Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Side 23
Risavaxinn fiskiðnaður Eftir Georg Borgström prófessor við Rannsóknarstofu fœðutegrunda Kíkisháskól- ans í Micigan. Greinin sýnir að fiskveiðar og fiskiðnaður í Ráðstjórnarríkjunum er styrktur með gífurlegri fjárfestingu í landi. Ráðstjórnarríkin seilast nú eftir auðæfum hafsins með stór- auknum fiskveiðum til öflunar nauðsynlegrar eggjahvítufæðu handa ört vaxandi fólksfjölda. Við skulum nú athuga hve'rnig Iþau fara að því að fá þessa við- bót á matborð sitt. f austri og vestri er fiskinum landað langar leiðir frá helztu neyzlusvæðun- um. Varnarráðstafanir gegn rotnun e'ru óhjákvæmilegar. Dreifing á nýjum fiski er að mestu útilokuð. Vandamálið hefur áoallega verið leyst með auknum aðgrrð- um til frystingar á fiski. Á því sviði hafa Ráðstjórnarríkin líka farið út á sjó. Meira er hægt að frysta af fiski á sjó en landi. Rússar hafa langa reynslu að baki sér með fljótandi frysti- verksmiðjur. Árið 1880 settu þeir frystivélar í pramma og drógu þá frá Astrakan upp eftir ánni Volgu. Á svipaðan hátt fóru þeir að við að notfæra sér fisk í ánni Jenisey árið 1904. En Rússland nútímans frysti'r ekki eingöngu fisk á heimamiðum. ur á fiski er líklegur til að ráða bót á því síðara. Lengi þýddi helzt ekki að bjóða annað en þorsk, ýsu, kola, lúðu og síldár- kóng (hake). Þá var steinbítur, keila, skata, karfi og ufsi talinn úrgangur og að mestu fleygt. Nú er góður markaður fyrir allar þessar fisktegundir. Þó fram- leiðslan yrði ekki ódýr þá getur þessi þróun orðið til þess að verk- smiðjuskip verði send til hita- beltishafa. Þau myndu frysta vissar fisktegundir, en búa til fiskimjöl úr þeim sem ekki teld- ust henta til frystingar. Þýtt úr Supplement to Fishing News 24. april 1959. Grímur Þorkelsson. Frystiskipafloti Rússa er fyrsta flokks, í honum eru yfir 300 frystiskip (Nnits) og geta sum þeirra fryst 50 tonn á sólárhring. Þetta gerir sókn á fjarlæg mið æskilega. 1 frystitækjum sem verkfræð- ingar Ráðstjórnarríkjanna og vísindamenn hafa sjálfi'r sagt fyrir um og teiknað, fer fram 'heilfrysting (blockfreezing). Mjög lítið er fryst og pakkað í umbúðir hentugar fyrir smásala. Þegar búið er að afferma fisk- hellurnar eru þær fluttar aðal- lega með járnbrautum til fisk- vinnslustöðva sem oft eru stað- settar á neyzlusvæðunum. NIÐURSUÐA ER MIKIL Undirstaða stöðugrar vinnslu í niðu'rsuðuverksmið j unum er íiskur, sem þýddur hefur verið upp. Nokkuð af honum er reykt, en mikið framleitt af handhæg- um réttum tilbúnum til notkun- ar. Steikt fiskflök og soðinn fisk- ur, sem látinn er í plastpoka eru tvær helztu tegundi'rnar. Á þeim er sums staðar stöðug fram- leiðsla. I einu stóru fiskvinnslu- samlagi í Moskvu er framleiðslu- geta á hvorri tegund 10 til 20 tonn á 24 tímum. Á það má benda að á árunum kringum 1930 kom til tíðra árekstra á Norður-Kyrrahafi milli Ráðstjórnarríkjanna og Japans. Hin raunverulega ástæða var togstreita um fisk. Rússar höfðu líkt eftir niðursuðuiðnaði Alaska og byggt fljótandi verk- smiðjur, sem hægt vár að draga milli staða við Ókhotskahaf. Þar á móti fóru Japanir í veg fyrir laxinn áður en hann komst upp í hinar rússnesku ár til að hrygna. Ráðstjórnarríkin eru vissulega ekki búin að gleyma þessari hörðu baráttu um mat- inn. Treystandi á mátt sinn gáfu þau Japönum nýlega ,,leyfi“ til að starfrækja aðeins eina niður- suðuverksmiðju á þessu svæði. Hverju móðurskipi Rússa fylgja venjulega 50 til 60 fiski- skip) (Units). Þessar fljótandi verksmiðjur framleiða mest pakkaðan lax og krabba, en það er mikilvægur útflutningur eins og er. Við Nýfundnaland starf- rækja Rússar stöðugt fjórar MR ALTE ÖLA08T, ER SEI PA$ RAP Sá gamli heldur, að hann sé stýrið. (Þannig lýsir brezki teiknarinn Low deilunni milli dr. Adenauer og dr. Erhard). ' VÍKINGUR 143

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.