Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 21
V erksmiðjutogarar f eftirfarandi grein segir L. D. Romyn skipstjóri frá reynslu sinni á verksmiðju- togaranum Fairtry síðastliðin fjögur ár. Talið er að dugnaður hans og brennandi áhugi eigi stóran þ£tt í því hve rekstur togarans hefur gengið vel. Hann er fágætt sambland af lærdómsmanni og starfsmanni. Hann eykur stöðugt þekkingu sína með lestri nýjustu tæknilegra tímarita frá mörgum löndum og les þau á frum- málinu. Álit hans á verksmiðjutogurum er þess virði að því sé nákvæmur gaumur gefinn. Romyn er nú skipstjóri á brezka verksmiðjutogaranum Fairtry II en hann er nýjasti og fulikomnasti verksmiðjutogari sem smíaður hefur verið til þessa. L. D. Romyn! Hinn kunni skipstjóri verksmiðjutogarans „Fairtry 11“ segir: Undanfarin 10 ár hefur afli farið stöð- ugt minnkandi á öllum norðlægm fiski- miðum, þar með talin Grænlands- og Nýfundnalandsmið. Þar sem gera má ráð fyrir að margir viti eitthvað um vinnu og viðfangsefni um borð í venju- legum togara þá verður aðallega rætt hér um það sem öðru vísi er á verksmiðjutogara. Aðalmunur- inn er á rekstrinum. Stærð skips- ins, fjöldi skipshafnar, tíminn sem fer í eina veiðiferð og það sem í húfi e'r. Allt er þetta miklu meira þegar um verksmiðjutog- ara er að ræða. Venjulegur 800 tonna togari fer í þriggja vikna veiðiför til norðlægra fiskimiða með 20 manna áhöfn og þa'rf að veiða 1500 til 3000 kítt. Verk- smiðjutogari sem er 2600 tonn fer í þriggja til fjögurra mán- aða veiðiför með 80 manna áhöfn og þarf að veiða allt að 30.000 kítt, en það er aðeins hægt með því að flaka fiskinn og frysta. Togari, sem fiskar í ís, ve’rður að haga ferðum sínum þannig að hann komi afla sínum á markað áðu'r en hann fer að skemmast. Á frystiskipi er þetta ekkert áhyggjuefni, báðir þurfa að fiska sem mest á sem skemmstum tíma. BREYTILEGUR ÁBATI Togari, sem fiskar í ís, fæ’r oft minna fyrir mikinn afla en iítinn. Yfirfullur markaður af fiski er ekki uppörvandi og ekki til að hagnast á. En þegar lítið framboð er af fiski hækka'r verð- ið, jafnvel meðalafli getur þá selst fyrir ágætis verð. Allt er þetta á aðra lund þegar um verk- smiðjutogara er að ræða. Þess mei'ra sem fiskast þiem mun betra er það fyrir alla sem hlut eiga að máli. Verðsveiflur á írosnum fiski eru miklu minni en á ísuðum fiski. Ef vel fiskast, þá verður veiðiferðin styttri. Þá liggur betu’r á skipshöfn og skip- stjóra, aflaverðlaun verða meiri og árangur veiðiferðarinnar betri, hvað sem tímabundnu ma'rkaðsástandi líður. Geti fisk- kaupmenn hins vegar ekki greitt viðunandi verð fyrir ísaðan tog- arafisk þegar honum er landað, vegna lítillar eftirspurna'r, of mikils framboðs, flutningserfið- leika eða af öðrum ástæðum, þá jafngildir það misheppnaðri veiðiferð. Þar á móti fer afli ve'rksmiðjutogarans í kalda kálda geymslu þar til á honum þarf að halda og samningar tak- ast um verð. Tregfiski hefur mjög slæm áhrif á fólkið um borð og því tapa allir. Aflaverðlaun greiðast af aflamagni til skips- manna en ekki af aflasölu, þar sem aflinn er stundum ekki seld- ur fyrr en eftir nokkra mánuði. MISSKILNINGUR. Oft hefur því verið haldið fram að verksmið j utoga'rar myndu koma í stað venjulegra togara og algerlega útrýma þeim. Þetta er mjög ólíklegt. Verk- smiðjutogari þarf að afla mjög mikið til þess að rekstu'rinn geti borið sig. Venjulega fæst sá afli aðeins á f jarlægum miðum. Norð- vestur -Grænland og Nýfundna- )and eru of langt í burtu fyrir athafnir toga'ra sem fiska í ís. En heimamið og önnur nálæg mið henta ekki verksmiðjutog- urum vegna fiskitregðu. Við ís- land, Suður-Grænland, Bjarnar- ey og í Hvítahafi geta hvorir- tveggja fiskað, þó hafa veiðar gengið mjög illa á norðaustur- svæðunum undanfarin tvö ár. Verksmiðjutogarar fiska á ymsum miðum og selja ekki afla sinn þegar fiskmarkaður re yfi'r- fullur. Þeir keppa því ekki við togara sem fiska í ís. Verk- smiðjutogarar eru til viðbótar. ÓKOSTIR SKUTVEIÐANNA. Margt hrfue verið skrafað um skutveiðarnar og fullyrt að sú veiðiaðferð myndi útrýma hlið- araðferðinni. Vegna þses hve verksmiðjutogari er borðhár og öðru vísi að allri gerð ve'rður hann að taka vörpuna inn að aft- an, en vafasamt er að meiri fisk- ur fáist á þennan hátt. Miklu erfiSara er a'ö ná aflanum um borö meö þessari aðferö. Ekki hefur tekizt að finna ráð til að skipta pokanum, allt sem í hon- um er verður að taka inn í einu lagi. 1 góðu veðri e'r hægt að innbyrða allt að 12 tonna þunga séu veiðarfærin ný. Ef meiri þungi er í pokanum veldur það miklum áhyggjum og erfiðleik- um og skemmir veiðarfærin stór- lega jafnvel þó allt rifni ekki og slitni í sundu’r og hverfi síðan í djúpið fyrir fullt og allt með fiski og öllu saman. ÓHÖPP SEM VALDA ÆSINGI. Fátt reynir meira á taugarnar en svona óhöpp, eða þegar pok- inn rifnar og fiskurinn flýtur um allan sjó. Einkum á þetta við þegar venjulegur togari rétt hjá, innbyrðir poka eftir poka með VÍKINGUR 141

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.