Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Síða 24
fljótandi söltuna’rstöðvar og salt-
ar hver þeirra afla fjölda fiski-
báta.
Þrátt fyrir hinar miklu fisk-
veiðar sem nú eru stundaðar eru
Ráðstjórna'rríkin þó ekki ánægð.
Hin mikla fjárfesting sem nú
hefur verið lagt í mun sennilega
nægja til mikillar árlegrar fram-
leiðsluaukningar í fiskiðnaðinum
1 allmörg ár. Núverandi 7 á’ra
áætlunin gerir ráð fyrir 9000
tonna frystiafköstum á 24 tímum
en það er um þrjár milljónir
tonna á á’ri. Þar af er gert ráð
fyrir að 1 milljón tonn komi frá
hreyfanlegum frystistöðvum á
sjó. Nú sem stendur bæta Rúss-
ar eigin fiskveiðar upp með fisk-
kaupum á erlendum mörkuðum.
Mikið er keypt frá Englandi,
Noregi o. s. frv.
FJÖLBREYTT
FRAMLEIÐSLA
Niðursuða hefur átt miklum
stuðningi að fagna. Nokkur
hundruð verksmiðja voru reist-
ar samkvæmt 5 ára áætlun, sem
komin er í framkvæmd. I fyrsta
lagi vo'ru þær reistar í fisklönd-
unarhöfnum, en auk þess marg-
ar, þar sem veiðar standa með
miklum blóma langt frá sjó. Sér-
staklega athyglisverðar eru þær
verksmiðjur, er reistar hafa ver-
ið við síberísku fljótin og þver-
ár þeirra. Fiskvinnslustöðvar,
samlög, eru sett á laggirnar við
stórbo’rgir eins og Moskvu eða
inni í þeim og er unnið í þeim
á sama hátt og þeim, sem áður
hefur verið getið um. Eftirtekt-
arvert er, að jafnvel í niðursuðu-
iðnaðinum er unnið samkvæmt
markvissri vísindalegri stefnu.
Árangurinn er merkilega fjöl-
breytt framleiðsla á niðursoðn-
um fiski, sem ýmist er soðinn
eða gufusoðinn. Auk lax og tún-
fisks eru ýmsar aðra'r tegundir
soðnar niður, t. d. þorskur,
gedda, karfi o. m. fl. Þessar fisk-
tegundir eru yfirleitt ekki soðn-
ar niður í Bandaríkjunum eða
í öðrum löndum Evrópu. Heild-
amiðursuða fisks er mikið meiri
en samanlagt niðursuðumagn
Kanada, Frakklands og Noregs.
FISKIRÆKT
Önnur aðferð til þess að full-
nægja fiskþörf þessa víðáttu-
mikla lands e’r ræktun fisks í
þeim tilgangi að vega á móti
minnkandi aflabrögðum á venju-
legum veiðisvæðum. Á þessu
sviði eru Ráðstjórnarríkin orðin
forustuþjóð í flokki fiskiræktar-
þjóða. Jafnvel þó Ráðstjórnar-
ríkin geti ekki keppt við Kína
þar sem loftslag e'r miklu hag-
stæðara og sem eftir nýjustu
upplýsingum þeirra á nú yfir 30
milljónir hektara af fiskiræktar-
vötnum, er árangur Ráðstjó'rn-
arríkjanna engu að síður mikill.
Þau eiga nú 40 þúsund hektara
stofnsettra fiskgefandi svæða, en
auk þess hálfa milljón hektara af
fiskiræktartjörnum á ríkis- og
samyrkjubúum. Takmarkið er að
koma upp að minnsta kosti einni
fiskiræktartjörn við hvert þorp
og að ala þar upp eins mikið af
fiski og í öllum veiðivötnum Ráð-
stjórnarríkjanna, þar með talið
Kaspíahaf, Azovshaf o. s. frv.
Nú eru þau að uppskera fyrir
meira en 20 ára tilraunir og
rannsóknir á sviði fiskiræktar. Á
hlutlausan hátt hafa þau sann-
reynt nytsemi og frjósemi hinna
fjarskyldustu fisktegunda. Af-
leiðingin er, að þau rækta ekki
aðeins t. d. karfa og vissar lax-
tegundir, heldur og geddu, stór-
an aborra og hvítfisk. Til þess
að efla fjölgunarhæfileikann eru
fisktegundir ræktaðar á víxl á
mismunandi aldri. Fiskiðnaðar-
samlag í Moskvu fær að senda
unga styrju hálfvaxna frá fiski-
tjörnunum. Þannig er hún mátu-
lega stór til að steikja með sér-
stökum hætti. Styrjan er flutt
þangað lifandi í sé'rstaklega
byggðum járnbrautarvögnum
með kæliútbúnaði. Styrjan er
notuð til framleiðslu á handhæg-
um réttum, sem láta má beint
á diskana, soðin í sneiðum sem
látnar eru í plastpoka.
Karfi er samt aðalframleiðsl-
an, ekki minna en 113,200 tonn
va’r alið upp af þessari einu fisk-
tegund árið 1957. Meðalafrakst-
ur var 375 kg á hektara. Með
sérstökum aðferðum hefur tek-
izt að rækta afbrigði af karfa
sem eru ábátasöm jafnvel á 60.
gráðu no’rðlægrar breiddar, en
það samsvarar Suður-Alaska.
YFIR 130 KLAKSTÖÐVAR
Á hinni miklu iðnaðarsýningu
í Moskvu á þessu ári mátti sjá
hinn sérstaklega gerða járn-
brautarvagn til flutninga á lif-
andi fiski. Þar var einnig gefin
nákvæm lýsing af ýmsum ge’rð-
um fiskuppeldistjarna, sem sov-
ézkir vísindamenn og iðnfræð-
ingar eiga heiðurinn af. Mikið
er um tilfærzlu á lifandi fiski.
Fisktegundir úr Bajkal- og Balk-
ashvötnunum eru fluttar til vest-
lægari vatna, en fiskur ú’r vötn-
um í Evrópulöndum Rússa er
fluttur til austlægra vatna. Sér-
staklega ber að nefna hinar stór-
felldu tilraunir til þess að venja
fisk við breytt loftslag í Neð’ri-
Don og Kúbanfljótunum, sem
renna í Azovshaf. Margar lax-
tegundir hafa verið fluttar í
Eystrasalt og Bahrentshaf og
aldar upp þar. Styrja er alin
upp í Kaspíáhafi. Tekist hefur
að rækta kynblendinga úr nokkr-
um tegundum fiska jafnvel fjar-
skyldum. Ríkið rekur yfir 130
klakstöðvar. Árlega er sleppt um
5000 billjónum af ungviði og
2000 billjónum seyða.
Samanburður á fiskiðnaði og
landbúnaði sýnir að tiltölulega
mei'ri áherzla er lögð á fiskinn.
Þetta bendir til þess að í fram-
tíðinni treysti Rússar meira á
fiskveiðar en landbúnað til öfl-
unar fæðu, einkum dýraeggja-
hvítu, handa hinum ört vaxandi
lólksfjölda í löndum sínum. Af-
rek Rússa við fiskveiðar eru til
þess fallin að vekja virðingu,
jafnvel þó ekki sé ve'rt að ganga
■fram hjá því að mikið af tilraun-
um þeirra og fiskveiðaathöfnum
kunni að hafa hernaðarlegar
hliðar.
Þýtt úr World Fishing, maíhefti 1959.
Þegnar geta fengið ríkisstjórn
sína til þess að gera svo að segja
hvað sem er — nema minnka út-
gjöldin.
144
VÍKINGUE