Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Page 48
inum og kæling gufunnar mjög ófullkomin, því að kælidæla sleppti öðru hvoru vegna hall- ans á skipinu. Strax var tekið til við að reyna að rétta skipið. Voru allir þeir menn, sem voru aftur í og í brúnni sendir í kolageymslurnar til að moka til kolunum, en þeir sem fram í voru, brutust niður í fremstu lúgu í lestina, nema tveir menn, sem lokuðu að því búnu lestinni og skálkuðu lúg- una svo að ekki færi sjór niður. Eftir tveggja klst stöðuga vinnu var búið að rétta skipið að mestu leyti. Mestu erfiðleikarnir voru að halda skipinu upp að vindi, því að ekki var hægt að kynda nema í tveim af þremur eldstæð- um vegna hallans, sem verið hafði og var að nokkru enn á skipinu. Kyndarinn, sem var á vakt, var mjög duglegur maður, skorð- aði hann öll kyndiverkfæri þann- ig, að hann gæti staðið á þeim, til þess að hann gæti komið kol- um inn á eldana. Vinna vélstjóra var að standa við aðalloka vélar- innar og breyta ferðinni eftir því sem hægt var vegna kynd- ingar og svo skipunar frá skip- stjóra í stýrishúsi. Varð vélstjór- inn að standa með annan fótinn á bekkbrún, sem var nálægt vél- arlokanum til þess að geta hald- ið sér við hann, vegna halla og hreyfingar á skipinu. í sjó þessum fóru í hafið allir fiskiplankar á þilfarinu og flest- ar þær tunnur, sem hafðar voru undir lifur og ýmist voru á aft- urdekki eða bátaiþilfari. Kýr- auga, sem var á þilfari yfir her- bergi stýrimanns brotnaði, öll ljósastæði á þilfari voru brotin og eyðilögð, annar lífbáturinn bafði laskazt mikið og skipið allt meira og minna beyglað og brotið. Eftir að tekizt hafði að rétta skipið, var reynt að halda í átt- ina upp að landi. Gekk það sæmi- lega og komum við kl. 4 e. h. þann 28. desember til ísafjarð- ar og var lagzt þar upp að bryggju utan á 2 þýzka togara, Á ísafirði fengum við gert við eftir því sem hægt var, það allra nauðsynlegasta, sem úr lagi hafði gengið. Eftirhreytur jólanna voru hátíðlega haldnar í sam- félagi við báðar skipshafnirnar á þýzlcu togurunum sitrt á hvað um borð í skipunum. Þann 5. janúar gátum við farið út á veiðar að nýju að loknum við- gerðum og var veður sæmilegt það sem eftir var af veiðiferð- inni og komið var heim til Reykjavíkur þann 12. januar með góðan afla. Ekki sást það, að nokkur maður fyndi til ótta, meðan á 'hættu þeirri stóð, er skipið var í í afvirðinu, sem hér hefur verið frá skýrt. En menn hentu fljótt gaman að og skemmtu sér yfir því eftir á, að ýmislegt spaugilegt kom fyrir. Kyndari og vélstjóri, sem ekki voru á vakt, en sváfu í kojum sínum, þegar brotsjórinn skall á skipinu, sagðist matsveininum svo frá, sem einnig var staddur í káetunni, að þeir hefðu rankað við sér, en fallið samstundis aft- ur í svefn, þar til þeir voru vakt- ir til kolamokstursins. 168 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.