Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Qupperneq 10
ur skip sáu heldur ekki síld. Loks sáum við torfu út af straumnesi og köstuðum í hana, en lítill afli, svo voru smátorfur nokkru norðar. Við köstuðum í eina, en fengum aðeins 10 mál. Skipstjóri var nú orðinn leiður á lífinu úti fyrir Aðalvík og hélt upp úr hádeginu rakleiðis austur á Húnaflóa, hafði og fengið skeyti um töluvert af síld þar, en þó enn meira af hafís, sem undanfarið hafði lagt ýmsar hömlur á siglingar um utanverðan flóann. Við vorum því dálítið spenntir fyrir því, hvernig ferðin mundi ganga, þó að ég reyndar þættist orðinn tölúverður „íshafsfari“ eftir ferð- ina á „Þór“. Út af Straumnesi við hafsbrún var þykkur þokubakki, en heiðskírt og norðan-gola austur með landinu. Við þurftum ekki að bíða lengi eftir ísnum, því að það sást þegar á snjó- hvíta kollana á jöklunum út af Hælavíkurbjargi, 10—12 sjómílur undan landi, og þegar við kom- um álíka langt á hinni vanalegu stórskipaleið SA af Hor-ni, varð fyrir okkur all-þétt ísbreiða og fyrir innan hana dreifðir smájakar. Við sigldum meðfram breiðunni milli hinna dreifðu jaka inn- an við hana og sluppum vel, því að undan Dröng- um hvarf breiðan, en hraflið náði inn undir Selsker (Ingólfsfjörð). Komum við kl. 8 inn í Reykjarfjarðarmynnið til þess að hafa tal af „Arinbirni hersi“, sem var kominn þangað á undan okkur. Hitinn í sjónum þarna inn með Ströndunum var ekki nema 5—6° og í lofti aðeins 4—5°, samtímis því, sem sjávarhitinn í Djúp- mynninu mun hafa verið 9—10°. Þessi kólnun var óefað af völdum íssins. Kl. 11 um kvöldið komum við í Steingrímsfjarðarmynnið og lágum um nóttina undir Drangsnesi, sem er uppvaxandi vélbáta-sumarverstöð yzt á Selströnd. Við höfðum séð nokkrar smáar síldartorfur inni með ísnum, en gátum ekki við þær átt, með fram vegna nálægðar íssins. Lengra inn með voru að vísu allstórar torfur uppi hingað og þangað, en síldin var óróleg og illt að ná henni, var óðar komin niður en kastað var, þó var nokkuð af smá átu við yfirborðið. Síðari hluta næsta dags héldum við inn á innanverðan flóann „inn fyrir skerin“, þ. e. Vatnsskerin, þar sem oft er mest um síldina, en sáum enga síld. Varð því úr, að við fórum rakleiðis inn að óspakseyri í Bitru- firði og lögðumst þar við akkeri undir miðaftan. Erindið þarna inn var aðallega að gefa skip- verjum kost á að tala við sína nánustu í Reykja- vík og nágrenni, því að á Óspakseyri er símstöð, en í Hesteyrarfirði aðeins loftskeytastöð á Hest- eyri (og á skipunum), og því hafði enginn þeirra talað heim, síðan þeir fóru heiman að seint í j.úní. Að vísu er Óspakseyri aðeins 3. flokks stöð og lokuð kl. 5 e. m., en stöðvarstjórinn er greið- vikinn maður og Skallagríms-menn, að mér virt- ist, vel séðir gestir þar á bænum, kaupa þar oft ýmislegt (stöðvarstjórinn er líka kaupmaður og bóndi), bæði ætt og óætt, einkum hið fyrrtalda. Það efaðist því enginn um, að stöðin mundi verða opnuð, þó framorðið væri. Þá er við höfðum étið kvöldmat, steig skip- stjóri, stýrimaður, yfirvélstjóri, bátsmaður og margir aðrir í annan nótabátinn og var nú róið upp að eyrinni og gengið á land. Niðri við sjávar- húsin var enginn maður og var því gengið í þéttri fylkingu, en með fullum friði eftir renni- sléttu túninu til bæjar. Hittum við fyrst hús- freyju, sem tók á móti gestunum, sérstaklega skipstjóra, með mikilli alúð og bauð öllum hópn- um til stofu. Þágu það allir, sem ætluðu að fóna, og ég. Svo kom húsbóndinn, stöðvarstjórinn, og það var engin fyrirstaða á því, að reyna að fá samband við Reykjavík enda þótt hún væri harð- læst samkvæmt reglunum. En vegna þess, að stöðvarstúlkurnar í höfuðborginni munu ekki hafa átt von á kalli úr þessari átt á þessum tíma dagsins, voru þær nokkuð heyrnarsljóar lengi vel, enda þótt nafn Reykjavíkur væri ákallað 20 —30 sinnum með rómi, sem reyndi jafnt á hljóð- himnur okkar, hljómplötu fónsins og raddbönd stöðvarstjóra, og gæti ég trúað því, að hann hafi verið hás morguninn eftir. Loks kom Reykjavík, og nú byrjaði samtalið, fyrst skipstjóri við Reykjavík og svo hver af öðrum, 8—10 manns, með svo mikilli háreysti og innskots-hringingum og númeratilgreiningum, að ég fékk meira af því en ég gat borið og hypjaði mig því út á tún, dásamandi þolinmæði og góðvild landssímastúlkn- anni í Reykjavík, og fyrirgefandi öllum síma- stúlkum yfirleitt það, sem þær kannske einhvern tíma hefðu á annríkri stundu reynt á þolinmæði mína. Loks var þessi messugjörð úti, og safnaðist þá allur hópurinn saman úti á túni með þeim ásetn- ingi að efna til einhverrar skemmtunar þar á túninu, sem var rennislétt og nýslegið. Það gat verið um bændaglímu, að ríða til páfans eða aðr- ar gamlar og góðar vermanna skemmtanir að ræða, en flatneskja túnsins og víðátta réð mála- lyktun: kapphlaup. Geystust bráðlega fram 5 þátttakendur. Franz litli á sínum eldrauðu sjóara- bússum, einn ungur kyndari, hjálparkokkurinn og tveir hundar af bænum. Þótti hjeppum heldur en ekki upphefð að þessu og nutu þess sýnilega. Þreyttu þátttakendur lengi skeiðið, svo að ekki mátti á milli sjá. Loksins reif Franz sig fram úr hinum, svo að hann náði markinu (þ. e. túngarðinum) fyrstur allra og fékk fyrstu verðlaun (almennt lófaklapp), næstir voru hundarnir báðir (2. verð- laun, ,,bein“), en síðastir kyndari og kokkur og voru dæmdir ekki verðlaunaverðir. Klukkan 4 næsta morgun var létt og hald- ið út í flóann aftur, og vaknaði ég um miðs- morgunleytið inni undir Miðfjarðarmynninu, en ekki auðnaðist mér að sjá Hvammstanga, þann fræga stað, sem auk þess er víst eina kauptún 122

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.