Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 12
láta í minni pokann, hleypa und- an, þegar Magnús beitti upp í. Magnus saumaði segl sín sjálf- ur og bjó um allan reiða. Bátur hans var hásigldari og rennilegri en títt var, sjaldan voru segl rif- uð, en það þurfti að passa klóna á segli og stafnfokku vandlega. Bræðurnir bjuggu sig mjög ó- líkt á sjóinn. Magnús var jafn- an í brókargarmi með strigaskó utan yfir, hafði bættan olíustakk meðferðis en húfupottlok á höfði, sem eitt sinn hafði verið grænt. 1 matarskrínunni var ávallt það sama: snöggsoðnar fiskboll- ur og vatn á flösku. Guðmundur var skartmenni, í gulum olíufötum, dönskum leður- stígvélum og með barðamikinn sjóhatt. 1 skrínu hans var oft margt ætilegt og þriggjapela flaska af mjólk. Magnús sagði, að flaskan tæki pott. „Jú, af blávatni", sagði Guðmundur. Hann hafði gert vísu um mataræði bróður síns, sem hann söng við raust á sigl- ingu. Var endirinn eða viðlagið svona: „Blávatn, blávatn og barnaskít". Eitt sinn er siglt var vestur í Rennur í leikandi byr, söng Guð- mundur brag sinn við raust. Hafði hann bætt við vísuna ærið meinlegum orðum um heimilis- ástæður bróður síns. Sagði sá, að konan væri blóðlaus og hvít eins og bollurnar. Drengurinn sá, að formaðurinn var orðinn ærið snareygður, þegar siglt var um hraunslóðir og nálega svartur í andliti, þegar segl voru felld. Lóðin var lögð í þögn. Guðmund- ur var undir árum eins og vant var, en formaður greiddi út lín- una, auðsjáanlega annars hugar. Krækti í sig öngli, missti lausan stjóra fyrir borð og gerði fleiri mistök, sem drengurinn undrað- ist. Guðmundur söng brag sinn við árina og leit brosandi á flækjurnar, sem þeyttust fyrir borð. Magnús stundi. Þegar búið var að leggja, var báturinn bund- inn við bólið og tekið að skera úr skel. Enn varð formaður fyrir óhappi, skar sig í fingur. „Við skulum taka línuna", sagði Magnús, þótt skammt væri legið. Hann settist undir árar, dreng- urinn dró, en Guðmundur gogg- aði fiskinn og blóðgaði. Stórýsa var nærri á hverju járni og smá- lúða flaut með. Öllum fiskinum hlóð Guðmundur undir fætur sér í barka og setti fjalir við austur- þóftu, svo að enginn fiskur færi aftur í bátinn. Formaður leit um öxl, sagði ekki orð. Drengnum sýndist hár- ið rísa á höfði hans og ókyrr sat hann á þóftunni, rétt eins og hún væri úr glóandi málmi. Stjóragleypan á lóðinni var laglegt lúðulok. Guðmundur skellti því á bakhluta bróður síns og sagði: „Blóðgaðu drengur, hún er ekki aldeilis blóðlaus þessi“. „Dragðu ekki stjórann“, kall- aði Magnús. Það var líkt og hann hrópaði í örvæntingu. Svo settist hann í skut og renndi færi. „Vert þú í austrinum“, sagði Guðmund- ur við drenginn, hann renndi í barka. Nú hófst einvígi milli bræðr- anna. Drengurinn vissi, að for- maður dró jafnan þrjá fiska á meðan Guðmundur dró einn. Við lúðuna var Magnús þó heppnast- ur. Nú brá svo við, að Guðmund- ur dró óðan fisk, þrjár stofnlúð- ur flutu með. Enn hélt hann hætti sínum, hlóð fiskinum í barkann unz báturinn lá á nös- unum. „Létt í skutnum", „Aust- urrúmið er þurrt“, tautaði Guð- mundur og brosti svo að skein í vísdómsjaxlana. Formaður dró einn steinbít og nokkrar ýsur, fleygði þeim ó- lundarlega í rúmið hjá sér, blóðg- aði ekki, drengurinn sá um það. Nú skeði það, sem óvæntast var. Drengurinn setti í væna flyðru og Guðmundur skríkti af kæti. „Hægan, hægan“, sagði hann. „Láttana beyða“. Hann rakti færið í hönk fyrir óvaning- inn og gaf heilræði, tókst að lok- um að bera í flykkið og enda- senti lúðuna frammí. Við átökin saup báturinn og nokkrir fiskar flutu aftur um þóftur. „Hafið uppi“, skipaði formað- ur. Ekki gaf hann fleiri fyrir- skipanir, en Guðmundur reisti siglu. Báturinn kæfði í sjó að framan svo að varla lét að stjórn. Bræðurnir sátu hver á sinni þóftu, hvorugur söng. Stillt var í sjó, allt fór vel. Bátnum var brýnt og fiskurinn borinn upp þegjandi. Magnús tók skrínuna sína og húfuna, pírði augum á bróður sinn og sagði: „Þú skiptir í dag, Guðmundur, drengurinn tekur bátshlutinn og sitt. Hann á happadráttinn“. Svo fór hann. Aldrei gréri um heilt milli bræðranna þetta vor, fannst drengnum. Dagarnir voru lengur að líða en áður og sjóndeildar- hringurinn var eitthvað þrengri. Asafengin sigling veitti honum ekki jafn hamslausa gleði. Bræð- urnir voru þögulir og sögðu aldrei bróðir hvor við annan. Magnús bað drenginn jafnan að segja til um skiptingu afla í stað Guðmundar. Rétt fyrir lokin voru stirðar gæftir, en Magnús sótti sem fast- ast. Eitt sinn skyldi róa í bítið til að vitja um haukalóðir vest- ur á Klett. Útlit var tvísýnt, austurloftið hrannað skýjum og veðurhljóð til fjalla. Guðmundur var vanur að ýta á stefni, en drengurinn og formaður studdu bátinn svo hann rynni réttur á hvalbeinshlunnunum. 1 þetta sinn leit Guðmundur oft til lofts og dundaði við færur sínar. Seg- ir svo: „Mikinn klósiga dregur hann yfir hlíðina, Magnús“. „Ef hann hvessir, þá hvessir hann“, hreytti formaður úr sér. Þá glotti Guðmundur og sagði: „Mikill vitsmunamaður ert þú, Magnús, þetta hefði ég nú getað sagt líka'. Svo var ýtt úr vör, sjóferða- bænin muldruð í barminn. Magn- ús formaður keyrði húfuna öf- uga á höfuð sér, fór í stakkinn og skipaði að setja upp segl. Fáir bátar voru á sjó þennan eftir- minnilega dag. Tvö sex manna för og nokkrir fullhugar á fjór- rónum bátum. Lóðir Magnúsar voru vestar en hinna bátanna, en á sömu slóðum. Byrjað var að draga. Urðu brátt stimpingar við VÍKINGUR 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.