Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 18
fyrir hendi, er flytji nægilegt vatn til að fullnægja tilskildum þrifum. Um 5. Frágangur bryggjanna og eftirlit er algjö'rlega óviðun- andi. Flestir bátar hafa meira og minna skemmst vegna bolta- hausa og hálfútdreginna bolta, sem víða hafa verið á köntum og staurum. Auk þess eru festi- kengir ekki nægilega öflugir, sem sannast á því, að fleiri kengir hafa bilað. Stó'rhættulegt hefur verið að komast á bátana um lágsjávar- hæð, en nú mun vera hafin vinna við að ráða bót á þessu, en að okkar áliti eru þeir stigar, sem nú hefur verið komið fyrir á bátabryggju það illa staðsettir, að við teljum þá hættulega og jafnvel bjóða heim mei'ri hættu en áður. Eðilegast teldum við að þilja staurana utan og koma fyr- i r á þeim föstum fríholtum. Þetta mundi stórlega minnka viðhald bryggjanna og bátanna líka. Um 6. Mjög nauðsynleg teljum við símaafnot á þessu athafna- svæði. Tveir símakassar, vel staðsettir, er það minnsta, sem hægt væri að komast af með. Eins og allir e'r til þekkja vita, er ástandið þannig nú, að þótt mannslíf og stór verðmæti séu í veði, er ekki hægt að ná í síma- afnot nær en jafnvel á lögreglu- stöðinni, sérstaklega að nóttu til og helga daga. Um 7. Nauðsyn mikla teljum við, að athafnasvæði bátaflotans sé aukið. Og fljótt á litið finnst okkur, að ef steinhleðslan, sem bátabryggjurnar koma fram ú'r, yrði gerð bein með því að reka niður staura og síðan byggja plan eða dekk inn á brún upp- fyllingarinnar. Mundi vinnast ma'rgt á þessu, meira bryggju- pláss og þar með athafnasvæði, útilokar líka þá hættu, að bátar lendi þarna upp að þessum stór- grýtisvegg og skemmist. Auk þess teljum við nauðsynlegt að fyrirhuguð bygging nýrrar báta- bryggju verði hafin sem fy'rst og hraðað. Um 8. Með tilliti til hinna tíðu slysa og þjófnaðar, sem virðist fara í vöxt, þar sem ógrynni verðmæta eru á þessu svæði, telj- um við nauðsynlegt að stöðug lögregluvakt sé á þessum stöðum og í því sambandi viljum við benda á, hvort ekki sé athugandi að loka þessum hluta hafnarinn- a'r, þar sem aðstaða er heppileg milli Fiskiðjuversins og Verbúð- anna. Um 9. Vegna hins þrönga at- hafnasvæðis og þess, að við fjöru er það hátt upp á bryggjurnar, að bómur bátanna ná ekki upp nema rétt við bryggjusporðinn, teldum .við eðlilegt að höfnin legði til krana til losuna'r, eins og gert er í Hafnarfirði. Um 10. Hér viljum við benda á, að síauknar kröfur eru gerð- ar til þrifnaða’r og bættrar með- ferðar á fiskinum um borð í bát- unum. Teljum við ekki vanza- laust, að bílar og önnur tæki, sem flytja þessa vöru, ösli forarleðj- una upp að dyrum fiskiðjuver- anna og verbúðanna. í því sam- bandi vildum við benda á þá brýnu nauðsyn að malbika eða steypa götuna eftir Grandagarði upp að malbikinu við Héðin h.f. Reykjavík, 3. júní 1959. Andrés Finnbogason (sign.), Þorvaldur Árnason, Kristján Gunnarsson. --------------------------------ví> } 138 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.