Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Síða 1
SJÓMANNABLAÐIÐ
UÍKIH6UR
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
XXI. árg., 4. tbl. Reykjavík, apríl 1959
Fiskveiðideilan
Sigurjón Einarsson skipstjóri.
Fiskveiðideila Breta við íslend-
inga harðnar stöðugt. Á hafinu við
strendur íslands láta Bretar her-
skip sín fremja ofbeldisverk og í
landi láta þeir engin tækifæri ónotuð
i áróðri sínum gegn útfærzlu fisk-
veiðitakmarkanna.
Bretar hafa það á orði, að það
ástand sem skapazt hefur við út-
færslu fiskveiðitakmarkanna hér við
land, hafi tekið á sig hryggilega
mynd. Við erum sammála því, að
sú mynd er ekki falleg, en þar er
þó Bretum einum um að kenna, því
að þeir einir allra þjóða, hafa brot-
izt inn í íslenzka landhelgi með her-
valdi og þar með sviðsett þá ljótu
mynd sem þeim nú sjálfum hrýs
hugur við, en orð og athafnir eru
sitt hvað. Þó má Bretum vera það
raunaléttir, að þeir hafa það í hendi
sér að afmá hina ljótu mynd ef þeim
býður svo við að horfa.
Bretar spyrja gjarnan hvað við
meinum þegar við tölum um fisk-
veiðitakmörkin sem tóku gildi 1.
september s.l. Svar okkar hlýtur
að vera það, að við meinum ná-
kvæmlega það sem við segjum, þ. e.
að þá voru fiskveiðitakmörkin færð
út um 8 mílur, úr 4 mílum, sem
þau áður voru og í 12 mílur, sem
þau nú eru. Þetta var gert með
sama hætti og rétti og aðrar þær
þjóðir hafa viðhaft, sem fært hafa
út landhelgi sína eins og t. d. Rúss-
ar, sem hafa 12 mílna landhelgi og
Bretar una vel við. Við lítum svo á,
að það sem er rétt í öðru tilfellinu,
VÍKINGUB
hljóti að vera það í báðum og hljót-
um að spyrja gagnspurningar: Hvað
finnst Bretum. Telja þeir, að ís-
lendingar eigi að njóta sama alþjóð-
lega réttar og aðrar frjálsar þjóðir
og ef svo er, hvernig vilja þeir þá
afsaka að Bretar senda togara inn
í íslenzka landhelgi til að stunda
þar veiðar undir herskipavernd, en
gera engar slíkar ráðstafanir gegn
öðrum þeim þjóðum, sem hafa fært
út fiskveiðitakmörk sín með ná-
kvæmlega sama hætti og vér íslend-
ingar?
Þeirri spurningu hafa Bretar
slegið fram, hver myndu verða við-
brigði íslenzkra sjómanna, ef eitt-
hvert erlent ríki bannaði íslending-
um veiðar á því svæði, sem þeir
hefðu stundað veiðar á?
Þessari spurningu má svara með
því að íslenzkir sjómenn hafa ekki
verið aðgangsharðir á heimamið
annarra þjóða. Hefur það nokkurn
tíma heyrzt, að íslenzkur togari hafi
verið staðinn að ólöglegum veiðum
við England, eða hvar hafa Bretar
heyrt um ágengni íslenzkra fiski-
manna við friðlýst svæði annarra
landa? íslendingar telja sjálfsagt
að Bretar setji hjá sér 12 mílna
landhelgi og munu íslenzkir sjómenn
halda sig utan þeirra marka.
Samanburður á fiskiþörf Eng-
lendinga og íslendinga er Bretum
ekki í vil, því að það er margupp-
lýst, að 97% af öllum útflutningi
íslands er fiskafurðir, svo af því má
gjörla sjá, að fyrir fiskafurðir verð-
um við að kaupa svo að segja allan
innfluttan varning og hann er mik-
ill í jafn harðbýlu landi. Á borði
íslenzku húsmóðurinnar er fiskur
um 5 daga vikunnar. Á því má sjá,
að því fer víðsfjarri, að fiskveiðar
séu jafn snar þáttur í lífi brezku
þjóðarinnar og þær eru fyrir ís-
lendinga, þar að auki veit fjöldi
Breta varla hvað fiskur er og legg-
ur hann sjaldan eða aldrei sér til
munns.
Sumir Englendingar þykjast
skilja það, að efnahagur fslands sé
að mestu háður fiskveiðum og það
er kjarni málsins, en segja hins
vegar, að um það sé erfitt að fá
nákvæmar tölur. Það er furðulegt
að heyra slíkt, þó frá Breta hendi
sé, því að mér skilst, áð sú stað-
reynd, að 97% af öllum útflutningi
íslendinga eru sjávarafurðir, ætti
að segja nóg í þessu máli og sú
staðreynd hefur ekki verið fyrir
neinum dulin í umræðum um fisk-
veiðideiluna.
Bretar segja: Land okkar álítur,
að nauðsyn sé að varðveita fisk-
svæðin kringum ísland til afnota
öllum þjóðum heims, að á þeim sé
ekki rekin gegndarlaus ofveiði og
við því viljum vér sporna. í því
sambandi má benda á hvernig farið
hefur um miðin kringum England
og allan Norðursjó.
Við höldum því statt og stöðugt
fram, að Bretar séu ekki á flæði-
skeri staddir um fiskveiðar, þótt
þeir haldi sig utan íslenzkra fisk-
veiðimarka, eins og aðrar þjóðir,
en með ólöglegri veiði sinni í ís-
lenzkri landhelgi hefur þeim tekizt
að sanna, að þar er veiðiþurrð á
háu stigi. Þeir hafa engan túr get-
að gert í landhelginni, en orðið að
fara út fyrir, til þess að fá þó ein-
65