Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1957, Page 17
un ægði Hollandi. Síldartorfurnar fluttu sig yfir Norðursjóinn til strandar Englands. Það, hversu langt var að sækja á miðin, voru smámunir einir, en hið sorglega mikilvægi þessa var geysi- legt. Hollenzku fiskimennirnir, er nutu verndar herskipa, eltu síldina og lögðu iðulega netum sínum örskammt frá strönd Eng- laríHs. Auðvitað mótmæltu Englendingar þessu, en þó kom aldrei til teljandi vandræða af völdum þessa. Þá bar Grotíus, einn af frumkvöðlum alþjóðalaga, er hugðist treysta og tryggja aðstöðu Bv. Jörundur veiSir jafnt síld ,\ið NorSurland og í Norðursjó. 'ÍLDARSAGAN Hollenzkt síldveiðiskij). lands síns, fram þá kenningu, að höfin og auðæfi þeirra væru frjáls öllum þeim, sem um þau gætu siglt. Þannig var lagður grundvöllur að afnota- rétti allra af höfunum og auðæfum þeirra. Englendingar áttu þess engan kost að vísa kenningu þessari á bug, enda þótt Karl fyrsti legði bann við því, að útlendingar fiskuðu innan landsýnar Englands. En til þess að hann gæti staðið við þetta valdboð sitt þurfti hann á flota að halda, og þar eð ríkisfjárhirzlan var tóm, neyddist hann til þess að grípa til hins illræmda skipaskatts, er vakti mótmæli Johns Hampdens og fleiri. Þrátt fyrir þá staðhæfingu konungs, að hér væri aðeins um að ræða endurnýjun á skatti þeim, sem lagður hafði verið á landeigendur árið 1007 til þess að byggja flota, er stökkva skyldi Dönum á brott, varð óánægjan, er þessi ráðstöfun vakti, ein orsök borgarastyrjaldarinnar á Eng- landi, að því er talið er. En er hér var komið sögu, hafði Holland gerzt voldugasta þjóð Norðurálfu. Það er talið, að á seytjándu öld hafi verzlunar- og fiskifloti- Hol- lendinga numið tveim þriðju hlutum hinna tutt- ugu þúsunda skipa, er til voi’u á meginlandinu! En viðhoi'f þessi bi’eyttust á ríkisstjói’nardögum Cromwells. Hann braut yfiri'áð Hollendinga á bak aftur með lögum þeim, sem hann kom á árið 1651 og mæltu svo fyrir að fiskur skyldi aðeins fluttur til Englands og nýlendna þess með ensk- um skipum. Herskipafloti Englands nam þá 65 skipum, og það hafði hinum mikilhæfasta flota- foringja á að skipa, þar sem var Robert Blake. Eftir tveggja ára baráttu, þar sem valt á ýmsu, varð England sigux-vegari og lagði grundvöll að flota sínum. Þegar Karl konungur annar kom til valda, var flotinn enn aukinn, og enda þótt verzlun heims veldisins væri fyrst og fi’emst í höndum séi’lejrf- isfélaga, varð ekki um það efazt, hver mátti sín mest á vettvangi síldveiðanna. Hann hélt fast við stefnu Cromwells og efldi sjávarútveginn sem mest til þess að tryggja flotanum dugandi sjó- menn á hverjum tíma. Aðeins enskum skipum var leyft að flytja síld til enskra hafna, og sér- hvei’ju veitingahúsi landsins var gert að gi’eiða sérstakan skatt til Hins konunglega fiskveiða- félags Stóra-Bretlands, svo og að kaupa að minnsta kosti eina tunnu síldar ár hvert. Skipum, sem stunduðu síldveiðar, voru veitt sérstök vei'ð- laun. Þjóðverjar hafa hagnýtt síldina mjög í hern- aðarþágu. Þeir notuðu hana til framleiðslu spi’engiefnis. Úr hundrað og tuttugu síldum fæst sprengiefni, sem nægir í lftið tundurskeyti. En auk þess unnu Þjóðverjar margvísleg önnur efni úr fiski þessurn og lögðu því hina mestu áhei’zlu á síldariðnaðinn. Adolf Hitler komzt þannig að orði, að hann þarfnaðist tíu þúsund smálesta síldar að meðaltali vikulega. En sá hluti brezka flotans, sem hindr- aði fiskveiðar fyrir Hollandsströixdum, kom í veg fyrir það, að hann fengi aflað teljandi síldar, að minnsta kosti saman borið við það, sem kemur fi’am í þessum ummælum hans. Það má því með sanni segja, að síldin komi alltaf við sögu og ákveði jafnvel öi’lög þjóða eins og forðum daga. 129

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.