Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 34
Farmennska-Fiskveiðar Panama. Hafa íslendingar viðurkennt landhelgi Panama? Panama- stjórn hefur vísað á bug mót- mælum Breta, Frakka, Japana Bandaríkjamanna út af því, að Panama hefur nýlega fært land- helgi sína út í 12 mílur. Hún heldur því fram, að 12 mílna landhelgi sé viðurkennd í al- þjóðalögum og þessvegna sé eng- in ástæða til að fresta ákvörðun um þetta þar til væntanleg ráð- stefna Sameinuðu þjóðanna um þetta hefur endanlega samþykkt 12 mílurnar. Ástralía: Túnfiskveiðar hafa gengið ágæt- lega í New South Wales og eru í örum vexti. Á vertíðinni til apríl- loka var landað alls 2.369 smál. en 1.406 smál. á sama tíma í fyrra og nam verðmætið til fiskimannanna Á£ 80.000. Aflamagnið hefur 25-faldast á síðustu 7 árum. Hráðskreiðasta járnbraut í heimi, er á leiðinni milli Chicago og Detroit í Bandaríkjunum. Hún er knúin áfram af 1200 ha. diesélvél, og í lestinni eru 10 vagnar, útbúnir með fullkomnustu þægindum fyrir farþegana, m. a. er sérstakur útsýnissalur, serri sjá má á fremsta vagninum. En samkeppnin við flugvélarnar á-öld.hraðang, er hörð, ög þess vegna er reynt að, mæta því méð öðrum þægindútír.Wm langan aldur hafa slík þægindi yerið takmörkuð við svefnvágria og rriatsöluvagna. Fyrir nokkru hefur svo verið fundið upp á því að jháfa dansvagna, og kvikmyndavagna og nú eru ýmsar útborga-járnbrautir í Bandaríkjunum farnar að hafa skrifstofuvagna, fyrir fólk sem hefur miklum Istörfum að sinná, og þarf að nota tímann á leiðinni í vinnuna að ljúka þ'ví verkefni, sem, tekið var með heim um kvöldið. P■ •. '■ '■■;' '■■■ ' :• , i 154 ; ■ - ■ ;• v I Túnfiskurinn er mestmegnis soð- inn niður í dósir og hin síðari ár er þetta orðin mjög arðbær atvinnu- grein sem hefur skapað drjúgar gjaldeyristekjur en útflutningurinn er aðallega til Bandaríkjanna og Bretlands. Krabbaveiðarnar frá Queensland hafa tekið kopta í þjónustu sína, sem sækir veiðina til bátanna í Keppelflóa nálægt Rockhampton og flytur hana á markaðinn. Japan: Úthlutun hvalveiðikvóta hefur verið aðalverkefni ráðstefnu, sem staðið hefur yfir í Tokyo undanfar- ið, en hana sóttu fulltrúar frá Jap- an, Bretlandi, Hollandi og Noregi. Sovétríkjunum hefur verið úthlut- að 20% af þeim 15 000 hvölum, sem leyfilegt er að veiða samkvæmt ákvörðun 17 þjóða hvalveiðinefnd- arinnar. Samningar hafa staðið yf- ir frá því ráðstefnunni í London lauk í nóvember sl., en samkomu- lag ekki náðst ennþá. NÝ SKRÚFUGERÐ Þó að helzt sé nú talað um atóm- orkuna í sambandi við nýjungar í skipasmíðum, er þó sífellt unnið að því að reyna að ná betri nýt- ingu út úr þeim skipsskrokkum og vélum sem almennt eru í notkun. í Bandaríkjunum er starfandi nefnd sérfræðinga, er einbeitir tilraunum sinum að skipsskrúfunni. Talið er að mögulegt sé að breyta skrúfunni til þess að fá betri nýtingu út úr henni. Myndin hér að ofan er af einni slíkri hugmynd og virðist byggð á svipaðan máta og hnífur í hakkavél. Myndin er tekin í til- raunastöð fyrirtækisins David Tayl- or í Bandaríkjunum, og það er bandaríski sjóherinn sem greiðir allan kostnað við tilraunirnar. S.-Afríka: í Capetown hefur stórt útgerð- arfyrirtæki gert tilraunir með að örva fiskimenn til aukinna túnfisk- veiða, með reknetum en árangur orðið lítill, enda þótt þarna séu mjög auðug og lítið nýtt fiskimið skammt undan. Japanir eru sagðir hafa byrjað túnfiskveiðar á þessum miðum. Þykir framkvæmdasömum mönn- um þar syðra illt í efni að erlend- ar þjóðir skuli hagnýta sér miðin, og benda á nauðsyn þess að hefjast handa með auknar túnfiskveiðar áður en samkeppnin eykst. Fiski- menn í Cape Town eru sagðir aft- urhaldssamir um alla nýbreytni, enda hefur eftirspurnin í landi ver- ið takmörkuð. Sjávarútvegsmála- ráðuneytið í S.-Afríku hefur samið áætlun þar sem fiskimönnum er heitið lánum til að endurnýja síld- veiðiflotann. Færri hafa notfært sér þetta en búizt var við. Ný síld- ýeiðiskip eru dýr, kosta um £ 20.000. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.