Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Qupperneq 57
skreið á ári, um 1000 tunnur af hrognum, og í frystihúsinu var ársframleiðsla af flökum 1958 3725 tonn. Við spurðum Harald af hverju hann hefði keypt skip. Hann sva'raði: — Hugurinn var alltaf við sjó- inn og útgerð og ekkert annað. Þegar ég var drengur fékk ég að róa með körlunum, einn og einn róðu'r eins og drengir Stur- laugs nú. 1904 var ég á skozk- um togara, sem fiskaði hér í Faxaflóa og lagði upp í Reykja- vík. Það var löngun mín að verða skipstjóri, en ég var alltaf svo sjóveikur, að ég treysti mér ekki til að ge'ra sjómennskuna að ævi- starfi mínu. — Þú hefur auðvitað verið á- kveðinn í því að verða umsvifa- mikill atvinnurekandi ? — Nei, það kom óafvitandi. Það er einhver önnur og æðri hönd, sem stjórnar þessu öllu, eins og ég sagði ykku’r áðan. En mig langaði til að gera atvinnu- lífið fjölbreyttara, svo verkafólk- ið hefði alltaf nóg að gera. Næg atvinna gerir fólkið bjartsýnt og bamingjusamt. Það má líka segja, að hér á Akranesi hafi verið meiri atvinna en með góðu móti hefur verið hægt að af- kasta. Hér hefur verið unnið nætur og daga, og fólkið hefur uppskorið ríkulega. Þegar maðu'r rekur stórfyrirtæki, er nauðsyn- legt að hafa gott fólk. Hér á Akranesi e'r duglegt og vinnu- gefið fólk og ég held ég hafi það fram yfir ýmsa aðra, að kunna að velja gott fólk til starfa, enda hafa margir unnið hér við fyrir- tæki okkar áratugum saman. Haraldur sagði okkur því næst, að hann hefði keypt fyrsta vél- bátinn sinn 1908. Hann var 8 lestir og hét Höfrungur: •— Ég gerði hann út frá Vogavík undir Stapa. Hann var á vertíðinni 1909 í Vestmannaeyjum og það hvarflaði jafnvel að mér að setj- ast þar að, en ýmis atvik komu í veg fyrir það. Þá var Emil Nielsen með Sterling. Hann tók mig með einan fa’rþega til Eyja upp á þær spýtur, að ég héldi VÍKINGUR áfram til Kaupmannahafnar, ef hann kæmist ekki í land í Vest- mannaeyjum. Það var austanrok og við komumst í var við Eiðið í Vestmannaeyjum og þá kom stærsti vélbátur, sem þar var, Ásdís Gísla Johnsens, og lagð- ist upp að skipinu og ka’rlarnir festu taug í spilið, sem var frammi á dekki. Spilið slitnaði upp úr dekkinu, en ég fór á kaðli ofan í bátinn á augabragði og póstinum var hent í hann, og svo til lands. Við vorum klukku- tíma á leiðinni í land og þótti mér nóg um. Svo var ég í Vest- mannaeyjum í 3 sólarhringa í vitlausu veðri og komst til Reykjavíkur aftur með litlu gufuskipi, sem Brydesverzlun átti og hét ísafold. Við vorum 27 klukkustundir á leiðinni í vonzku veðri og ég á dekki allan tímann, því ég hálf stalst með. Þar með hætti ég við að gerast Vest- mannaeyingur. Þó höfðu Eyja’rn- ar upp á ýmislegt að bjóða, sem ekki var annars staðar, og má t. d. geta þess, að ég bjó og svaf í ákaflega fínum húsum. Hét ann- að London, hitt París. En þessi flottheit dugðu ekki til. Upp úr þessu fór ég að líta í kringum mig, hvar bezt væri að ge'ra út við Faxaflóa þennan stóra far- kost, sem ég átti. Þá var engin höfn hér á Akranesi og ekki heldur í Keflavík eða Garðinum og niðurstaðan va'rð sú, að hent- ugasti staðurinn til útgerðar væri Vogavík undir Stapa. Þar byggði ég dálítið hús í félagi við eig- anda mótorbátsins Fram. Þar vorum við svo í nokkur ár. Þeg- a'r Friðrik Danakonungur kom hingað í heimsókn 1907, fékk hann konsúl Lauritzen í Esbjerg til að kenna íslendingum að fiska með nýjum aðferðum, þ. e. a. s. á vélbátum. Þá voru allir með þorskanet, en lóð þekktust ekki nema ýsulóð á opnum bátum á haustin. Lauritzen gerði þessa fyrstu tilraun og setti upp út- gerðarstöð í Sandgerði. Hann hafði fjó'ra 30 tonna vélbáta, en útgerðin gekk á tréfótum og þeir hættu fljótlega. Ástæðan var sú, að þeir byrjuðu, þegar vertíðinni var lokið! Pétur Thorsteinsson keypti útgerðarstöðina í Sand- ge'rði og bátana, og var það lagt til Milljónafélagsins, þegar það var stofnað. Síðar keypti Matt- hías Þórðarson hvorttveggja og gerði ég samning við hann í nóv- ember 1913 um að fá að hafa báta mína hjá honum á næstu vertíð. Þetta sama ár hafði ég þénað dálítið á báðum bátum mínum, og gat því byggt 10 tonna bát í viðbót. Átti ég hann með öðrum manni. Hann var byggður hér á Akranesi ásamt öðrum bát, sem faðir minn átti með Einari Ingjaldssyni for- manni. Eg hafði farið til Bret- lands, Danmerkur, Þýzkalands og Noregs til að kaupa efni í bátana og gekk sú ferð betur en á horfðist í fyrstu, því ég fékk þetta allt lánað. Auðvitað vorum við í miklum vandræðum með útgerðarstöð og þess vegna þótt- ist ég góður, þegar ég gerði samninginn við Matthías. — Hefur þetta svo gengið eins og í sögu síðan? — Nei, eftir stríðið fór allt í hundana. 1921 fóru flesti'r út- gerðarmenn á hausinn og mun ég hafa verið einn af fáum, sem skrimtu. Þremur árum síðar rétti ég alveg við, en upp úr 1930 komu aftur erfiði’r tímar og stóðu fram að síðari heimsstyrjöld. Nú stöndum við betur að vígi en nokkurn tíma áður vegna tækn- innar og nýrra markaðslanda. 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.