Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Síða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Síða 15
Og undir þögn þeirri, sem á eftir fór, sá hann í huganum sömu mynd og skipstjórinn. Hann sá mynd af nýbyggðu 5000 smálesta skipi, útbúið með öllum nýtízku þægindum, sem lagði af stað í reynzluför undir hljóðfæraslætti og veifandi fánum. Þessi mynd hafði verið leiðarstjarna þeirra mörg undanfárin ár, sem þeir höfðu starf- að hjá þessu litla tveggja skipa fyrirtæki, án nokkurar vonar um framgang, og nú.leit loksins út fyrir, að þessi draumur ætti að rætast, því þeir höfðu heyrt, að nýja skipið yrði tilbúið að hlaupa af stokkunum, næst þegar þeir kæmu til Danmerkur. Loks gætu þeir afhent hina gömlu og hóstandi „Olympíu" í hendurnar á yngri mönnum, sem litu bjartsýnis augum á framtíð- ina. Ánægðir yfir að fá yfirmannastöður, þótt á gömlu skipi væri. En þeir uppskæru verðug laun, langrar og trúrrar þjónustu. „Ennþá getur margt komið fyrir“, sagði skip- stjórinn, eins og hann læsi hugsánir stýrimanns- ins. „Ef við ekki högum okkur eins og englar í þessari ferð . . . og það gildir bæði um yfirmenn og undirmenn, þá er mjög sennilegt, að við fáum aldrei að sjá nýja skipið, öðru vísi en á mynd- um“. „Við verðum að aðvara skipshöfnina", sagði stýrimaðurinn ákveðinn. „Það var einmitt það, sem ég hafði hugsað mér“, svaraði skipstjórinn. „Það er bezt að kalla þá hingað strax. Ég er ekki hrifinn af að þurfa að gera það en það er engin önnur leið til að bjarga málinu“. Það var nú kallað á bátsmanninn og málið skýrt fyrir honum. Hann lofaði að tala við skips- höfnina í fullri alvöru, og nokkru síðar kom hann til baka með þau skilaboð, að skipshöfnin stæði að öllu leyti við hlið skipstjóra síns, og mundi fara eftir óskum hans að öllu leyti. En þeir tóku þó fram, að þeim þætti sanngjarnt að fyrir að þurfa að sitja svo lengi á strák sínum, fengju þeir eins konar verðlaun, til að lífga upp á til- breytingaleysið í lúkarnum. Það mundi vera vel þegið, að þeir fengju til dæmis eina flösku af wisky á dag í hvern borðsal á meðan á ferðinni stæði. „Eru þeir sjóðandi vitlausir“, hrópaði skip- stjórinn, „það eru 120 flöskur samtals, hver ætti að borga það, ef ég má vera svo djarfur að spyrja?“ „Væri ekki hægt að setja þær á risnureikn- inginn?“ spurði fyrsti stýrimaður. „f staðinn“, sagði bátsmaðurinn skuldbindum við okkur til eftirfarandi: Aldrei að blóta, þegar við erum á þilfarinu. Að raka okkur minnst ann- an hvern dag. Aldrei að skamma matsveininn, þótt kaffið sé kalt, eða baunirnar viðbrenndar. „Og ekki að hlaupa um þilfarið á nærbuxunum“, bætti fyrsti stýrimaður við, sem engu gleymdi. Skipstjórinn hafði ekki um neitt að velja, því hann þekkti skipshöfnina, og hann vissi því hvers hann mátti vænta af henni. Þessvegna fékk hann 10 kassa af wisky til viðbótar, og var búið að ganga frá öllu, er farþegarnir komu um borð. Fyrsti stýrimaður hafði verið kvíðafullur í sam- bandi við burtför skipsins, því venjan var sú, að ýmsar upphrópanir áttu sér stað, þegar farið var úr höfnum, sem tæpast eru prenthæfar. En skipshöfnin stóð að öllu leyti við gefin fyrirheit. Það var allhvasst, þegar komið var út fyrir hafnarmynnið, og farþegarnir kusu að dvelja í „salnum“, þar sem þjónninn bar þeim sódavatn og smákökur. Á stjórnpalli óskuðu menn hver öðrum til ham- ingju með hina góðu byrjun, og annar stýrimað- ur lýsti því yfir, að kona prédikarans væri langt frá því að vera það greppitrýni, sem hann hafði ímyndað sér, þvert á móti reglulega snotur frúar- hnáta, sem hefði verið reglulega yndisleg sem stýrimannskona. „Já, flott er hún“, viðurkenndi fyrsti stýri- maður, „en tókstu eftir augum hennar. Þau fengu mig til að minnast kennslukonunnar, sem ég hafði í fyrsta bekk“. En hann hikaði dálítið og bætti við, „en ég verð þó að viðurkenna, að ekki er hægt að bera útlit hennar og kennslukonunnar saman“. „Ég sá ekki í augu hennar“, sagði annar stýri- maður, „en ég sá vangasvip hennar og baksvip, ja, biddu fyrir þér, það er kona í lagi“. „Ég vona bara“, sagði fyrsti stýrimaður fast- mæltur, að þú í allri ferðinni gleymir ekki, hvaða þýðingu framkoma þín gagnvart henni getur haft í sambandi við nýja skipið. Aðvörunin var ekki að ástæðulaus, því annar stýrimaður var ungur og blóðheitur og áleit sjálfan sig ómót- stæðilegan og mikið kvennagull, þrátt fyrir það veittist honum ekki erfitt daginn eftir að hafa stjórn á sjálfum sér, þegar prédikarafrúin kom á stjórnpallinn. Samt sem áður var hún mjög freistandi í útliti, með sitt síða og fagra hár, og í hinni alltof þröngu peysu, en eins og fyrsti stýrimaður hafði bent á, þá voru augu hennar mjög einkennileg, þrátt fyrir hinn fjólubláa lit þeirra, þá höfðu þau eitthvert sérstakt blik, sem helzt minnti á röntgengeisla, og það fyrsta, sem hún gerði var að ganga beint að skipstjóranum og hrifsa vindilinn úr munni hans. „O svei attan“, sagði hún og kastaði honum í sjóinn. Síðan sneri hún sér að honum með eng- ilblik í augum og sagði: „Ég get blátt áfram ekki þolað að sjá stóran og hraustan mann eins og yður eyðileggja heilsu sína með svona eitri. Og ef þér hugsið yður vel um skipstjóri, þá munuð þér sjálfsagt viðurkenna, að það sé mjög heimskulegt að eyða peningum sínum í slíkan óþverra, er það ekki rétt?“ Framhald á bls. 1A0. 127

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.