Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 13
stórlúður og skötu og valt bát-
skelin afskaplega. Guðmundur
gat varla varið áföllum. Hann
skimaði í allar áttir, tók mikil
bakföll. Magnús dró lóðina en
drengurinn bar í lúðuflykkin.
Loks segir Guðmundur: „Þeir
eru hættir að draga á Ársæli“.
„Hum“, sagði Magnús og dró
sem óðast. Drengurinn sá, að
einn bátanna hafði sleppt línu
og tekið slag til lands. Brátt fóru
hinir bátarnir að búa sig til sigl-
ingar, þótt vindur stæði um
stefni. Magnús dró. „Það hleypir
einhver suður í Hafnir í dag“,
sagði Guðmundur. „Þeir fá þá
bættan grautinn", sagði Magnús
og dró enn.
Nú var komið ofsaveður og illt
sjólag, því útsynningur hafði
verið undanfarna daga og stóð
þvert um báru. Þegar Magnús
dró endadrekann, þá var ófært
að leggja lóð vegna veðurs.
Drengurinn hafði aldrei séð því-
líkan sjó, en hann varð nú að
halda í horfi á meðan að Guð-
mundur setti upp segl. „Á að
rifa seglið?“ spurði hann for-
manninn. „Passa þú fokkuna,
Guðmundur, ég sé um seglið“,
sagði Magnús. Hann kom fyrir
stýri og lét slag standa opinn
Hvalfjörð. Drengurinn var í
austri og hafði nóg starf. Lúð-
urnar lágu illa í bátnum, þvæld-
ust fyrir austurtroginu og voru
háskalega sleipar. Þegar verstu
hnútarnir riðu undir bátinn, þá
slökuðu bræðurnir á klónum,
báturinn skimaði á öldunni og
rétti sig við. Sædrifið var óskap-
legt, enn herti á veðurofsanum.
Sjórinn rauk eins og mjöll, kald-
grár, grimmdarlegur, á hléborða
stóð veggur af sjó, hærra en
borðstokkurinn, en á kulborða
skóf seltuna í andlitið, svo lá við
blindu. Þá byrjaði Magnús for-
maður að syngja „Kýr úr doða
drapst hjá mér, drakk ég soðið
heita“. — Þessar hendingar end-
urtók hann og dró seiminn eins
og spangólandi rakki. Hann
hafði nóg að starfa við stýrið og
seglið, en þreif þó stundum til
húfunnar og snýtti sér í hana.
VÍKIN GUR
Þetta var nú hans siður, þegar
siglt var djarft.
Út í sædrifinu sáust bátar ein-
staka sinnum. Þeim gekk mis-
jafnlega að beita í vindinn. Töp-
uðu á að venda oft.
„Þarna hleypir einn suður“,
hvein í Guðmundi. Magnús leit
fyrirlitlega á bróðir sinn, en
söng um kúna, sem drapst úr
doða.
Hnútarnir urðu bæði verri og
tíðari eftir því sem dagur leið.
Skyndilega reið heljarsjór undir
bátinn og kastaði honum til.
Guðmundur gleymdi að slaka á
fokkunni, er sjórinn féll í fang
honum. Þá öskraði formaður:
„Farðu í austurinn Guðmundur,
þú hefur alltaf sjóhræddur verið,
drengurinn tekur við klónni“. —
Drengnum sýndist Guðmundur
sterki lækka á þóftunni, er hann
rétti honum klóna. Við austurinn
varð nú að liggja á hnjánum sök-
um veðurofsans. Báturinn hafði
sopið, er aldan reið yfir og ein
lúðan hafði kýlzt föst í austrin-
um. Guðmundur gerði sig líkleg-
an til að renna henni útbyrðis.
„Ekki veitir af kjölfestunni“,
sagði Magnús og fitjaði upp á
nefið. Guðmundur leit flóttalega
til bróður síns, en hætti við að
létta bátinn. Magnús snýtti sér
hressilega í húfuna og breytti
um lag. „Blávatn, blávatn og
barnaskít“ söng hann og lék nú
á als oddi. Guðmundur jós á
hnjánum. Drengurinn sá bræð-
urna rétt annað veifið, en stund-
um hvarf Magnús alveg í drifið.
Enginn bátur sást lengur og að-
eins hærri fjöll, en báturinnhent-
ist á hæstu öldunum.
Þótt stórir slagir væru teknir,
þá leit svo út um sinn, að ekkert
gengi. Magnús söng, en Guð-
mundur jós með sjóþrútnum
höndum. Við og við skiftust þeir
á hnýfilyrðum, sérstaklega vegna
húfu formannsins.
Bátskelin þaut milli hvæsandi
sjóa. Það hrikti í byrðing og
böndum, en hvein í seglbúnaði.
Stundum titraði báturinn eins og
hlaupamótt dýr, þess á milli
skutlaðist hann á öldum, léttur
og gáskafullur. Það glytti í grá-
hvítt andlit formannsins gegnum
löðrið. Höndin, sem hélt um stýr-
issveifina var grönn, hreyfing-
arnar snöggar og ákveðnar. Það
mjakaðist í áttina við hvern slag.
Drengurinn fann óróa þann og
unað, sem fylgir áhættunni og
(Tryggvi Magnússon).
133