Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1959, Side 23
Halldór Sigurþórsson, stýrimaður HUGLEIÐINGAR UM IIAFNARBÆTUR Sjómenn eru sagðir fremur hlé- drægir menn, en leggi þeir góðu máli lið, munar um framlag þeirra. Eitt þeirra mála, sem nú um tíma hefur verið mjög til umræðú, eru hafnarmál hinna ýmsu byggðarlaga í öllum fjórðungum landsins. Sanngjarnar athugasemdir oa leiðbeiningar reyndra sjómanna sem teknar væru til velviljaðrar yfirvegunar af verkfræðingum þeim, sem fara með framkvæmdir í hafnarmálum, yrði öllum máls- aðiljum til góðs, því að góð sam- vinna þeirra, sem standa fyrir framkvæmdum, og hinna, sem eiga að njóta mannvirkjanna, er nauð- synleg. Ákvarðanir verkfræðinga þurfa ekki alltaf að vera það eina rétta, þó sérþekking þeirra sé auð- vitað mjög mikilvæg við allar hafn- arframkvæmdir. Það eru sjómennirnir, sem fyrst og fremst eiga að nota þau hafnar- mannvirki, sem reist eru, og því væri eðlilegt, að eftir tillögum þeirra væri farið, reyndust þær til bóta. Farmenn koma og mjög við sögu þegar rætt er um hafnarmál. Þeir sigla skipum sínum á hinar fjöl- mörgu hafnir landsins, svo til hvernig sem viðrar. Þeim er ætlað að hraða för sinni sem mest, án tillits til veðurs og verður þá stund- um að tefla nokkuð djarft, enda kemur það fram á skipunum, hve lélega er víða að þeim búið. Afgreiðsluskilyrði eru víða svo slæm, að segja má, að það sé frek- ar tilviljun en nokkuð annað, sem ræður því, hvort skip sleppa við skemmdir eða ekki, þegar illa viðrar. Furðu fáir farmenn hafa kvatt sér hljóðs í hafnarmálum, svo ná- tengd sem þau þó eru starfi þeirra. Þó hafa nokkrir kunnir skipstjórar skrifað góðar greinar um þessi mál og hafa þær upplýsingar, sem þar hafa komið fram, vissulega verið tímabærar og vakið marga til um- hugsunar um þau margvíslegu vandamál, sem bíða úrlausnar í hafnarmálum okkar. VÍKINGUB En betur má ef duga skal. Far- menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að tali þeir ekki máli sínu sjálfir verða varla aðrir til þess. Þegar illa tekst til ag skip verða fyrir skemmdum, virðist það en°-- an varða nema þann, sem fyrir óhappinu verður hverju sinni. Þetta er slæmur misskilningur sem verður að hverfa. Allir, sem einn geta hvenær sem er orðið fyr- ir óhappi, eins og reynslan hefur þráfaldlega sýnt. Því ber öllum sem vilja fækka óhöppunum, að leggjast á eitt, og vinna saman að heilbrigðum endurbótum í hafnar- málum yfirleitt, með því að gera rökstuddar kröfur til vitamála- stjórnarinnar um hvers konar end- urbætur og lagfæringar á hafnar- mannvirkjum, þar sem þess er tal- in mest þörf hverju sinni, þanni" að sem fyrst sjáist þess merki, að íslenzkum farmönnum standi ekki alveg á sama um, hvernig að þeim er búið í hafnarmálum. Þjóðarhagur krefst þess, að hægt sé að veita skipum fljóta og góða fyrirgreiðslu, svo að þau tefjist sem minnst frá nauðsynlegum siglin"- um, er þau eru í höfn, en það er því aðeins mögulegt, að sem víðast séu fyrir hendi góð hafnarmann- virki. Það varðar þjóðina miklu, að vel sé unnið í hafnarmálum, og að þeir menn, sem til þeirra starfa veljast, séu þeim vanda vaxnir, að geta byggt traust, varanleg mann- virki með sem minnstum tilkostn- aði. Frá náttúrunnar hendi eru víða góð skilyrði til hafnargerða með- fram ströndum landsins, en þau hafa engan veginn verið nýtt sem skyldi, enn þá. Víða hafa risið up^ hafnir, svo til fyrir opnu hafi, þar sem áður voru verstöðvar árabáta sakir þess, að þaðan var og er stutt á fengsæl fiskimið. Á þessum stöðum verður erfitt að gera góðar hafnir, en inni á fjörðum ætti að vera hægt að gera svo traust oa vel staðsett hafnarmannvirki að þar væri afgreiðslufært öllum skin- um í verstu veðrum. Fiskiskip, bæði bátar og botn- vörpungar, verða að geta sett afla sinn á land án verulegra tafa af völdum veðra, svo er og um vöru- flutninga og farþegaskip, að þau verður að vera hægt að afgreiða á höfnum úti um land, að mestu óháð duttlungum veðursins. Til þess að svo geti orðið, verð- ur enn að verja miklu fé til hafn- arbóta, því mikið þarf að byggja og endurbæta til viðbótar við það sem nú er, áður en þeim áfanga er náð, að skip geti legið áhættu- laust við bryggjur og bólvirki, í flestum höfnum landsins. Margvísleg mistök og óhöpp hafa átt sér stað við byggingu hafnar- mannvirkja víðs vegar á landinu og hafa þau vafalaust kostað þjóð- ina mikið fé, á undangengnum ár- um, umfram það, sem þurft hefði að vera, ef allir útreikningar og áætlanir hefðu staðizt, og engin óhöpp orðið þar þrándur í götu. Okkur verður á að spyrja: Hvað veldur þessum margendurteknu óhöppum? Eru sérfræðingar þjóð- arinnar í gerð hafnarmannvirkja ekki þeim vanda vaxnir, að reisa varanleg mannvirki við íslenzka staðhætti? Við vonum, að svo sé ekki, en margvíslega snúin og skæld hafnarmannvirki tala sínu þögla máli um óhöpp liðinna ára, og gott væri ef þau yrðu til þess, að betur yrði unnið að þessum málum í fram- tíðinni, og að við gætum með því sýnt í verki, að við hefðum eitt- hvað lært af dýrkeyptri reynslu. Okkur ber að hverfa frá óveru- legum hafnarbótum, dreifðum á mörg byggðarlög, til verulegra framkvæmda, sem aðeins væru bundnar við fáar hafnir árlega. Hugsanlegt er, að fylgt væri fyrir- fram gerðri áætlun um það, hvem- ig og í hvaða röð væri unnið í hin- um ýmsu stöðum, og yrði þá ef til vill tekið sérstakt tillit til mikil- vægi staðarins, sem framleiðslu- oa útflutningshafnar. Ég tel, að leggja beri áherzlu á að öll hafnarmannvirki, sem skin- um er ætlað að athafna sig við séu svo vel valin, að útilokað sé, að skip geti orðið þar fyrir skemmd- um. Árlega er varið stórum fjár- hæðum til viðgerða á skipum, sem dældast hafa við illa varðar bryggjur. Það ætti að vera kappsmál hinna ýmsu hafnaryfirvalda, að búa sem bezt að þeim skipum, sem til þeirra sigla. Tryggingafélögin mættu o<* 87

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.