Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 25
Grein n 111 Island 1893 I ,,Times“, 3. apríl 1893 stóð svolátandi grein um ísland: Svo virðist, sem flugufregn- irnar um að íslendingar ætli all- ir að fara til Canada og annarra hluta Ameríku, séu að verða sannfregnir. Vér efumst reynd- ar nokkuð um, hvort þær séu sannar. Því ,þó íslendingum hafi fækkað hin síðustu 20 á'r, vegna útflutninga til Vesturheims, þá er þó enn um 70 þúsund manns á Islandi, það er ekki vel kleyft að flytja þá alla yfir hafið og búsetja þá alla á jörðum. Það yrði ókljúfandi, bæði fyrir Can- ada og Bandaríkin, nema að Mac- kenzie River Valley væri lagt til þess af Canada hálfu, og Alaska af hálfu Bandaríkjanna. Og menn verða að muna, að þó land- ið sé fátækt, þá unna íbúa'rnir því samt og sögu þess og bók- menntum svo innilega, að það er alveg óvíst, hvort allar út- flutningsfreistingar geti tælt þá úr landi. Því verður ekki neitað, að íslandi fer ekki fram. Af- rakstur landsins er svo lítill, að fái'r geta lifað á honum. Nú eru þeir farnir að verzla við Skot- land með sauðfé, hesta, fisk, ull, tólg, æðardún, fjaðrir, brenni- stein og lýsi. Er það þeirri verzl- un að þakka, að þeim líður svo bæ'rilega sem þeim líður nú, þó ekki megi það heita vellíðan. Ferðamenn á sumrin hafa líka haft mikil áhrif á landsbúa, þess- ir ferðamenn flytja mikla pen- inga inn í landið, þeir venja Is- lendinga við samblendni við aðra óíslenzka menn, og gjöra þá með því minna álfahólslega og draga nokkuð úr þeim íslenzka gorgeir, sem reynda'r er ákaflega mein- Jaus, en þó hefur hamlað fram- förum hjá einum af hinum mein- lausustu og menntuðustu þjóð- flokkum á jörðunni. Flestir ferðamenn fara varla lengra en til Reykjavíkur, þaðan til Geysis og svo heim aftur. VÍKINGUR Ferðamenni’rnir eru flestir ensk- ir, og Englendingar þekkja því bezt þennan part af landinu, og dæma fólkið í öðrum pörtum landsins, þjóðina alla, eftir íbú- unum á þessum hluta iandsins. fslendingar, þjóðin, er miklu betri í alla staði en þeir menn, sem vér rekumst á hé’r. Þeir tala kannske ekki eins vel ensku, eru heldur ekki svo kompánlegir eins og Reykvíkingar. En nærri alls staðar, og á bæjum út um land- ið, er kurteisum ferðamönnum sýnd hin vinsamlegasta gest- reisni einkum ef þei'r kunna dá- lítið í dönsku. Ibúarnir gjöra sér ekki eins far um að hafa allt út úr manninum, eins og títt er annars staðar á Norðurlöndum. Þó að ferðamaðu’rinn sé ekki fær um að eiga samtal á dauðu máli, eða að hann beri latínuna svo undarlega fram, að 'hann um kvöldin á prestssetrinu neyðist til að tala skriflega við prestinn. En það er því að kenna, að gömlu málin skuli ennþá vera borin fram eftir enskum f’ramburði á Englandi. fsland hefur ætíð verið lær- dóms- og vísindaland, og enn þann dag í dag eru lærðir íslend- ingar við nærri alla háskóla í Evrópu. Hvergi e'r vísindamanni gert jafn hátt undir höfði. Ferða- maðurinn finnur, að virðing bóndans vex mjög, ef hann heyr- ir, að gestur hans sé ,,stúdjer- aður“ og ef hann 'rvelur hjá hon- um nógu lengi, þá er sent boð eftir prestinum að hann geti tal- að við hann og kannske reynt, hvað djúpt Englendingurinn ristir í lærdómnum, þegar upp- skátt verður, að hann er dokto'r frá Cambridge, eða prófessor frá hinum gamla háskóla, þar sem einn af hinum lærðu löndum bóndans settist að (Guðbrandur Vigfússon). Flestir íslendinga’r, sem eru nokkuð vel að sér, kunna dönsku og ensku, og þýzku eru þeir farnir að kunna almennt, enda kunna allir að lesa og skrifa. Ferðamaður, sem ekki befur kynnzt eyjarbúum og sögu þei’rra, munu furða sig á bóka- eign margs bónda. í eldhúsi, sem er miklu verr úr garði gjört en eldhús ensks verkamanns, situr maður, sem er miklu fátækari en enskur bóndi. Almanakið og einhve'r guðsorðabók er meira en nóg til andlegrar fæðu fyrir enska bóndann, en hinn bóndinn á söguleg rit og vísindalegar og heimspekilegar bækur. „For- leggjarar" á Norðurlöndum treysta ætíð, að nokkuð seljist af öllum nýjum bókum á íslandi og stundum svarar það kostn- aði að gefa út íslenzkar þýðing- ar. Þessar þýðingar eru sjaldan skáldsögur, en helzt ritgjörðir um náttúru um náttúrufræði, eða þvíumlíkt, og maður, sem ný- iega ferðaðist um á eyjunni, þar sem ekki er almenn umferð, varð hissa á að finna i bókasafni bónda eins þýðingu á ensku riti, sem ekki hafði verið til neins gróða fyrir hinn enska fo'rleggj- ara. Innflutningur þjóðar, sem er svo gjörð, ætti að vera ábati fyr- ir hvert land. Það væri illmann- legt að óska, að þei’r séu kyrrir á ættlandi sínu, ef þeir geta bætt kjör sín með því að fara úr landi. En enginn óskar að land víking- anna og söguþjóðarinnar eyðist að sínu bezta fólki. Ef íslend- ingar halda framvegis fast við óskir sínar, um að flytjast út, þá mun Canada efalaust með gleði taka við miklum mannflutning- um frá íslandi. Loftlagið í Can- ada er þeim henta'ra, á betur við þá, en loftslag á nokkrum öðrum stað í Ameríku. Eru nú þegar komnar smáar íslenzkar nýlend- ur út um norðvesturhluta Can- ada og sums staðar anna’rs stað- ar. Stjórnin (í Canada) hefur farið svo vel með þá, og þeim er þeirra heim til íslands, um allt þetta, líklega eru aðalhvötin til útflutningsins sem í vor ætlar að ve'rða svo almennur, að því er íleygt, að „eyjan“ muni alauð. Það er öldungis rangt, að ætla, 145
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.