Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 19
Júlíus Havsteen, sýslumaður Verndnn veiðiþjófa Framhald frá síðasta blaði. Með þessar sögulegu stað- reyndi’r að baktjaldi verða okk- ur aðferðir Breta skiljanlegri, þótt sízt verði þær þess vegna fegurri né afsakanlegri. Rétt í því sem ég er að setja niður þessi sögulegu 'rök fyrir þrákelkni Bretans í landhelgismálunum, berst mér í hendur óhrekjanleg sönnun í bréfi frá ,,Samábyrgð togara-vátryggjenda í Hull“ (Hull Steemtrawlers mutual Ins- urance Associaition Ltd, til stjó'rnar Slysavarnafélags fs- lands, að Englendingar telja sér allt leyfilegt á íslandsmiðum ut- an þriggja mílna takmarkanna. Bréfið er rætið og heimskulegt svar við mjög svo kurteisum til- mælum Slysavarnafélagsins um að veita aðstoð til þess að draga úr hættu þei'rri, bæði fyrir ís- lenzka og enska sjómenn, sem skapast hefur með veiðum brezkra togara í íslenzkri land- helgi undir herskipavernd. f nefndu bréfi segir m. a. svo: „Brezki’r sjómenn hafa í aldir haft rétt til fiskiveiða undan ströndum fslands. Þegar þér haf- ið í huga að land þeirra (þ. e. Englendinga) hefur kynslóð eft- ir kynslóð haldiö og varið fyrir alla sjómenn frelsi hafsins, þeg- ar þér hafið í huga, að fiskveiði- byggðir Bretlands hafa jafn- mikla þörf fyrir fiskveiðar og Islendingar, haldið þér þá, að þessir sjómenn munu fremu'r hlýða auðmjúklega en fslend- ingar? Land olckar álítur, að nauðsyn sé á að varðveita fiski- svæðin kringum ísland til afnota öllum þjóðum heims FREMUR EN FYRIR ÍSLENDINGA EINA. Við höfum með hryggð tekið eftir þeirri ábendingu í bréfi yða'r varðandi ,,tilraunir til að keyra á og sökkva íslenzkum skipum“, gerðar af enskum tog- urum. Við höfum lesið lýsingar af slíkum atvikum í íslenzkum blöðum og við höfum ríka ástæðu til að ætla, að slíkar lýsingar séu annaðhvort tilbúnar eða ýktar að óverðskulduðu eða rangfærð- ar, og við getum aðeins fullyrt, að þessi þáttur blaðanna, sem er hin versta ákæra á hendur brezk- um sjómönnum, er tilraun af ásettu ráði til að spilla fýrir hinu gagnkvæma sambandi og til óhagræðis fyrir réttsýnt fólk bæði í Bretlandi og íslandi“. Loks klykkir þessi félagsskapur út heimsku sinni með því að fara þess á leit við stjórn S.V.F.f. „að stöðva íslenzlcu ríkisstjórnina, sem þá er við völd, við að reyna að innlima skyndilega alþjóðleg fiskisvæði með valdi“. Hér höfum við svart á hvítu óhugnanlega en jafnframt óhrekjanlega sönnun fyrir því, hvernig íhaldsflokkurinn enski og ríkisstjórnin í London lítur á okkur íslendinga og íslenzka landhelgi. Vitanlega legguv stjórn Slysavarnafélags íslands sig ekki niður við að svara þess- nm óþverra, en svar úr annari átt mun þessum herrum verða sent. Eins og að framan getu'r, gaf ríkisstjórn Englands fyrirskip- un um að togarinn Valafell skyldi fara til Seyðisfjarðar og sæta dómi samkvæmt ísl. lögum, þar sem. hann var staðinn að veiðum innan 4 sjómílna land- helginnar frá 1952, sem B'retar hafa áður viðurkennt með þögn- inni og nú með Valafellinu, en þegar varðskipið „Þór“ stendur togarann „Carella“ frá Fleet- wood að ólöglegum veiðum 8,5 sjómílur innan nýju landhelg- innar og þá jafnf'ramt 0,5 eða hálfa sjómílu innan gömlu fjögra mílna markanna vestur af Dröngum þ. 25. marz s.l., þá kemur æðandi brezki drekinn ,,Pallister“, hefur fyrst í frammi hótunina al'ræmdu, að skjóta Þór í kaf, ef hann reyni að taka togarann, bæ<tir svo gráu á svart ofan með því að skipa togara- skipstjóranum að halda veiðinni áfram, rankar svo við sér, að þetta muni vera ljót skyssa og b'reytir fyrirmælunum í samráði á þá leið, að togarinn hætti veið- um og haldi til London. Á skírdag afhenti utanríkis- ráðuneytið brezka sendiráðinu í Reykjavík harðorð mótmæli vegna þessa atburðar á Selvogs- banka og krafðist þess að va’rð- skipið Þór mætti óáreitt halda áfram töku togarans, en þessum sjálfsögðu tilmælum var ekki M/s Albert. VÍKINGUR 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.