Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 45
Þetta gerði útslagið á það!! Ég mundi sjálfur fást við pant- anir hans með ströngustu leynd í dálkunum á forgangspöntunar- listanum ætlaði ég að nota bara þetta eina orð „tankar“. Enginn mundi telja það nokkru skipta, að gerðar væru smápantanir til „tanka“. Það gátu verið hverskonar grefilsins geymar, sem vera vildi, — auð- vitað. Flotastjórnin gat látið í veðri vaka, að þetta væru vatns- geymar, sem hún og aðrar „deildir“ voru reglulega að afla sér. Ef einhver njósnari eða hlaupatík óvinanna sæi þetta orð af tilviljun myndi það, að svo komnu, ekki gefa annað til kynna en geymsluhylki. Yfirvarp okkar og „undir- ferli“ reyndist vel. Engar fyrir- spurnir risu af innfærslum mín- um á forréttindalistann. Þessar pantanir, sem ég sorteraði á listana til hinna fjölmörgu fram- leiðenda hluta og efna í „tanks“, þeir skiptu hundruðum, dreyfð- ust til þeirra án þess að vekja minnstu grunsemdir. Aðeins fáeinir menn vissu, að þegar þessu dóti öllu hafði verið safnað saman og sameinað, þá mundi eitthvað verða til, sem ræki heiminn í rogastanz! Þegar fyrsta runan var til- búin fóru tilraunir fram, að við- stöddum fulltrúum hersins. og þá voru drekarnir nefndir „tankar“. Eftir prófanirnar varð Haig svo ákafur, að hann heimtaði afhendingu á 56 stykkjum. Þetta var í ágúst 1916. En svo fór, að nokkrir voru teknir herfangi í fremstu víglínunni, og þá var hagnaðin- um af skyndiskelfingunni lokið. Þjóðverjarnir ruku undireins til að framleiða svipaða dreka. í endurminningum sínum segir Lloyd George frá því, að hann beiddist þess af Haig, að hann biði eftir því, að unnt yrði að gera fjöldaárás með 200 stykkj- um að minnsta kosti til þess að gera stórkostlega sókn gegnum allar varnarlínur og hindranir Þjóðverja. Sumir ráðherrar vildu VÍKINGUR bíða eftir 1000 og allsherjarsókn til þess að leiða ófriðinn til lykta, ljúka þarmeð stríðinu. Aðrar frásagnir af heimsku eða fljótræði Haigs ganga manna á meðal. Margt hefur verið rætt og ritað af heillandi fjöri um fyrsta áhlaup 200 dreka við Cambroi, áhrif þess á hina fagn- andi Brezku hermenn og á hina skelfingu lostnu Þjóðverja. Pant- anir á 1000 fylgdu í kjölfarið, og tankarnir urðu nýr og áhrifa- og afdrifaríkur aðili í hernað- inum. Á árunum milli fyrri og síð- ari heimsstyrjaldanna urðu skriðdrekah j ólböndin aðalatr ið- ið, þegar mörg lönd breyttu um gerð og útlit skriðdrekanna. Auðvitað mátti kalla „tankana“ skriðdreka. En það hefði ''erið svo upplýsandi, að það hefði gefið allt til kynna, sem máli skipti um þessi tæki, og leyndar- málið orðið að „opinberu máli(!) Gera hefði mátt ráð fyrir, eftir að búið var að sýna öllum heiminum þessa vígvél og gera á henni síðari breytingar í gerð og ætlun, að eitthvert þar við- eigandi heiti hefði verið tekið upp. Þegar Þjóðverjar, Frakkar, Italir, Rússar og Ameríkanar héldu áfram að gera og fram- leiða ýmsar nýjar gerðir, hefði mátt búast við nýju nafni, en svo varð ekki. Tækinu var ekki gefið viðeigandi nafn á viðkom- andi tungumálum. Nafnið „tank- ur“ varð að allsherjarnafni á þessum tækjum. 165

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.