Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Side 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1966, Side 13
skipsskrúfu Hér eru kajararnir Andri HeiSberg og Kristbjörn Þórarinsson. KaUaAaint Atar^ aí Mtarlayi 1 janúar síðastliðnum var und- irritaður skipstjóri á M.s. Heklu og varð fyrir því að skemma skrúfur skipsins í ís á Akureyr- arpolli. En skrúfurnar eru tvær, eins og þarf að /vera á strand- ferðaskipum. fsinn var ekki þykk- ur, ca. 3 til 4 tommur. Skrúfurn- ar eru úr kopar og ísinn fremur harður á Pollinum að þessu sinni. Skýringuna á þessum harða ís mun vera að finna í því, að hafn- ir, sem eru langt inni í landi og vatnsföll liggja að, eru meira vatnsbornar í fyrstu frostunum á vetrum, en vérða svo saltari eftir því, sem frostið varir lengur til landsins og vatnið beinist þar meira sökum þess. Sem svo leiðir af sjálfu sér, að ísinn verður meyrari eftir því sem sjórinn verður saltari. Skemmdirnar á á skrúfunum reyndust það mikl- ar, að nauðsynlegt var að skipta um þær. En þar sem stærsta dráttarbraut Slippfélagsins í Reykjavík var ekki í lagi, kom til tals að senda skipið til Klakks- víkur í Færeyjum, og taka það þar á dráttarbraut. En er hér var komið sömdu þeir kafararnir Andri Heiðberg og Kristbjörn Þórarinsson um að skipta um skrúfur skipsins á því á floti. Þetta framkvæmdu þeir í tveim áföngum. Sína skrúfuna í hvorri inniveru, þannig, að skip- ið tafðist ekki vegna þessa óhapps. Þetta verk tókst mjög vel hjá þeim félögum og var yfirvél- stjóri ánægður eftir hæfilegan reynslutíma. Það er meining mín með þess- um línum, að ef menn verða fyrir því að skemma skipsskrúfu, svo að ekki er hægt að komast nema takmarkað áfram, eða kannski ekki, þá er hér dæmi, sem getur ef til vill verið gott að vita um. Eg vil meina, að þeir félagarnir Andri og Kristbjörn hafi unnið þetta verk af fyrirhyggj u og dugnaði. Stefán Nikulásson. Nýju skrúfunni slakaS niður aS ásnum, þar sem kafarinn tekur viS og festir. VlKINGUR 195

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.