Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Qupperneq 6
eyjar til nyrsta odda Engeyjar. Ég er þessu sammála að öðru leyti en því, að Engeyjarmegin sé hann lát- inn enda í litlu nefi rétt innan við norðurenda eyjarinnar. Við það styttist hann um nokkra metra. Á uppdrættinum, er fylgir grein Einars, er garðurinn látinn ná frá norðurenda örfiriseyjar, eins og hjá Halldóri, en Engeyjarmegin kemur hann á eyjima miðja. Á uppdrætt- inum er garðurinn með beygju inn á við. Ég get ekki gert mér ljóst hvaða tilgangi þessi beygja á að þjóna. Sé ástæða til að hafa beygju, þá finnst mér hún eigi að vera út á við. Með þvi að láta garðinn beygj- ast inn, á sjórinn auðveldara með að brjóta hann, fyrst og fremst í sjálfum olnboganum. Sé garðurinn hafður beinn, og enda yzt á Eng- ey, vinnst tvennt, aukið rými í höfn- inni, og að sjórinn kæmi þá snið- halt á hann, og lenti því ekki á honum með eins miklum þunga. Á garð, er endar é Engey miðri, kem- ur sjórinn næstum því fallbeint og með fullum krafti. Garðurinn yrði ekki lengri, þótt hann kæmi út í fyrmefnt nef á Engey, og af sjó- korti má sjá, að dýpi er svo að segja það sama, nema ef til vill á örstuttu svæði í miðju sundinu. Garðarnir út frá suðurodda Eng- eyjar og norður úr Laugarnesi mj'nda hafnarmynnið, og verja höfnina fyrir norðan og austlægum áttum. Auðveldast og ódýrast væri að gera þessa garða þannig, að Eng- eyjargarðurinn fylgdi Engeyjar- rifi í rétt suður, og Laugamesgarð- ur fylgdi norðausturbrún grunns- ins út af Laugamesi og hefði stefnu í norður 60 gráður að vestri. Garð- arnir lægju þá á mjög gmnnu vatni. Væri hins vegar Engeyjargarður látinn stefna í suður 35 gráður austur, og Laugarnesgarður í norð- ur 45 gráður vestur, myndu þeir gefa höfninni miklu meira skjól. En þá yrðu þeir báðir á dýpra vatni, og dýrari af þeim sökum. Þeir kæmu þó hvergi á meira dýpi en 10 metra. Með þvi að láta þá ná út á 10 metra dýptarkörfu, yrði bil- ið á milli þeirra, þ. e. a. s. hafnar- mynnið, um 300 til 350 metrar. Ég tel varhugavert að hafa það þrengra. Flóðhæð er hér mikil sem kunnugt er, og sjávarföll valda miklum strainni í þröngu opi svo stórrar hafnar, sem hér verður um að ræða. Því þrengra upp því meiri straumur. Vestansjórinn er áleitinn og mun efalaust beygja inn með Engey að austanverðu, þegar hann kemst ekki inn Engeyjarsund, og ávaðandi í austan og norðaustan átt- um yrði þá einnig minni, ef garð- arnir stefndu meira til austurs, eins og þeir eru sýndir á uppdrættinum með óbrotnum línum. Eins og áður er getið, þá felli ég mig ekki við hugmynd Halldórs Sigurþórssonar um tilhögun inni í þessari höfn. Tel ég ekki annað koma til greina, en að nota fyrst strandlengjuna frá Ingólfsgarði inn að Kirkjusandi fyrir vöruflutninga og farþegaskip, enda hafa þegar vérið reistar vöruskemmur á því svæði. Laugamésvikin virðast bezt fallin fyrir fiskihöfn. Þyki dýpi þar ekki nægilegt, sé grafið upp, en ekki fyllt upp. Ekki kemur til mála, að gera hafnarbakka meðfram fyrr- nefndri strandlengju. Engu skipi yrði þar vært í norðanátt. f þess stað komi