okkur lang- aði alls ekki til að losa okkur við úthaldið aftur, enda ekki færir um það. Síldin var nú öll gengin á djúpmið og mjög mishitt. Fóru nú Norðmenn- irnir að hætta veiðum og týnast heim. Eftir rúma viku hættum við. Höfðum sama sem enga veiði fengið í þau tvö skipti, semvið lögðum net í sjó. En ég vil bæta nokkrum upplýsingum við um Magnúsar Kristjánssonar kaupmanns, seinna al- þingismanns. Var þetta nálægt miðjum júlí. Matthías Þórðarson segir ennfremur í Síldar- sögu sinni, að Augúst Flygenring kaupmaður í Hafnarfirði sé fyrstur innlendra manna sem rak síldveiðar með snyrpinót sumarið 1905 á gufu- skipinu Leslie. En þess er hvergi getið í Síldar- sögu Matthíasar, að það eru fleiri skip en Leslie, sem ganga á síldveiðar með snyrpinót þetta sum- ar, 1905. Því var ég sjónarvottur að. Árið 1905 keyptu bræðurnir Þórarinn og Ottó Tulinius gufuskipið Súlan af Konráð Hjálmars- syni kaupmanni á Mjóafirði. Gerðu þeir hana út á síldveiðar með herpinót frá Akureyri þetta sumar. Fyrsti skipstjóri Súlunnar með herpinót var Norðmaðurinn Viland. Var hann veiðifor- maður líka eða nótabassi eins og það var kallað þá. Stýrði hann Súlunni samfleytt í sex sumur á síldveiðum með herpinót, eða frá 1905 til 1910 að báðum sumrum meðtöldum. 119

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.