bryggjur út frá landi, sem skip geta legið upp með. Tilhögun innan hafnarinnar þarfn- ast mikillar og vandlegrar athug- unar, og mun ég því ekki ræða það mjd nánar hér. Ég vil þó geta þess, að mér þykir ekki ráðlegt að áætla skipaviðlegur innan á brimbrjótn- um milli örfiriseyjar og Engeyjar. Til þess yrði að hafa hann miklu hærri, og gera háan og sterkan skjólgarð utan til á honum. Hann yrði þó tæplega öruggur fyrir sjó- roki. Þessi garður á fyrst og fremst að vera brimbrjótur til varnar vest- ansjónum, sem leggur inn Faxaflóa alla leið suðvestan af Atlantshafi, og getur oft orðið býsna þungur, eins og mönnum er kunnugt. Hann verður að vera breiður, og með miklum sniðhalla að utanverðu. Hallinn dregur mikið úr krafti sjó- anna, sem á honum skella. Sem brimbrjótur þarf hann ekki að ná hátt yfir hæsta sjávarmál. Þótt sjór gangi yfir hann í verstu veðr- um, yrði sá sjór kraftlaus, og myndi enga ókyrrð skapa í höfninni nema lítið eitt allra yzt, en það kæmi ekki að sök, ef skipalegur yrðu þar ekki í nánd. Það hefur alls staðar gefist illa, að hafa skipaviðlegur innan á brimbrjótum, og ætti að læra af þeirri reynslu. Viðeyjarsund. í nágrenni Reykjavíkur eru fleiri staðir en Engeyjarsund er til greina koma sem hafnarsvæði. Er þar fyrst og fremst um að ræða Viðeyjar- sund, Eiðisvík og Skerjafjörð. Skerjafjörður er grunnur, og hann liggur opinn fyrir versta óvininum, vestanáttinni. Sjálf innsiglingin yzt í fjarðarmynninu er mjög grunn, og getur oft orðið ófær. Eiðisvík er ágætlega fallin fyrir höfn, en hef- ur þann ókost, að vera nokkuð langt frá bænum. Hér á eftir varður Við- eyjarsund gert að umtalsefni. Viðeyjarsund liggur milli Við- eyjar og strandlengjunnar suðaust- ur frá Laugarnesi inn að Elliða- árvogi, sem skerst inn úr því ásamt Grafarvogi. Sé gerður garður út eftir Skarfaskerjum, er liggja norð- ur af Laugarnesi, og annar verður út frá Viðey, er lægi því sem næst í suðvestur eftir utanverðu grunninu vestur af Viðeyjarvík, eins og með- fylgjandi uppdráttur sýnir, væri sundið lokað og trygg höfn komin þar fyrir innan. Bryggjur kæmu svo út frá landi á svæðinu frá Skarfa- skerjum inn undir Vatnagarða, og þaðan inn undir Klepp. Vatnagarða- tjörnin yrði þá tilvalinn staður fyr- ir þurrkvíar og skipasmíðastöð. Olíutankar BP verða inni í höfninni. Það er að vísu ókostur, en viðlegu- pláss fæst þá fyrir olíuskip innan á Skarfaskerjagarðinum. — Yzta bryggja komi út í Skarfaklett og svo hver af annarri inn undir Vatna- garða. Uppfyllingu verður að gera á milli bryggjanna, en efnið til þess, og einnig í bryggjurnar og Skarfa- skerjagarðinn er nærtækt úr bökk- unum þar fyrir ofan. Ströndin þarna er grýtt, en mér þykir ólíklegt að það grjót nái langt út. Má þá dýpka eins nærri landi og unnt er, svo ekki þurfi að fylla eins mikið upp. Bryggjurnar ættu helzt að vera það breiðar, að unnt sé að reisa á þeim vöruhús. Það langt sé haft á milli bryggjanna, að skip geti legið við uppfyllinguna á milli þeirra. Má þá einnig hafa vöruhús á uppfyll- VÍKINGUR 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.